Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 218
214
sameiningarþing skyldi leysa þau vandamál, er sam-
einingunni fylgja, m. a. hvað snertir helgisiði kirkj-
unnar. Alls inunu um 30 milljónir manna teljast til
kirkju þessarar.
Urafarkii'kjan í Jerúsalem.
Hún er sögð byggð á gröf Jesú samkvæmt forn-
kirkjulegri arfsögn. Hún er farin töluvert að gefa
sig, og nú á að fara að endurbæta hana. Brezka
stjórnin hefur látið rannsaka nákvæmlega byggmgu
hennar, en hún er mjög margbrotin, og hefur verið
gerð nákvæm áætlun um endurbæturnar. Hana þarf
að leggja fyrir grísk-kaþólsku, armensku og róm-
versk-kaþólsku kirkjuna til samjiykkis, því að þær
eiga grundvöllinn, þar sem gröfin og Golgata eru
talin vera. Ætlunin er að rannsaka, hvernig kirkj-
an var og reisa hana meir I samræmi við það, sem
var I upphafi. Smám saman hafa verið byggðar
smá-viðbyggingar við kirkjuna, og trufla jiær sam-
ræmi stílsins. Aðalinngangurinn að austan, sem múr-
að var upp í fyrir löngu, á að opna. Ymsir hlutar
kirkjunnar fóru illa í jarðskjálftanum 1927, m. a.
framhliðin, sem talin er frá krossferðatímunum.
Á nú að styrkja hana með járnum og varðveita með
þvi móti.
Olympíuleikaniir.
Til jiess að kynna þeim rnörgu útlendu gestum,
sem komu til Þýzkalands, þýzkt kirkjulíf, gjörðí
hin evangelska Olympíu-nefna dagskrá fyrir kirkju-
legar ráðstafanir og hátíðauöld, t. d. hátíðarguðs-
jjjónusta í dómkirkjunni í Berlín 1. ágúst. Stórt
fundartjald var reist í nánd við leikvanginn til
samkomuhalda fyrir kirkjulega og fríkirkjulega
starfsemi og félög. 3. ágúst var sérstök móttöku-