Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Gömul mynd frá Hafnarfirði. gerðinu setti Linnet niður lifrar- bræðslupotta stóra og var þar kölluð „Grútargjóta". Um 1860 var í gerði þessu, niður við verzlunar- húsin, gróðursett reyniviðarhrísla, sem óx og dafnaði og var mörg- um gömlum Hafnfirðingi augna- yndi, fram til 1911, að hún skemmd- ist af eldi, er upp kom í verzlunar- húsinu. Olafsgerði. Hraungerði vestra var þetta gerði einnig kallað. Svo segir um það í bréfinu frá 1865: „Ég Ólafur Þorvaldsson hefi eftir fyrgerðum munnlegum samningi, heimild til allra afnota, án nokk- urs endurgjalds, af útfærslu þeirri, sem ég hef uppræktað, til fardaga 1877, en frá þeim tíma ef ég þá lifi, verð ég að borga árlega af- gjald, eftir sem óvilhallir menn ákveða.“ Gerði þetta lá ofanvert við núverandi Austurgötu og náði allt upp fyrir Hverfisgötu, þar sem nú er landsimahúsið, hvilftin sú allt upp að húsi K.F.U.M. frá hraunhryggnum hjá'Málmi (allt vestur að húsi Eyjólfs frá Dröng- um). Stígur lá upp í gerðið frá Ól- afsbæ (Aust. 16) kallaður „Grýtti- stígur“. Ólafsgerði og Hraungerði var þetta kallað, en þegar barna- börn Ólafs komust á legg, kölluðu þau það „Aftún“. Hansensgerði. Eftir að Jörgen Hansen settist að í „Nýjahúsinu“ og tók að eiga sína góðhesta, sem oft sigruðu í skeiði og stökkkeppni á Melunum í Reykjavík, hafði hann hesthús ofanvert og vestan við Nýjahúsið, var farið að kenna svæði þetta við hann og kallað Han- sensgerði. Þar standa nú húsin nr. 9 og 10 við Austurgötu. Því stend- ur í lóðasamningi þessara húsa, að þau standi í svokölluðu „Han- sensgerði". En raunverulega mun þarna vera „Beykishúslóð". En nú erum við ekki að athuga lóðir í hrauninu, heldur gerðin, og því er sleppt að ræða um það. Árnagerði. í bréfinu frá 1865 hef- ur Árni smiður Hildibrandsson fengið leyfi til að nytja svæði það, er hann hefur þá þegar uppræktað, um næstu 25 ár afgjaldslaust, og lofar þar með að bæta þessa lóð og rækta. Niður- og vesturjaðar þessa gerðis takmarkaðist við stíginn norðvestur úr firðinum, sem kall- aður var Álftanesvegur, en síðar bar nafnið Kirkjuvegur og ber enn. Að austan var annar stígur. Þar heitir nú Reykjavíkurvegur. Að of- an er takmörk gerðisins brúnin, sem húsin nr. 5 og 7 við Hellisgötu standa á. Nokkru eftir að bréfið er gefið út, voru í gerðinu byggðir bæirnir Klöpp eða Klettur, Torfa- bær varð síðan frægur fyrir, að þar voru síðar sýndar fyrstar kvikmynd- ir í húsi er afkomendur Torfa reistu á rústum gamla bæjarins. Þorláksbær stóð fram á stríðsárin og var kallaður Ólafsbær, eða Bær- inn. Kirkjuvegurinn hylur nú þetta bæjarstæði, og nú er hætt að segja Jón í Bænum. Gesthúsagerði. Gesthúsin eru á okkar vísu fornt bæjarstæði, en þar bjó sama ættin í fjóra ættliði. Gerði þetta lá kringum bæinn og vestan hans allt að Klettalóðinni, neðan frá Sjávargötunni uppundir hólinn með vörðunni, frá Klofalóð og vest- ur að klöppinni, þar sem nú stend- ur húsið nr. 1 við Krosseyrarveg og yrði of langt mál að telja upp öll þau hús er þar standa, en gang- ið þangað, góðir Hafnfirðingar, og athugið þetta forna gerði. Heilaga-gerði. Nálægt 1884ílutti Guðmundur Halldórsson hús sunn- an af Hamarskotsmöl í Gesthúsa- gerði og íekk um leið allstórt svæði úr Gesthúsagerði og girti það. Kona hans var maddama Valgerður, son- ardóttir etafsráðsins á Brekku, ís- leifs Einarssonar. Þau hjón voru þrifamanneskjur hinar mestu. Þau vörðu gerði þetta fyrir öllum átroðningi, svo að segja mátti, að þangað mætti enginn óþveginn