Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 21

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 21
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 21 Ég var einu sinni sendur frá Mosdal í Arnarfirði til Hrafnseyr- ar til að finna prestinn, er þar bjó. Var ég vel ríðandi. Þegar þetta gerðist, Var ég rúm- lega tvítugur að aldri og átti grá- an fola, sem ég reið á í þetta skipti. Var það hinn mesti gæð- ingur, háfættur mjög og satt að segja var engum í minni sveit fært að sitja hann nema mér, enda ég tamið hann og í raun og veru fóstrað hann upp. Var hann aldrei matvana. Þetta var í júní laust el’tir s. 1. aldamót síðla dags. Til þess að fara ríðandi frá Mos- dal til Hrafnseyrar í Arnarfirði, verður að fara inn fyrir enda Borgarfjarðar, sem skerst inn úr Arnarfirði norðanverðum. Þar falla svonefndar Mjólkurár til sjávar. Þegar farin var hin gamla reið- gata, varð að ríða fyrrnefnda á eða ár fast við sjó, og á flóði var oft djúpt að ríða þarna yfir árnar. Nú einmitt í þetta skipti var sjór mjög aðfallinn, reið ég stanzlaust útí ána, og var dýpið á miðjar síður á Grána. Þegar ég kem í miðja ána, verð- ur mér litið niður í hana. Sé ég þá, hvar allt er krökkt af steinbít, virt- ist svo sem sveimaði þarna þykk steinbítstorfa í ánni, sem nú var í aðfallinu mjög sævi blandin. Virt- ist torfan svo mjög þykk, að ekki hrukku steinbítarnir frá, þó hest- urinn özlaði í vatninu. Stanzaði ég smástund í miðri ánni og horfði á fyrirbrigði þetta. Fór nú Gráni minn að ókyrrast og kippa upp fótum á víxl. Ég var með silfurbúna svipu með stórum silfurhnúð á enda. Renndi ég nú svipunni niður í ána og hélt í leðurólina. Skiptir engum togum, að steinbítur bítur strax um hnúð- inn og hífi ég hann þannig upp úr vatninu. Reyndi ég nú að losa kvik- indi þetta af svipuhnúðnum, en það hal'ði bitið sig fast. Danglaði ég nú steinbítnum í aðra lend Grána, en án árangurs að því leyti til, en Gráni tók nú til fótanna og var á augabragði kominn upp úr ánni, og linnti ekki spretti fyrr en við prestssetursdyr á Hrafnseyri. Stóð nú Gráni grafkyrr. Ég átti fullt í fangi með að ráða við klárinn alla leiðina, og eins vildi ég ekki sleppa svipunni, en vafði ólinni um handlegg mér, og alltaf dingl- aði steinbíturinn fastur á svipu- endanum. Þegar ég nú stanza á Hrafnseyri, kemur klerkur út, en alveg í sama mund dettur fiskur- inn laus á hlaðið. Prestur sá aðeins að fiskur þessi lá nú þarna við bæjardyrnar. Hoppaði ég nú af baki og heils- aði honum og sagði honum ferða- sögu mína, sem hann sjáanlega ekki trúði, en með því að sýna lionum svipuhnúðinn og tannaför stein- bítsins á honum, varð hann að sannfærast. En nú sáum við annað, er vakti strax athygli okkar. Báðir aftur- fætur Grána voru alblóðugir og voru bitför eftir þessa tannhörðu fiska víða sjáanleg á afturfótunum. Ég sagði presti, að bezt mundi vera að hann ætti fiskinn, sem var gríðarstór og feitur. Steikti prestsfrúin steinbítinn og hann hafður til kvöldvei’ðar. Kom okkur öllum saman um, að betri steinbít hefðum við aldrei smakk- að. Ég lauk nú erindi mínu við prest, og vildi halda heimleiðis um kvöldið. En ekki var um annað að tala, en ég gisti þar um nóttina og varð það svo að vera. Næsta morgun reið ég svo heim- leiðis. Þegar ég átti svo sem 10—20 faðma að Mjólkuránum, sé ég hvar liggja tveir dauðir steinbítar með stuttu millibili. Sá ég nú að stein- bítar jæssir myndu hafa bitið sig í Grána minn (í afturfætur hans) kvöldið áður, og liann tekið við- bragð það, er fyrr umgetur, en losn- að strax við þá er á land var komið. Fór ég nú af baki, liafði veiðina með mér heim í Mosdal. Þegar ég kom heim í Mosdal, sagði ég heimafólki sögu þessa, en af því að ég var ekki vanur að flvtja rangar lregnir heim til mín, trúði fólk mitt sögu minni, enda bar svipan þess æ merki síðan og gerir enn þann dag í dag. Og þá ekki síð- ur steinbítar þeir, er ég kom með heim og bitför á afturfótum hests míns. Gamall maður í Mosdal, sem ég sagði sögu þessa, sagði að þetta myndi boða stórtíðindi, því í sínu ungdæmi hefði hann einu sinni orðið fyrir því sama, og hefði þá skeð stórtíðindi þar vestra, sem hann vildi ekki segja mér. Ekki lagði ég neinn trúnað á spádóm þennan, en ég ætla það hafi verið síðla sumars, sem margir bát- ar fórust í róðri frá Selárdal, og varð þetta einn liinn mesti slysa- dagur, er um getur í sögu Vest- fjarða, þar sem Selárdalur, sem er yzti byggði dalurinn í Arnarfirði vestanverðum, nær gjöreyddist af