Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 36
36
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
SEX NÝJAR BÆKUR
fyíií aðems 150 krónur
20% afsláttur af verði allra aukabóka útgáfunnar
Félagsbækur vorar og flestar aðrar útgáfubækur eru komn-
ar út og hafa verið sendar umboðsmönnum um land allt.
• Fyrir ársgjaldið, 150 kr., miðað við bækurnar óbundnar, fá félags-
menn að þessu sinni sex bækur. Fjórar þeirra eru ákveðnar af
útgáfunni, og nær valfrelsið ekki til þeirra. Eru það ALMANAK-
IÐ, ANDVARI, VESTUR-ASÍA OG NORÐUR-AFRÍKA og
ÍSLENZK LJÓÐ 1944—1953. Til viðbótar er heimilt að velja
tvær af eftirtöldum fimm bókum:
• TVENNIR TÍMAR, skáldsaga eftir Knut Hamsun. Hanncs
Sigfússon þýddi. *
HESTAR, litmyndabók af íslenzkum hestum. Texti eftir dr.
Brodda Jóhannesson. ‘
SNÆBJÖRN GALTl, ný söguleg skáldsaga eftir Sigurjón Jóns-
son rithöfund.
EYJAN GÓÐA, myndskreytt ferðabók frá Suðurhafseyjum eftir
Bengt Danielsson.
UNDRAHEIMUR DÝRANNA, eftir Maurice Burton. Alþýðlegt
fræðslu- og skemmtirit um náttúrufræðileg efni. Bók þessi kom út
hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1955, en var þá meðal aukabóka.
• Þær framantalinna valfrjálsra bóka, sem þér fáið ekki fyrir félags-
gjaldið, getið þér fengið keyptar hjá umboðsmanni meðan upplag-
ið enclist, á mjög hagstæðu verði, kr. 40,00 bókina ób., kr. 75,00
i bandi.
• Vér leyfum oss að minna yður á að félagsmenn fá 20% afslátt ;*f
öllum aukabókum útgáfunnar. Meðal aukabóka eru að þessu sinni:
ANDVÖKUR St. G. St. IV. og síðasta bindi.
SAGA ÍSLENDINGA, IX. bindi, síðari hluti, eftir Magnús
Jónsson.
FRÁ ÓBYGGÐUM, ferðasögur eftir Pálma Hannesson.
ÞJÓÐHÁTÍÐIN 1874, eftir Brynleif Tobíasson.
HÖFUNDUR NJÁLU, eftir Barða Guðmundsson.
VERÖLD SEM VAR, sjálfsævisaga Stefáns Zweig.
SKÁKBÓKIN, eftir Friðrik Ólafsson og Ingvar Ásmundsson.
ÍSLENZKU HANDRITIN, eftir Bjarna M. Gíslason.
ÆFINTÝRI DAGSINS, þulur og barnaljóð, eftir Erlu.
TVÖ LEIKRIT, eftir Loft Guðmundsson.
HÚS BERNÖRÐU ALBA, leikrit eftir Fr. Garcia Lorca.
• Félagsmenn í Reykjavík eru beðnir að vitja bóka sinna í afgreiðsl-
una, Hverfisgötu 21.
• Þeir, sem kynnu að vilja gerast félagsmenn, snúi sér einnig þangað
eða til Bóakmarkaðsins Ingólfsstræti 8, þar sem allar útgáfubæk-
ur vorar, gamlar og nýjar, eru til sýnis og sölu.
• Nýir félagsmenn hvar sem er af landinu geta einnig klippt út
úr blaðinu og sent oss eftirfarandi pöntunarseðil:
Ég undirrit..... gerist hér með félagsmaður í Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins og æski að fá sendar félagsbækurnar
1958. — Óbundnar (verð kr. 150,00). — í bandi (verð kr. 250,00).
(Nafn) ......................................................
(Heimili) ...................................................
Setjið kross framan við það, er þér óskið.
Sem kjörbœkur vel ég eftirtaldar tvœr bœhur:
Til BÓKAÚTGÁFU MENNINGARSJÓÐS,
fiósthólf 1398, Reykjavík.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
REGLUGERÐ
um barnavernd í Hafnarfirði.
i- gr-
I umdæmi barnaverndanefndar Hafnarfjarðar er börnum yngri en
12 ára bannað að vera á almannafæri eftir klukkan 20 að kvöldi á
tímabilinu frá 20. sept. til 15. apríl og eftir klukkan 22 frá 15. apríl
til 20. sept., nema í fylgd með fullorðnum.
Börn á aldrinum 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri eftir
klukkan 22 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept. til 1. apríl og ekki
eltir klukkan 23 á tímabilinu frá 1. apríl til 15. sept., nema í fylgd
með fullorðnum.
Foreldrum eða forráðamönnum barnanna ber að sjá um, að ákvæð-
um þessum sé íramfylgt.
2. gr.
Unglingum innan 16 ára eru bannaðar óþarfa ferðir út í skip, sem
liggja við bryggju eða á höfninni.
3. gr.
Unglingum innan 16 ára aldurs er bannaður aðgangur að almenn-
um dansstöðum, öldrykkjustöðum og knattborðstöðum. Þeim er og
bannaður aðgangur að almennum kaffistofum eftir klukkan 21, nema
í fylgd með fullorðnum.
Eigendum og umsjónarmönnum jressara fyrirtækja ber að sjá um,
að börn og unglingar fái þar ekki aðgang og hafist þar ekki við.
4. gr.
Engar kvikmyndasýningar, leiksýningar eða aðrar opinberar
skemmtanir, sem börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er ætl-
aður aðgangur að, má halda nema barnaverndarnefnd hafi verið gef-
inn kostur á að kynnast efni þeirra, og ákveður hún þá, að því athug-
uðu, hvort börnum og unglingum skuli leyfður aðgangur að jreim.
5. gr.
Bönnuð er sala á spýtubrjóstsykri (sleikjum) og brjóstsykursstöng-
um, svo og öðrum þeim sælgætisvörum, sem að áliti héraðslæknis og
barnaverndarnefndar geta talizt hættulegar börnum og unglingum.
6. gr.
Bannað er að selja unglingum innan 16 ára aldurs tóbak, gefa
jseim það eða stuðla að því, að þeir neyti þess eða hafi Jjað um hönd.
7. gr.
Barnaverndarnefnd er heimilt að banna börnum að annast blað-
sölu, dreifingu blaða og útburð bréfa, ef henni jjykir ástæða til.
8. gr.
Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er bannað að skemmta
á samkomum, jrar sem aðgangseyris er krafizt, án sérstaks leyfis barna-
verndarnefndar.
Foreldrar viðkomandi barna og forráðamenn skemmtana bera
ábyrgð á, ef út af jjessu er brugðið.
9. gr.
Barnaverndarnefnd helur heimild til að ákveða, að unglingar
12—16 ára skuli bera aldursskírteini.
10. gr.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar jjessarar varða sektum, varðhaldi
eða fangelsi allt að 3 árum. Auk refsingar má svipta menn réttinduin
samkvæmt almennunt hegningarlögum nr. 19/1940, ef miklar sakir eru.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild 1 lögum nr. 29/1947,
um vernd barna og ungmenna, öðlast jiegar gildi.
Barnaverndarnefnd.