Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 2

Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 2
34 svara því stigi, sem bindindisáliuginn og hugsunarháttur þjóðarinnar gagnvart áfenginu nú er kominn á. Skiftar geta verið og munu ef til vill verða skoðan- irnar um það, hver lög mundu verða hagfeldust og hyggi- legust í þessu efni eins og nú stendur á, með því að sumir vilja halda lengra aðrir skemur; sumir vilja auð- vitað helzt fá algjört aðflutningsbann lögleitt þegar í stað, aðrir að eins lítilfjörlega hækkaðan áfengistollinn og enn aðrir eitthvað þar á milli; en um eitthvað verða menn að koma sér saman, að öðrum kosti verður ekkert úr neinu, situr alt við það sem er. Það er alkunnugt, og þess verið getið áður hér f blaðinu, að von er á áfengisfrumvarpi frá stjórninni. Þeir, sem kunnugastir þykjast vera, segja að þetta frum- varp stjórnarinnar eigi að stefna í þá átt, að selja leyfi til áfengisverzlunar, þannig, að nýir kaupmenn geti því að eins fengið leyfi til að verzla með áfengi, að þeir kaupi til þess leyfisbréf til 5ára i senn. Auk þess skulu bæði þeir og aðrir, er áfengi selja eða veita, hvort held- ur eru eldri kaupmenn eða veitingamenn, greiða árlegt gjald til landssjóðs fyrir áfengissöluheimildina. Það hefir verið fundið að slikum lögum, að þau dragi ekki úr áfengiskaupunum og áfengisnautninni nema fyrst í stað, en eftir nokkur ár verði alt komið í sama horfið aftur, að þau færi upp verðið á áfenginu og gjöri kaupendurna þeim mun fátækari, og að flytjendur, og selj- endur áfengisins muni gjöra hina áfengu drykki því verri og óhollari, sem þeir neyðist til að hafa þá dýrari, til þess að leggja sem minst í sölurnar og til þess að geta selt þá fyrir hæfilegt verð, er kaupendur vilji ganga að. Auk þess er á að líta í þessu sambandi, hve rík bind- indissannfæringin er orðin hér á landi, bindindisáhuginn almennur viðast hvar og hugsunarháttur almennings gjör- samlega breyttur frá þvi sem áður var. svo breyttur, að nú þarf víða hvar eigi nema littlfjörlega hreyfingu til þess að hrinda Bakkusi algjörlega af stóli. Vér eigum að vera og erum — með öðrum orðum — komnir svo langt, að vér getum eigi látið oss lynda neitt kák. En

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.