Good-Templar - 01.03.1899, Síða 5

Good-Templar - 01.03.1899, Síða 5
37 hirðu á eða vilja tii að kynna sér bindindismálið, þeir þekkja það ekki, ellegar það eru þverhöfðar, sem hvorki vilja þekkja neitt né skilja þessu máli viðvíkjandi, vilja ekki láta sannfærast. — Að fara nú að bjóða þjóðarvilj- anum, eins og hann er orðinn í bindindismálinu, ný sölu- leyfidög, að ætla sér að fara að sœtta þjóðina við áfeng- isverzlunina með nokkurs konar milligjöf eða meðgjöf, stinga upp í hana eins lionar dúsu, til þess að hún þegi og umberi enn þá með þolinmæði afleiðingar áfengisverzl- unarinnar ofan á alt sem á undan er lcomið um ómuna- tið af hennar völdum, það er langt á eftir tímanum; það er um seinan, sem betur fer. Þjóðin hefir á hinum síð- ustu árum öðlast svo mikla og góða þelddngu á áfenginu og áfengisverzlaninni, að hún sættir sig hóðan af ekki við neitt annað en að losna við áfengið eða að minsta kosti við áfengissöluna. Nokkrir kaupmenn vorir eru þegar liættir að flytja áfengi inn í landið til sölu, og hafa þeir flestir tekið það upp hjá sjálfum sér. Þannig hefir tvö síðastliðin ár ekki verið fluttur 1 pottur af áfengi til sölu til Olafsvíkur, Flateyjar, í Skarðstöð eða Hornafjarðarós. Ibúar þessara verzlunarstaða og héraða þeirra, er þangað sækja verzl- un, una þessu hið bezta. Ait bendir þetta í sömu áttina, að þjóðin, og þar á meðal margir kaupmennirnir líka, vilja losna við áfengið. Sannarlega væri það ótímabær burður að fara nú að gefa út lög, er héreftir eins og hingað til leyfðu áfengissölu a þessum stöðum. Væri ekki nokkru nær og samkvæmara vilja ibúanna að gefa út lög, sem bönnuðu algjörlega um aldur og æfi alla áfeng- isverzlun á þessum friðuðu blettum? Og livers ættu þeir að njóta, að verða einir þessara ómetanlegu hlunninda aðnjótandi, eða eru það kaupmennirnir, sem eiga að hafa vit fyrir þjóðinni? í fjölmennustu sýslu landsins, Arnessýslu, er um þessar mundir verið að safna undirskriftum undir áskor- anir til kaupmanna sýslunnar um að hætta að flytja á- fengi til sölu í verzlanirnar. Hefir sú málaleitau fengið þe gar mikið góðan byr, og telja kunnugir allar likur til,

x

Good-Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.