Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Side 13
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
13
Sigurjón Arnlaugsson, verkstjóri:
Litið til baka
Sigurjón Arnlaugsson fyrrv. verkstjóri skrifaði eftirfarandi grein í hand-
skrifað blað, sem St. Morgunstjarnan nr. 11 hefur gefið út í s. 1. 35 ár. Sig-
urjón fluttist til Hafnarfjarðar árið 1921. Hann liefur tekið mikinn þátt
í félagslífi hér í bæ. Hann starfaði í St. Morgunstjörnunni, allt þar til heilsa
lians bilaði, í ársbyrjun 1955. Hann tók mikinn þátt í sönglífi bæjarins, var
félagi í Þröstum og söng með þeim lengi. Þá söng hann í áratugi í kirkju-
kór Fríkirkjunnar. Hann stjórnaði og söngkór Morgunstjörnunnar, meðan sá
kór starfaði. Einnig stofnaði hann blandaðan kór, sem hann kallaði „Litla
kórinn". Sigurjón hafði næmt söngeyra og var smekkmaður á söng. Hann
var ákveðinn og góður stjórnari, enda þótt menntun hans á því sviði væri
minni en hann sjálfur hefði kosið. Nú er hann þrotinn að heilsu og kröftum,
en dvelur í bezta yfirlæti með börnum sínum og rifjar upp minningar frá
liðnum árum. Hann er nú 81 árs gamall, Sigurjón flytur félögum sínum,
bæði í stúkunni og kirkjunni, sínar innilegustu þakkir fyrir langt og gott
samstarf og ánægjulega samvinnu á liðnum árum.
G. S.
Ég ætla að skrifa hér nokkrar
línur um sjálfan mig, þó það þyki
máske ekki smekklcgt að gjöra
slíkt. En ef ég væri ofurlítið rit-
fær, sem ég raunar ekki er, gæti ég
ef til vill sagt frá liðinni ævi minni,
því að þó hún sé ekki og hafi ekki
verið viðburðarrxk, er hún orðin
talsvert löng. Hún hefur verið háð
skini og skuggum eins og ævi ann-
arra manna.
Örlögin fleygðu mér inn í þenn-
an heim líkt og sálinni hans Jóns
míns var fleygt inn í lximnaríki.
Samlíkingin er samt ekki góð, því
að Jón fékk hinar beztu viðtökur,
en það fékk ég ekki. Ég er fæddur
austur í Rangáivallasýslu, að Mið-
krika í Hvolhreppi, á nýbyrjuð-
um túnaslætti. Svo vildi til, að ég
fæddist snemma á sunnudags-
morgni, sem var hinn 13. í sumri
og bar í þetta sinn upp á 15. júlí
árið 1877. Nú þurfti að hafa hröð
handtök, svo að dagurinn nýttist
sem bezt til fyrirhugaðra fram-
kvæmda húsbóndans. Foreldrar
mínir voru bæði vinnuhjú á heim-
ili þessu. Móðir mín, Kristín Guð
mundsdóttir frá Litlu-Hólum í
Mýrdal, var fædd 16. ágúst 1812.
Hún hefur því verið nær 36 ára
gömul er ég fæddist, en laðir minn,
Arnlaugur Jónsson frá Nýjabæ í
Þykkvabæ, var fæddur 8. febrúar
18.r9 og hefur því verið á 19. ári.
V r nú sóttur prestur samstundis
:>g tveir heldri bændur úr nágrenn-
inu, presturinn til að skíra, en
bændurnir til að vera skírnarvott-
ar. Að þessu búnu var hinum unga
föður sagt að koma króganum
burtu af heimilinu og vinda bráð-
an bug að, „því að í fyrramálið
verður þú að vera kominn til slátt-
ar kl. 5.“ Sjálfur lá húsbóndinn í
hettusótt. Hann hét Einar, að ég
held. Blessaður faðir minn hvernig
skyldi þér lxafa liðið? i>ú svo ungur,
vinafár, og áttir ekki margra kosta
völ í svo skjóti'i svipan. Eina til-
tæka ráðið var að komast út í
Þykkvabæ til skyldfólksins þar, en
það er að minnsta kosti 35—40 km.
vegalengd og tvö brúarlaus stórvötn
á þeirri leið. Fórstu þetta ríðandi
eða gangandi? Hið síðara þykir
mér líklegra. Svo bar þetta allt
brátt að, að ekki fékk ég að taka
í móðurbrjóst áður en á stað var
farið. Og svo lireinlegur var að-
skilnaður móður og barns, að ég
sá hana ekki fyrr en ég kom hér
suður 17 árum siðar. Einhver góð-
hjörtuð kona tók mig af föður mín-
um, þegar út í Þykkvabæ kom, en
hvernig skyldi föður mínum þá
hafa liðið, uppgel'inn, með mig há-
organdi af sulti og fleiri skiljan-
legum ástæðum.
Ég ætla ekki að hafa fleiri orð
um þetta og annað, sem fyrir mig
kom fyrsta árið er ég lifði. Ég hef
engar enduiminnngar um það sem
betur fer.
