Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 209
205
boðskapur uni synd og náð á lúterskum grundvelli
og öllum sértrúarkenningum visað á bug. Samvinna
milli presta og leikmanna hefir verið þar stórum
betri en í ýmsum svipuðum félögum annara landa.
Formennirnir 6 hafa allir verið merkir prestar, en
varaformenn leikmenn. Sambúðin við hliðstætt sjálf-
stætt félag í Kaupmannahöfn hefir verið göð, og
kirkjubyggingarfélag Hafnar hefir jafnan hlotið
stórgjafir hjá heimatrúboðsvinum um land allt, og
sama er að segja um kristniboðsfélög Dana. K.F.U.M.
og K. Dana hafa jafnan staðið i beinu sambandi
við stjórn heimatrúboðsins, og þvl aldrei öröið þar
sá árekstur milli »unga og gamla fólksins«, sem
kvartað er um í sumum öðrum löndum.
Deilur gömlu kirkjustefnanna þriggja eru nú að
mestu horfnar, og löngu liðinn sá tími að kirkju-
stjórn og stjórnmálaflokkar vísi heimatrúboði á bug
með stórýrðum einum.
Oxfordstefnan, sem mjög hefir látið til sin taka
undanfarið i Danmörku, hefir rutt úr vegi ýmsum
gömlum ágreiningi meðal danskra kirkjuvina og
gagntekið hugi manna í öllum stefnum. Sumum
heimatrúboðsmönnum þykir að visu Oxfordhreyf-
ingin litt lúterskur viðsjálsgripur, en langflestir
leiðtogar heimtrúboðsins eru fúsir til bróðurlegrar
samvinnu við hana og þykjast verða þess varir, að
hún sé þegar orðin mikilvæg lyftistöng í kristilegu
starfi í Danmörku.
Varafoi'maður heimatrúboðsins, Zackó kaupmaður
í Randers, sagði liðið sumar, — eins og raunar marg-
ii fleiri ^Pað hafa aldrei verið jafngóð tæki-
færi til dáðríkra athafna fyrir heimatrúboðið og
nú í Danmörku«. Ymsa heyrði ég bæta því við: »Þaö
er fyrst og fremst að þakka Oxfordhreyfingunni og
verkaman n aguðsþj ónustunums.