Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 4

Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 4
36 engum manni ætti að líðast að gjöra sér að atvinnu, jafn- vel hvað mikið fé sem í boði væri. Atvinna, sem ekkert sannarlegt gott en ótalmargt ilt hefir í för með sér, at- vinna, sem hleður synd ofan á synd, ætti ekki að eiga sér stað hjá neinni siðaðri þjóð. Vér víkjum aftur að því, að lögleiðsla áfengissölu- gjalds mundi alls eigi samsvara því stígi, sem bindindis- málið, bindindissannfæringin og bindindisáhuginn nú er kominn á mjög víða hér á landi. A fyrstu árum bindindishreyfingarinnar, þegar að eins örfá bindindisfélög voru til, sem ekki gjörðu sér far um annað, en að ná í nokkra menn i sinn hóp og höfðu að eins bindindi einstaklingsins fyrir augum, mundi háu áfengissölugjaldi hafa verið tekið með þökkum. En tfm- inn hefir breytst og mennirnir með. Nú eru flestir hugs- andi og skynjandi menn á landinu, er það mál hata nokk- uð kynt sér, orðnir þeirrar skoðunar, að eina ráðið til að losna við hinar illu afleiðingar áfengiskaupanna og nautn- arinnar sé að losna við áfengið sjállt, gjöra það land- rækt, hleypa því ekki inn fyrir landsteinana. Menn eru alt af að sannfærast betur og betur um það, að svo lengi sem áfengi er alment haft á boðstólum, svo iengi verður þess neytt þrátt fyrir alla bindindishreyfinguna, en með- an þess er neytt, á meðan fylgja þvf afleiðingarnar; það er tækifærið, það tækifæri, að geta alt af náð í áfenga drykki, sem eykur lystina og gjörir menn að drykkju- mönnum, en alis ekki þörfin, sem í sjálfu sér er ekki til, en að svo miklu leyti sem mönnum finst hún vera til, hefir hún skapast með nautninni. Að firra þjóðina á- fengisbölinu með því að toga menn, einn og einn í senn, burtu frá áfenginu, verður aldrei annað en kák i þessu máli, eina ráðið er að taka áfengið frá þeim, svifta þá áfenginu, láta þá ekki ná í það. Þessi skoðun á bindind- ismálinu, þessi sannfæring um iækning áfengisbölsins, er orðin svo almenn bæði hjá bindindismönnum og öðr- um, að hún má heita orðin þjóðarsannfæring. Þeir eru orðnir tiltölulega mjög fáir, sem ekki aðhyllast þessa skoðun, og er það sumpart af því, að þeir hafa ekkihaft

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.