Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 208
204
ávalt fjölgandi. Kristilegt Dagblað er t. d. orðið
41 árs og mun vera elzta kristilega dagblaðið á
meginlandi Norðurálfu.
Að sjálfsögðu var andstaðan mikil og margbreytt
gegn þessari hreyfingu bæði frá opinskárri vantrú,
t .d. Brandesarstefnunni, frá »hákirkjumönnum«, er
ömuð’ust við allri »leikmannaprédikun«, og Grundt-
vigssinnum, er báru heimatrúboðinu á brýn svart-
sýni og þröngsýni. Fóru þá oft ómildir dómar á
milli stefnanna þriggja innan þjóðkirkjunnar, og
svæsnar álygar á ýmsa leiðtoga heimatrúboðsins
voru algengar í vantrúarbííðum um aldamótin, er
ég var þeim málum velkunnugur.
»Þetta fer allt í mola, þegar Vilhelm Beck feil-
ur frá«, var viðkvæðið víða í Danmörku um það leyti.
— En það fór á annan veg. Að vlsu var skarðið
stórt, er Vilh. Beck andaöist árið 1901, — og 3
dugnaðarmenn voru settir í stað hans í félagsstjórn-
ina. En starfið hefir haldið áfram og »þriðja kyn-
slóðin«, sem nú hefir tekið við leiðsögu að mestu,
er ekki á þvi að draga saman seglin.
• A aðalfundi heimatrúboðsins, »hátíðaþinginu«, í
Randers í vor, sem leið, voru við fyrstu guðsþjónust-
una lagðar 62 þús. kr. í afmælissjóðinn og næstu
daga bættust við yfir 18 þús. kr. — Venjulegar
gjafir á þeim ársfundum eru um 4000 til 5000 kr.,
svo að munurinn er mikill, og sýnir fórnfúsan þakk-
arhug Dana fyrir vel unnið starf í langan aldur.
Á afmælisdaginn sjálfan 13. sept. s. 1. voru ræður
fluttar í 700 samkomuhúsum heimatrúboðsins (»miss-
ionshúsunum«) og í fjölmörgum kirkjum. Töluðu þar
fjöldi merkustu presta Dana auk hinna 160 launuðu
leikprédikara félagsins.
Aðalstyrkur heimatrúboðsins danska hefir frá upp-
hafi verið, að þar var fluttur hreinn og ákveðinn