Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 1
GOOD-TEMPLAR.
BLAÐ STÓRSTÚKU ÍSLANDS.
II., 4. Aprílmán. 1898.
Með eða rnóti.
Þegar að eins er að rœða utn bindindismálið, má
almennt skipta mönnum í þrjá flokka, eptir því hvern
þátt þeir eiga í þeim umræðum.
Fyrsti flokkurinn er meðmæltur bindindismálinu,
kannast við, að það sé gott og gagnlegt, jafnvel nauð-
synlegt. Sá flokkur hefir gjört sér glögga grein í'yrir á-
fengisnautninni og hinum skaðlegu afleiðingum hennar,
og hann sér það vel, að eina ugglausa ráðið til koma í
veg fyrir þessar illu afleiðingar, er bindindi, algjört bind-
indi. Sumir af þeim mönnum, er þennan flokk fylla, eru
bindindismenn en sutnir ekki; það eru bindindisvinir
utan bindindis, þeir tala vel um bindindismálið, kannast
við gagn þess og yfirburði, styðja það og styrkja, ef svo
ber undir, telja menn á að ganga í bindindi, einkum þá
sem breyskir eru, en geta einhvern veginn ekki komið
sér til þess að ganga í það sjálfir, og geta legið margar
orsakir til þess, sem ekki liggja hér fyrir.
Annar flokkurinn lætur bindindismálið algjörlega
hlutlaust, skiptir sér ekkert af því hvorki til né frá.
Þeim finnst allt bezt sem er, eru vanafastir, kalla ef til vill
bindindismálið óþarfa nýbreytni, en hafa ekki gjört sér
neina grein fyrir þvi, hvort það sé eiginlega gagnlegt
eða nauðsynlegt eða ekki og vilja þar af Ieiðandi engan
dóm á það leggja. Hinn andlegi sjóndeildarhringur þess-
ara manna er mjög svo takmarkaður, nær harla litið út
fyrir þeirra eigin persónu, enda láta þeir flest það al-