Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 210
206
Komst sá siður á liðið ár, að trúiaðir verkamenn
stigi sjálfir I stól í dómkirkjum Dana við og við,
og fylla verkamenn þá kirkjurnar. Sýnir það glöggt,
að full straumhvörf eru að verða meðal óbreyttrn
verkamanna gagnvart kirkjunni. Enda þótt sumir
gamlir leiðtogar jafnaðarmanna danskra virðist ekki
hafa áttað sig alveg á því, fjölgar þó hinum, sem
fyllilega sjá, hvert stefnir i því efni.
Væntanlega verður tækifæri til að segja nánar
frá því starfi siðar.
S. Á. Oíslason.
Smávegis.
haiulvinastci'niui, (Landsvennestefnet).
heitir mót, sem er árlega haldið í Noregi. Það
er tekið upp eftir skotskri fyrirmynd, Keswick-
mótunum. I Svíþjóð eru svipuð mót (Södertölje-
konferansen undir stjórn óskars Bernadotte prins),
sömuleiðis i Danmörku (Nyborg-Strandmöderne und-
ir stjórn Henry Ussings, stiftsprófasts). Landsvina-
stefnan hefir það markmið, að efla bróðurkærleika
og innbyrðis virðingu fyrir skoðunum annara. Þau
eiga ekki að koma á fót samstarfi miilunr starfs-
greina, sem hafa ólikar játningar, þvi að starfið
gengur svo bezt, að sérhver fái að ganga óhindrað
sínar eigin brautir. Það sem sameinar, er Ritningin
og postullega trúarjátningin. Þessvegna geta svo
margar og mismunandi starfsgreinar hitzt þar: rík-
iskirkjan og innan hennar mörg ólík félög, methó-
distakirkjan, samfélag biptista, Hið norska trúboðs-
samband, Hjálpræðisherinn og Hin lútherska frí-