Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Side 10

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Side 10
Löngum hefur lækurinn laðað að sér böm. I bakgrunni er hjúkrunarheimilið Sólvangur dvalarstaður margra elstu borgara bæjarins. Prófkjörseðill Alþýðuflokksins vegna bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði 1986 * Raða skal frambjóðendum í 5 efstu sæti framboðslistans þannig að kjósandi merkirtöluna 1,2,3, 4 eða 5 framan við nafn þess frambjóðanda, sem hann vill í viðkomandi sæti. * Kjósa verður í 5 sæti. T ryggvi Harðarson Valgerður Guðmundsdóttir Þórunn Jóhannsdóttir Erlingur Kristensson Guðmundur Árni Stefánsson Ingvar Viktorsson Jóna Ósk Guðjónsdóttir María Ásgeirsdóttir Sigrún Jonny Sigurðardóttir A Iþýöublað Hafnarfjarðar jafnaóarstefnunnar Utgefandi: Álþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstjórn: Árni Hjörleifsson, s. 52453 Sigþór Jóhannesson, s. 5224 l,og Þorvaldur Jón Viktorsson, s. 53056. Ljósmyndir: Jóhann Reynisson Setning og prentun: Steinmark s/f Vertu með í sókn til sigurs Urn mestu helgi hefst af fullum krafti hinn beini undirbúningur Alþfðuflokksmanna í Hafnarfirði fyrir bæjarstjómarkosningamar næsta vor. Pá munu jafnaðarmenn efna til opins prófkjörs, þar sem Jlokksfólk og almennir sluðningsmenn Alþýðuflokksins hér í Firðinum velja fólk til forystu fyrir jafnaðarmenn í bæjarmálunum. Alþýðuflokkurinn er eina stjórnmálaflið í bænum sem viðhefur oþið prófkjör, þar sem sluðningsmönnum gefst kostur áþví að ráðaferðinni, taka um það ákvörðun hverjir munu leiða baráttu Jlokksins í komandi kosningum. Alþýðublað Haftiarfjarðar hvetur eindregið allt stuðnings- Jólk Jlokksins til þátttöku í prófkjörinu. Pað er eftirtektarverl, að á sama tíma og þessi lýðræðislega leið er farin varðandi val karla og kvenna í efstu sæti framboðslista Alþýðu- Jlokksins, þá hyggjast aðrir flokkar fara aðrar leiðir varðandi val á sína framboðslista. Hjá Sjálfstæðisflokki, Óháðum borgumm, Al- þýðubandalagi og Framsóknarflokki em það órfáir einstaklingar úr hinum þröngu flokksklíkum sem hafa um það alræðisvald, Iwemig skiþan framboðslisla skuli vera. Pessir Jlokkar telja það augsýnilega ekki, að það eigi að koma almennum stuðningsmönnum flokkanna neitt við, hverjir korna til með að skipa framboðslista þessara Jlokka. Hjá meirihlutaflokkunum í bæjarsljóm, Sjálfstæðisflokki og Óháðum borgurum eru ríkar ástæðurfyrir þessum einræðistilhneigingum Jlokks- broddanna. Staðreyndin er sú, að innan þessara flokka logar allt í illdeilum og djúpstæður ágreiningur ríkjandi um menn og málefni. Og þeir sem nú hafa tögl og haldir íþessumJlokkum hyggjast keyrayfir alla andstöðu og koma óþægum fulltrúum út á kaldan klaka. En það þarf í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart, þótt Sjálfstæð- ismenn og Oháðir borgarar skuli ráða sínum Jlokksmálum á þennan hátt, að framboðslistar skulu ákveðnir aj'þremur eða fjórum mönnum. Petta er nefnilega mjög í stíl þeirra vinnubragða, sem einkennt hefur meirihlutastjórn þessara Jlokka í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Pað er engin tilviljun aðjafnaðarmenn í Hafnarfirði eru bjartsýnir á þær kosningar, sem framundan em, því á degi hverjum fjölgar í stómm og öflugum flokkiþeirra. Fólk sem áður hefur kosið aðra flokka sérþað í stórauknum mæli, að nauðsyn er á því að ejla jafnaðarmenn til ahrífa við stjórn bæjarmála. Jafnaðarmenn em í mikilli sókn um allt land, hvort heldur er á sviði landsmála eða bæjarmála. Hér í Hajnarfirði er ekki síst þörf á breyttum áherslum, nýjum straumumferskum hugmyndum og lýðræðis- legri stjórnarháttum. Pað gerist aðeins með sigri Alþýðufokksins í komandi bæjarstjómarkosningum. Alþýðublað Hafnarfjarðar skorar á bæjarbúa, sem vilja vegfamf- ara og réltsýni sem mestan við stjórn bæjarmála að fylkja sér um A Iþýðufokkinn. Lesandi góður: Vertu strax virkur í stórsókn AlþyðuJIokksins og taktu þátt i þrófkjör Alþýðufokkins um næslu helgi. Með samhentu átaki getur ekkert komið í veg fyrir góðan sigur Alþýðu/Iokksins bæjarstjórnarkosningunum í vor. Utan kjörstaðaatkvæða- greiðsla Utan kjörstaðaatkvæðagreiðsla fvrir prólkjörið fer fram dagana 28., 29., 30. og 31. janúar kl. 18-19 í Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, 3. hæð. Kjósendum er bent á að merkja á þetta sýnishorn hvernig þeir ætla að greiða atkvæði, og hafa það með sér á kjörstað. Kjörstjóm Mótum stefnuna sameiginlega, gerist félagar í Alþýðuflokknum

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.