Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 217
213
band lútherskrar kristni. Aður var ekkert ytra skipu-
lag, sem tengdi kirkjurnar í eina heild. Hlutverk
þessa sambands er að styrkjast í trúnni, öðlast dýpri
skilning á játningunum og vera á verði gegn hættu-
legum stefnum; því næst að styrkja trúboðið og
styðja Lútherska trúbræður, sem eiga við bág kjör
að búa. Viða eru lútherskir menn í minnihluta og
eiga þá erfitt uppdráttar. Mikið fé hefur verið sent
til Kússlands, Úkraine og Rúmeníu og fleiri landa
til þess að styrkja lútherska söfnuði. Alþjóðamótið i
I fyrra var haldið í París til þess að styrkja lúthersku
kirkjuna þar í landi; en hún er í minnihluta. Par
voru gefnar skýrslur um kirkjuástandið í öllum
löndunum. Ákveðið var að setja aöalframkvæmda-
stjóra, sem verði öllum tlma slnum í þjónustu sam-
bandsins. Marahrens biskup frá Hannover var kjör-
inn formaður, en dr. John H. Morehead frá New
York, fyrverandi formaður gekk úr stjórninni sök-
um vanheilsu; hann var kjörinn heiðursforseti og
ætlar að vinna. að þessu máli, meðan hann lifir.
Hann og dr. Alfred Jörensen frá Kaupmannahöfn
voru kjörnir doktorar I guðfræði við lútersku deild-
ina I háskólanum I Pars. Stjórnin kemur saman
árlega og heíur rétt til að bjóða leiötogum kirkj-
unnar og starfsemi hennar á fundi slna, ef nauö-
syn krefur. Næsta alþjóðamót mun eiga að verða
haldið 1940.
Sögulegur viðburður.
í byi'jun maí í ár samþykkti aöalþing Hinnar
biskupalegu methodistakirkju áform þess efnis, að
sameina The Methodist Episcopal Church, The
Methodist Episcopal Church, South, og The Metho-
dist Prostestant Church. Mun hin nýja kirkja nefn-
ast The Methodist Church, Methódistakirkjan, og