vinnandi körlum á einum og sama degi. Ég segi ekki að neitt samband liafi verið hér á milli, annað en til- viljun ein, en staðreyndirnar eru þessar þrjár: Ævintýri mitt í Mjólkurám, spá- dómur gamla mannsins í Mosdal og skipaskaðinn mikli í Selárdal. Þeir sem þetta heyra, mega trúa ef vilja og þá ekki, ef það líkar betur, en svipuhnúðurinn hefur sína sögu að segja, og hve nær sem þú heim- sækir mig getur þú séð tannaför steinbítsins á svipuhnúðnum, þau eru besta sönnunin fyrir sögu minni. ★ Þvi skal aðeins viðbætt, að höf- undur þessara lína sá einu sinni hina margnefndu svipu og bar hún greinilega merki steinbítstannanna, um það varð ekki villzt. Sköturnar upp á Dynjandisfjalli. Þegar ég var ungur, fannst mér alltaf að fjöllin fram af Mosdal í Arnarfirði og upp af Dynjandi hefðu eitthvert seyðandi aðdráttar- afl, og eftir því sem ég stálpaðist óx löngun mín til að kynnast fjalla- auðninni. Mig dreymdi dag og vökudrauma um fjöllin mín þarna í kring. Einu sinni vortíma, þegar ég var á 15. aldursári, var ég sendur gang- andi frá Mosdal inn að Borg, sem stendur fyrir enda Borgarfjarðar. Gisti ég þar um nóttina. Var þetta vortíma, mig minnir í júní. Ég lagði af stað heimleiðis árla næsta dag. Þegar ég kom að Dynj- andisvog, kom yfir mig óstjórnleg löngun að fara nú upp á fjallið, sem Dynjandisfossinn steypist fram af, svo ég fengi svalað margra ára forvitni minni um leyndardóm þann, er ég taldi fjöll þessi geyma. Hugmyndaflug mitt hafði sagt mér að þarna uppi væru stór dýr á l'erðinni, sem forðuðust menn, þarna væru stór vötn full af ein- kennilegum fiskum og loks að þarna byggju tröll og tröllskessur. Veður var gott þennan vormorg- un, glaða sólskin og blíðuveður. Lagði ég þegar á brattann og var fljótur að komast upp þar, sem Dynjandisfoss fellur fram af fjall- inu. Ég fór lengra og lengra inn eftir fjallinu og kom að litlu vatni, sem ég seinna vissi að Eyjavatn heitir. Mig langaði til að sjá meira þarna uppi á fjallinu og hélt í sólar- átt. Kom mér þá í hug að hér myndu risar búa eða útilegumenn. Fór nú að bera þokubakka sunnan yfir fjallið. Og rétt í sama mund kem ég, að mér fannst að gríðar- stóru vatni, sem ég ekki sá suður- yfir, því þoka var nú komin yfir hluta vatnsins. Var ég nú þreyttur mjög og lagð- ist út af rétt á vatnsbakkann og sofnaði ég þarna og mun hafa sofið í fulla tvo tíma. Dreymir mig nú liinn furðuleg- asta draum, sem var eitthvað á þessa leið: Ég þykist koma að áðurnefndu vatni og er það svo stórt að ég sá ekki til lands hinu megin. En nokkuð langt frá landi sé ég hvar tveir menn, sem ég sá strax, að myndu risar vera, voru þar á bát og virtust þeir vera að fiska með færi. Horfði ég lengi á þetta, og var mikill beygur í mér við sjón þessa. Allt í einu sé ég að risar þessir fara í handalögmál í bátn- um og endar það með því að bát þeirra hvolfir og þeir falla báðir í djúpið og taldi ég þá báða dauða. En allt í einu eru þeir komnir á bátinn að nýju og sagan endurtek- ur sig með öllu því sama og í fyrra skiptið. Þannig fór þetta mörgum sinnum og alltaf var end- irinn sá sami. Allt í einu birtist mér kona, sem var gríðarstór vexti og klædd lík- ast því sem skinnföt væru. Ég varð yfir mig hræddur í draumnum, konan sá það og segir við mig, að það sé mér mátulegt fyrst ég sé að forvitnast hér í sínu byggðarlagi, en hún skuli nú samt ekki gera mér neitt mein. Rann þá af mér öll hræðsla og spurði hana strax hvar hún ætti heima og hvaðan stóru mennirnir væru, sem væru á bátnum úti á vatninu. Segir hún mér, að nú sé þetta ekki bústaður sinn alltaf, en var einu sinni fyrir mörgum öldum, áður en nokkur mennskur maður fékk ísland augum litið. Þá bjó ég hér með tveim sonum mínum og það eru þeir, sem leika sér að fiska úti á vatninu og hvolfa bátn- um við og við. Við höfum þann sið að koma liingað í góðu veðri við og við, og lifum upp löngu skeða atburði, sem áttu sér stað fyrir tugum alda. Maðurinn minn barðist við stórt dýr norður í fjörðum og lét þar lífið, en ég bjó hér við vatnið, þar til synir mínir fóru einn fagran vordag til fiskjar út á vatnið. Ég sá þegar þeim misféll, slógust svo að báturinn kantraði og drukkn- uðu báðir. Sorg mín var svo stór að ég kast- aði mér út í vatnið og ætlaði að vaða eða özla út til þeirra, en það varð árangurslaust. Þegar ég var að berjast þarna um í vatninu sótti Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri, skrásetti: *SacjnÍr ci& veótun

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.