Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 206
Heimatrúboðið danska
átti 75 ára afmæli 13. sept. |». á.
Heima hjá sér heitir sá félagsskaput- »Kirkelig
Forenirtg for den Indre Missioh 1 Danmark«, og
telur rætur sínar hjá öðru félagi, nokkurskonar
heimatrúboði leikmanna, lítt kirkjulegu, er stofnað
var á Sjálandi árið 1853.
Par geklc margt á tréfótum. Sértrúarkreddur og
ýmiskonar tortryggni voru að leggja þann félags-
skap 1 rústir, þegar sr. Vilhelm Beck, þá ungur
prestut', (f. .1829), tók af skarið, og fékk 2 aðra
presta og 3 leikmenn til að ganga með sér 1 stjórn
nýs félags, er bætti orðinu kirkjulegt framan við
félagsnafnið eldra, og hafnaði öllu lýðr-æði innan
sinna vébanda.
»Stjórnin ákveður sjálf tölu stjórnarmanna og
kýs I skörðin, sem þar verða. Jafnan skulu þó prest-
at vera í meiri hluta«.
Svo var ákveðið þá og svo stendur þar enn. Er
danska heimatrúboðið að því leyti frábrugðið heima-
trúboði annara landa. — Það munu vera 8 prestar
og 7 leikmenn, sem 1 stjórn þess sitja nú, skipa þeir
fulltrúa 1 stjórni'r þeirra félaga, llknarfyrirtækja og
skóla, sem standa í beinu sambandi við heimatrú-
boðið. —
Vitaskuld er heimatrúboð’, eða skipulagsbundið
sjálfboðastarf trúaðra manna gegn vantrú og spill-
ingu, ekkert sérstaklega danskt fyrirbrigði.
Elzt mun það á Englandi. Árin 1820 til 1835 var
»City-Mission« eða »boi'gar-trúboðið« stofnað í ýms-
um aðal-borgum Stóra-Bretlands.
1 Þýzkalandi var dr. Wichern brautryðjandi svip-
aðs starfs um 1850.