Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 216
212
tókst þó fljótt að ná því á vald sitt, urðu þau
kennarar foreldra sinna. En svo komu aðrir verri
erfiðleikar. Hann fékk fjárhagslega hjálp frá Dan-
mörku. En þaðan kom einnig annað verra. 1728 voru
sendir þaðan til Grænlands sakamenn, er skyldu
setjast þar að'. Þeir urðu til mikils tjóns íyrir
kristniboðið.
En erfiðasta reynslan kom 1733. Grænlenzkur trö-
boðsnemi fiutti bólusýkina með sér frá Danmörku.
ÞaS varð hræðileg- plága. Fólkið hrundi niður; 3—4
þúsund dóu. Þetta lagðist þungt á Hans Egede. Hann
gat kennt trúboðinu óbeinlinis um pláguna.
En Guð var einnig í þessu. Nú náði trúboðið fyrsc
fyrir alvöru tökum á fólkinu. Hjónin lögðu sig ölí
fram við að hjúkra, hjálpa og hugga sjúka og deyj-
andi menn. Þá gátu þau sýnt trú sína í verkunum.
Það sem þið hafið gert, hefðu engir aðrir gert.
Þannig litu Grænlendingar á málið.
Hér um bil ári eftir að sóttinni lauk, dó Gjertrud,
kona Egedes. Hún hafði staðið trúlega við hlið
manns sins þessi 15 ár á Grænlandi. Þó fór Egede
heim til Danmerkur og stjórnaði þaðan trúboðinu,
sem Páll, sonur hans, hélt áfram. 1740 var hanu
útnefndur Grænlandsbiskup, þó ólaunaður, og stjórn-
aði jafnframt grænlenzka skólanum, það sem eftir
var æfinnar, en þar voru undirbúnir trúboðar og
trúarkennarar. 31. janúar í ár voru 250 ár frá fæð-
ingu Hans Egede.
Hið lútherska alþjóðamót.
Hið þriðja lútherska alþjóðamót var haldið I Paris
i fyrra og stóð í viku. Fyrsta mótið af þessu tagi
var haldið í Eisenach i Þýskalandi árið 1923, hiö
næsta í Kaupmannahöfn 1929. Það var ekki fyrr
en eftir heimstyrjöldina, að stofnað var alþjóðasam-