Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 3
35
að ætla sér að útrýma áfengisbölinu með leyfisgjaldi er
og verður aldrei nema heimska, það er fákænlegt kák,
ónýt skottulækning. Þjóðin er það langt komin í bind-
indismálinu, að hún hlýtur að sjá það og skilja.
Hið eina rétta sjónarmið, hin eina rétta skoðun er
sú, að það sé algjörlega rangt að leyfa áfengissölu.
Afengissalan og áfengisnautnin hafa svo marga og mikla
annmarka og ókosti í för með sér, sem oflangt yrði hér
upp að telja, að vér hikum eigi við að telja sölu þeirra
siðferðislegt ranglæti gagnvart einstaklingnum og þjóðinni
og vér fáum eigi betur séð, en að það sé að bæta gráu
ofan á svart, er menn hugsa sér að láta það verða að
þjóðaratvinnu að leyfa átengissölu, og má í þessu sam-
bandi einu gilda, hve hátt gjaldið er, sem sett er upp á
slíkt leyfi. Vér fáurn og eigi betur séð, en að það sé
viðurkent með þeim áfengislögum, sem þegar eru til, að
áfengissalan sé ranglæti, eí eigi beinlínis glæpur, gagnvart
þjóðfélaginu, gagnvart mannfélaginu, og ætti því ekki að
eiga sér stað. Löggjöf landsins liefir þegar lýst það
rangt að selja áfengi á helgum dögum, dæmt það sið-
spillandi og ósamboðið kristnum mönnum og þess vegna
bannað það. Hún hefir lýst það rangt að selja ungling-
um, yngri en 16 ára, áfenga drykki, og þess vegna bann-
að það. Hún hefir dæmt það rangt gagnvart atvinnu
manna og eigum að selja áfengi í sveitum, og því er
sveitaverzlurum bönnuð áfengisverzlun. Hún hefir dæmt
það rangt að stuðla til þess að embættismannaefni lands-
ins neyti áfengis og því eru áfengisskuldir þeirra ólög-
mætar o. s. írv.; alt virðist þetta benda í sömu áttina,
að i sjálfu sér sé að dómi löggjafa vorra réttast að banna
alla áfengisverzlun; hér vantar að eins herzlumuninn,
vantar að eins að stíga sporið til fulls. Ef vér svo jafn-
framt höfum hugfastar allar hinar illu afleiðingar áfeng-
issölunnar og hið algjörða gagnsleysi þeirrar verzlunar
annars vegar, þá sannfærumst vér þvf betur um það,
Því betur og lengur sem vér hugsum það mál, að hið
eina rétta er að leyfa alls eigi slika verzlun. Afengis-
verzlunin er, þegar á afleiðingarnar er litið, sú óhæfa, sem