Good-Templar - 01.02.1898, Síða 12

Good-Templar - 01.02.1898, Síða 12
28 þó vita, að það sé að eins bvrjunin, að eins upphaf ann- ars rneira, og illa þekki eg þá foringja Hlinar, ef þeir verða lengi að fylla skörð þau, sem kunna að verða á einstöku stað í fylkingu hennar næsta haust. Fyrirgefið hve langorður eg hefi orðið. Z. Bindindisfélög. Auk þeirra 11 bindindisfélaga, sem getið er um í siðasta blaði, að stofnuð hafi veriö á síðastliðnu ári víðs- vegar um landið, hefir »Good-Templar« borizt skýrsla um bindindisfélagið »Viljinn« í Stykkishólmi i Snæ- fellsnessýslu. Félagið er stofnað 5. apríl 1897. Meðlimirnir 1. janúar þ. á. alls 34, t'undir á siðastliðnu ári samtals 9; aðajl undur 28. desember 1897; árstillag karla 1 krória, kvenna 50 aur.; sjóður 1. janúar c. 60 kr. Formaður félagsirs er Sigurður prófastur Gunnarsson; auk hans eru í félaginu ýmsir góðir menn, svo sem Sveinn Jóns- son snikkari, Björn Steinþórsson fj'rv. verzlunarmaður o. fl. Ennfremur hefir verið stofnað bindindisfélag í Stærri- Arsskógwsókn í Eyjafjarðarsýslu 10. janúar f. á.; því or skipt i 2 deildir, fullorðinnadeild og unglingadeild; 20 ára aldurstakmark skilur deildirnar. í eldri deildinni eru 26, í liinni yngri 37. — Sjóð á félagið engan og enginn af meðlimurn þess er í lífstiðarbindindi. Ofdrykkjan er ein af skuggahliðum lífsins. Ilve mörgum heimilúm liefir hún tvistrað, hve mörgum hjóna- skilnaði komið til leiðar, hve tnargar konur gjört óláns- samar, hve margar mæður lagt i gröfina, hve margar systur hryggt, hve marga foreldra leitt í örvæntingu? Enginn getur svarað rétt þessum spurniugum.

x

Good-Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.