Ég mun hafa verið á fjórða ár-
inu, þegar ég fyrst fer að muna
eltir ýmsu. Eitt hið fyrsta, sem ég
man þá eftii', er að faðir minn er
að skilja við mig. Hann hafði mig
með sér þar sem hann var í vinnu-
mennsku, að fyrsta árinu undan-
skildu. Hann fékk einhvexja ó-
þekkta veiki í annan fótinn, eða
öllu heldur í lærið, og vaið á
skömmum tíma algjörlega óvinnu-
fær.
Það voru harðir kostir fyrir jafn
efnilegan mann og hann var, að
verða að fara frá mér svona og
skilja mig eftir þarna algjörlega
umkomulausan. Þetta mun hafa
verið haustið 1881. Hann dó 12.
desember 1885 eftir ólýsanlegar
þjáningar, einkum þó síðasta árið,
sem hann lifði. Vorið eftir að fað-
ið minn skildi við mig sótti fósti'i
minn mig. Það var all-löng leið.
Faðir minn var með mig á bæ
þeim, er Uxahryggur heitir. Hann
stendur á bökkum Þverár í Austur-
Landeyjum, en fóstri minn átti
heima á Brúnum við Eyjafjöll. Ég
man, að hann reiddi mig á hnakk-
nefinu fyrir framan sig yfir stór-
vötn og allslags torfærur, sem voru
á þessari leið. Ekki var rassinn á
marga fiska eftir ferðalagið. Ég
gat með engu móti sezt fyrir blöðr-
um, og þótti það kynlegt háttalag
af mér að vilja heldur standa en
sitja, líklega hefur engum dottið
í hug af hverju ég hegðaði mér
þannig. Loks var ég látinn hátta
ol’an í rúm, varð ég því feginn, en
þá sprakk blaðran, ekki þær sem
voru á rassinum, heldur brast ég f
Sigurjón Arnlaugsson og fjölskylda:
Sitjandi t. f. v. Katrin, Jónína, Steinþóra, Lilja og Soffia. — Standandi l. f. v.
Arnlaugur, Július, Sigurjón, Kristinn og Einar.
grát. Þarna þekkti ég engan mann,
en kallaði nú á föður minn, en
hann var nú langt í burtu og gat
ekki eins og svo oft áður tekið
drenginn sinn í fangið, þegar eitt-
hvað amaði að. Eftir þetta sá ég
hann aldrei framar, en fékk þó
fyrst í stað bréf frá honum, sem ég
auðvitað gat ekki lesið sjálfur. Nú
hafði ég fengið samastað, en þó
föður- og móðurlaus. Fer nú að
skýrast fyrir mér lífið. Ég var af
sumum talinn vera heppinn með
staðinn, og hef máske verið það,
en uppeldið mun hafa veiið hins
umkomulausa, sem von var, tízkan
og hugsunarhátturinn mun al-
mennt hafa verið þannig á þeim
tíma.
Ég ætla ekki að skrifa hér um
uppvaxtarár mín. Þau voru víst lík
og annarra munaðarlausra barna,
enda eru nú flestir komnir yfir
landamærin, sem að uppvexti mín-
um stóðu. Þó ætla ég að geta
tveggja minninga frá bemskuárum
mínum, sem ég aldrei gleymi. Hin
fyrri er um farkennarann, sem kom
í sóknina í fyrsta sinn veturinn áð-
ur en ég var fermdur. Var ég svo
lánsamur að komast í skóla til hans
um mánaðartíma. Þessi kennari
varð okkur krökkunum svo kær,
að við litum upp til hans sem væri
hann faðir okkar. Var hann þó ung-
ur maðui', aðeins 22 ára gamall.
Þessi kennari var Sigurgeir Gísla-
son úr Hafnarfirði, sem er látinn
fyrir nokkrum árum. Vona ég að
Guð hafi tekið honum, þegar hann
flutti héðan, á sama hátt og hann
tók okkur krökkunum í skólanum,
þó einkum mér, þeim smæsta og
umkomulausasta.
Annað, sem festist mér í minni,
og ég aldrei gleymi, var ferming-
ardagurinn minn, þegar við, 9
drengir og 10 stúlkur, stóðum við
altarið í Ásólfsskálakirkju á hvíta-
sunnudag vorið 1891 og sóknar-
presturinn, séra Kjartan Einarsson,
las yfir okkur sína fögru áminn-
ingaxiæðu, og lagði svo sína hægri
lxönd á höfuð okkar hvers og eins
og las um leið ritningargrein eins
og enn tíðkast.
Þetta sama vor hætti fóstra mín
að búa, (fóstri minn var þá dáinn
fyrir allmörgum árum), en dóttir
hennar, Valgerður, tekur við jörð
og búi, en ég fer þá til annarra.
Þegar ég var 17 ára má segja, að
flett sé blaði i lífi mínu. Haustið
1894 flyzt ég hér suður að Faxa-
flóa. Ég vissi þar af móður minni.
Hún átti heima á bæ þeim er Páls-
bær hét. Var hún þar ráðskona hjá
öldruðum manni er Árni hét Lofts-
son. Svo var um talað, að ég yrði
þarna hjá þeim vetrarlangt eða til
næsta vors. Skyldi ég vera matvinn-
ungur til vertíðar, en fá eitthvað
kaup yfir vetrarvertíðina. Ekki var
talað um, hve mikið það ætti að
vera, enda fékk ég aldrei neitt. Rétt
eftir komu mína suður, sem var i