líta. Því var gerðið kallað Heilaga- gerði, svo sagði Margrét Gísladótt- ir mér. Húsið var á árunum eftir 1920 rifið og byggt upp aftur nokkru stærra af Grími Kr. Andrés- syni, Vesturbraut 1. En gerðið var allt rifið niður til grunna. Þar hef- ur nú Vélsmiðjan Klettur bækistöð sína. Hellisgerði. Þessa gerðis hygg ég að fyrst sé getið í vitnaleiðslum þeim, sem 1871 fóru fram um tak- mörkin milli Akurgerðislands og Garðakirkju. Þá er það kallað Hell- isgerði við Fjarðarhelli. Býst ég við að það nafn sé allgamalt. Þá hygg ég, að þar nálægt hafi staðið fjós það, er um getur í uppmæl- ingarplaggi frá 1870, þegar mældar voru upp húseignir Knudtsons- verzlunar hér í Firðinum. Gerðið mun hafa talizt til eigna þessa verzlunarfyrirtækis og þá einnig verið í eign Bjarna riddara. Knud Zimsen getur þess í bók sinni „Við Fjörð og Vík“. Þangað i’ór faðir hans verzlunarstjóri Knudtzons oft á sumrin í góðu verði og drakk þar kaffi. Þótti börnunum það skemmtilegur túr. Verzlunarstjór- arnir munu hafa haft einhver not af gerðinu. Austast í gerðinu byggði Theodór Árni Mathiesen hús, sem enn stendur. Laust eftir aldamótin settist þar að Gísli Gunnarsson. Fékk hann leyfi verzl- unarstjóra Bryde til afnota af gerð- inu. Var það munnlegt leyfi, eða samningur milli hans og Jóns Gunarssonar. Árið 1912, þegar Hafnarfjarðarkaupstaður eignaðist lendur Akurgerðishjáleigunnar, sótti Gísli um afnot gerðisins með bréfi, sem enn er til. Tildrög þess voru þau, að Gísli átti í félagi við Guðmund Helgason hryssu gráa að lit, afbragðs reiðhross. Var hug- mynd þeirra að afla heyja handa henni af gerðinu, sem þeir og gerðu, þegar Gísli hafði girt gerð- ið, en þá grjótgarða hlóðu þeir ágætu menn ísak Bjarnason í Ós- eyri og Sigurjón Sigurðsson. Gísli ræktaði gerðið og sýndi því mikla umhyggju. Fengust af því, þegar bezt lét í ári, í rigningarsumrum, 20 hestar af töðu. Austan til við húsið setti Gísli niður nokkrar reyniviðarplöntur og döfnuðu þær vel. Það verða að teljast fyrstu trjáræktartilraunir í gerðinu. Tré þessi flutti Gísli með sér, er hann fluttist í hús sitt Suðurgötu 74. Þar er nú fallegur lundur afsprengi þessara reynitrjáa. Árið 1922 hefst svo hin fagra saga Hellisgerðis, þegar Málfunda- félagið Magni hefur þar trjá- og blómarækt, en sú lrægðarsaga hef- ur víða farið og ber vitni þeirra ágætu manna, er þar hafa að unn- ið. Nú sækja þennan stað þúsund- ir manna til að njóta þar unaðs- stunda, við bjarkarilm og rósa. Nú gengur gerði þetta undir nafninu Hellisgerði, skrúðgarður Hafnfirð- inga. Þar er nú samankomin fjöldi trjátegunda, jafnvel Bæjarstaða- skógur á ]>ar afkomendur. í skjóli þessara trjáa þrífast nú suðræn blóm í tugatali. Munu trén og blómin lengi halda uppi nafni „Magna“ og Ingvars Gunnarsson- ar, sem verið hefur ræktunarstjóri frá upphafi og er enn. Hellisgerði er eina gerðið, sem ekki hefur ver- ið tekið undir hús. Það er nú í dag stolt okkar allra Hafnfirðinga. Lýkur hér að segja frá gerðunum í Akurgerðislandi. Hefur hér ver- ið stiklað á stóru, en öll eiga þau miklu lengri sögu og merkari. Verður það að bíða betri tíma að segja þá sögu. Nú situr Saga í Sökkvabekk og sér of heim allan. Mun hún líta hýrum augum til Hellisgerðis, og þó það sé í skjóli allra veðra, mun hún þegar hafa skráð sögu þess, sem um aldir mun standa sem kerti á ljósastikum, svo allir í húsinu megi sjá — og bera birtu víðs vegar. Verðlaunaþraut I: Hvað heita þessi hús og bæir? No. 13 No. 14 No. 15 No. 16

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.