Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 211
207
kirkja. Eins og gefur að skilja, eru það ekki deilu-
atriði, sem tekin eru til meðferðar á stefnum þess-
um, heldur það sem sameinar og uppbyggir. Þátt-
taka hefur oft verið mjög mikil og blessun fylgt
mótunum.
Geilóiliótlð hefir veriö haldið um mörg undan-
farin ár. Þar hafa komið saman fulltrúar frá Hinu
norska trúboðsfélagi, Hinu norska lútherska heima-
trúboðsfélagi, Santaltrúboðinu, Sunnudagaskólasam-
bandinu, Kristilegu æskulýðssambandi Noregs,
Heimatrúboði sjómanna, Finnatrúboðsfélagi Noregs,
Heimatrúboði Osló, Smákirkjufélagi Osló, Bræðra-
sambandi norskra djákna og Hinu norska ísraels-
trúboði. Nú hefur 13. Geilómótið ákveðið, að reyna
að leggja þessi mót niður, en stofna í staðinn ráð,
sem allar starfsgreinar innan ríkiskirkjunnar standi
að, ef unnt er; það á að reyna að bæta úr þeirn erfið-
leikum, sem mæta hinu kristilega starfi í fram-
kvæmdunum, sem eru svo miklar og margþættar,
sem raun ber vitni. Hingað til hafa margar stórar
starfsgreinar innan ríkiskirkjunnar staðið utan við
þessi mót, t. d. Heimatrúboðssamband Vesturlands
og Kristniboðssambandið. Eining er mikils virði og
sé hægt að afstýra árekstri 1 starfinu, þá er mikið
unnið. Þetta ráð, sem fyrirhugað er, á eining að
vera málsvari kristnilýðsinis últ á við t. d. gagn-
'vart ríkisvaldinu.
Leikinannastarf í Noregi
er afarmikið og mörg félög smá og stór, er vinna
að kristnun þjóðarinnar og heiðingjatrúboði.
Hið norska lútherskn heiinatrúboðsfélag hefur
mikla prédikunarstarfsemi um land allt, og eru
margir prédikarar i þjónustu þess, er ferðast um