Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 213
209
boðsfélag og Santaltrúboðið. f Stafangri er trúboðs-
skóli, sem Hið norska trúboðsfélag rekur.
Enn mætti nefna mörg önnur félög: Heimatrú-
boðssaiubaiid Vesturlands, Heimatrúboð Osló, Il.iáiii-
ræðislierinn, Norskt sunnudagaskólasainband og Hið
iiorska Israelstrúboð og miklu fleira, Þetta talar
sínu máli um áhuga, starfsemi og fórnfýsi Norð-
manna. Mættum vér mikið af þeim læra.
Stefán Scliult/.
Hvorki siðaskiftin né rétttrúaðatiminn hafði haft
opin augun fyrir afturhvarfi Gyðinga. Lúther drep-
ur á þá hugsun í fyrstu ritum sínum. En síðar varð
hann sannfærður um, að Gyðingar væru forhertir,
og það væri því vonlaust verk að boða þeim fagn-
aðarerindið.
Evangeliskt trúboð meðal Gyðinga hófst ekki fyr
en með heittrúnaðinum, og Herrnhutar byrja á saraa
verkefni um svipað leyti. Agúst Hermanti Francke
hafði mikinn áhuga fyrir heiðingjatrúboði, og bið
dansk-hollenzka trúboð á Trankebar hófst með lið1-
styrk Danakonungs. Francke var einnig farinn að
beina hug sínum að trúboði meðal Gyðinga, en dauð-
inn kvaddi hann brott, áður en þær hugsjónir næðu
að rætast. Yngri samtiðarmaður hans, Ií. Callen-
berg prófessor, hélt starfinu áfram og stofnaði Hina
júðsku stofnun í Halle 1728. Hún gaf út rit, styrkti
fátæka trúskiftinga og sendi út trúboða lil þess
að starfa meðal Gyðinga.
Þekktastur þeirra er Stefán Schultz (1714.....76),
skósmiðssonur frá Póllandi. Hann var sendur af
stað 1736, og 1 20 ár var hann sífellt á i'erðalögum
um heiminn, til þess að leita Gyðinga og vitna fyrir
þeim. Það var eitthvað postullegt við hann. Þótt
hann mætti mikilli anöstöðu og þrautum, hélt hann