Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 215
211
harðnaði. Erasmus skorti kjark. Hann og með hon-
um mikill hluti húmanista snerust gegn Lúther og
hans róttæku afstöðu. Hann gaf út rit »Um frelsi
viljans« og réðst þar á hið mikla tal Lúthers um
réttlætingu af eintómri náð og reyndi að sýna fram
á gildi siðferðilegrar breytni. Lúther reit á móti
»Um hinn j)hælbundna vilja«. Pannig skildi með
hútnanistum og siðbótinni. Erasmys varð kyr í ka-
þólsku kirkjunni -og felldi sig bezt við kenningu
hennar, sem jafnar millum náðar og góðverka. Frá
1525 til dauða síns var Erasmus gleymt stórmenni.
Hann skorti »reynsluna« og varð j)ví aftur úr; 1517
skrifaði Lúther um hann: »Ég óttast, að hann leggi
ekki nógu mlkið upp úr Kristi og náð Guðs . .
hið mannlega er honum meira virði en hið guð-
dómlega«. Petta var ógæfa hans. — En lútherska
kirkjan má þó ekki gleyma ])ví, sem hún á að
þakka Erasmusi frá Rotterdam.
l’ostuli Gj’ænlamls.
Hans Egede var norskur prestur, fæddur 1686,
dó 1747. Hann lifði á tímurn rétttrúnaðarins, og þá
var lítill áhugi fyrir kristniboði. En svo kom nýtt
líf með heittrúnaðinum og Herrnhutum. Við þettu
vaknaði löngun hjá Hans Egede til þess að fara til
Grænlands og starfa meðal Grænlendinga, er hann
hugði afkomendur norði'ænna manna. Kona hans lagð-
ist í fyrstu á móti, þótti þetta fjarstæða ein, en
er hún hafði hugsað málið, féllst hún á það og
lagði sig alla fram til verksins. Það var erfitt að
komast af stað, en tókst að lokum. 3. júlí 1721 steig
hann á land í Grænlandi. Þá byrjuðu vonbrigðin.
Þjóðin var allt önnur, en hann átti von á, Eskimóar,
en ekki norðrænir menn. Lifnaðarhættir' voru mjög
frumstæðir. Málið var erfitt að læra. Börnum hans