Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 207
203
Aðalheimatrúboðsfélag Svía, »Fosterlandsstiftels-
en«, er orðið áttrœtt.
Heimatrúboðsfélagið i Oslo er ári eldra (frá 1855).
Hauge og lœrisveinar hans höfðu unnið yfir 50 ár
að trúvakningastarfi í Noregi, áður en fastur félags-
skapur var stofnaður um land allt í þá átt. »Luther-
stiftelsen« (frá 1866) hét fyrsta »landsfélagið«.
Aðalmaður þess um langa hríð var prófessor Gísli
Johnson (f 1894) sonarsonur sr. Gisla Jónssonar
sýslumanns á Espihóli.
En víkjum nú aftur að »afmælisbarninu« hálf-
áttræða í Danmörku. J
Fyrstu áratugina þrjá var heimatrúboðið danska
nær eingöngu trúvakningastarf. Áhugasamir prest-
ar og leikmcnn fóru um landið og boðuðu iðrun
og afturhvarf. Þar sem veruleg áhrif urðu, voru
reist samkomuhús. Kom trúað fólk þar saman til
uppbyggingar, og þar og I kirkjum voru aftur-
hvarfsæðurnar fluttar.
Smám saman fjölgaði verkefnum. Trúaða fólkið
reisti fjölda hæla til líknar munaðarleysingjum og
viðreisnar ýmsu vandræðafólki. — Er mikill hluti
hins stórvaxna líknarstarfs Dana nú beinn eða ó-
beinn ávöxtur af fórnfýsi' heimtrúboðsmanna og er
háður eftirliti þeirra.
Grundtvigssinnar voru á undan í skólamálum og
reistu fjölda lýðháskóla eða sérstaka æskulýðsskóla
með fyrirlestrakennslu. En heimatrúboðsmenn komu
á eftir, og eiga nú 9 slika skóla, og auk þess:
bibliuskóla, díakonskóla, búnaðarskóla, iðnaðarskóla,
kennaraskóla menntaskóla, o. s. frv. Eru 6 þessara
skóla í smábænum Haslev á Sjálandi, og allir fjöl-
sóttir.
Fjöldi kristilegra bóka og blaða hefir komið út
á vegum heimatrúboðsins frá þvi fyrsta, og fer