Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 6
38
að þorri kjósenda skrifi undir þessa áskorun, í sumura
sveitum jafnvel hvert mannsbarn, er á kjörskrá stendur.
Hér kemur fram enn ein sönnun fyrir þessum sama þjóð-
arvilja, sýslan vill losna við áfengissöluna. Samskonar
áskoranir mundu vera komnar fram í öllum öðrum sýsl-
um iandsins, ef menn hefðu treyst því, að þær kæmu að
tilætluðum notum.
Loks er síðasta ástæðan til þess, að vér getum eigi
aðhylst sölugjaldslög, sú, að slík lög mundu innan skamms
verða þvi til fyrirstöðu, að þjóðin fái viija sínum fram-
gengt. Það er enginn efi á því, að innan skamms heimtar
þjóðin áfengissölubann, og ef sölugjaldslög eru þá komin
í gildi, er ekkert liklegra, en að áfengisvinir og andstand-
endur sölubannslaga bendi á hin nýju iög segjandi: Þér
hafið nýfengið áfengislög, þau eru fullgóð handa ykkur
fyrst um sinn, og landssjóður má ekki missa tekjurnar
af leyfissölunni.
Samkvæmt öllu framansögðu getum vér ekki kom-
ist að annari niðurstöðu en þeirri, að næstu áfengislögin,
sem hin islenzka þjóð eigi að fá, lög, sem samsvara vilja
þjóðarinnar og núverandi stigi bindindismálsins, séu hrein
og bein xölubannslög.
Andmælin.
iíigi keinur oss bindindismönnum til hugar, að áfengisvinir
taki þegjandi á móti sölubannslögunurn; vór vitum rneð vissu^ að
þeir muni hefja audmœli gegn þeim bœði í ræðum og riturn, bæði
í héraði og á þingi, enda eigi laust við, að þegar só farið að brydda
á þeim; en vér fáum eigi séð, að þau andtnæli geti verið á næg-
um rökum bygð eða orðið hættuleg fyrir framgang málsins,
Fyrstu og helztu andmælin verða auðvitað bygð á tekju-
rýrnun landssjóðs við sölubannið, sem öllum kemur sanian um að
bæta verði hontrm upp á einhvern hátt og þá helzt með nyjum
eða breyttum tollálögum. Bent hefir verið á ofboð einfalt ráð, til að
bæta latrdssjóði tekjuhallann, en það er nteð því, að ltækka tóbaks-
tollinn að sama skapi og áfengistollurinn minkar. Það virðist vel