Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 12

Good-Templar - 01.03.1899, Blaðsíða 12
u sem hiinn komst, og hafði að kvöldi dags grætt á söl- unni 1 kr. 25 aura. Stórstúkan vildi helzt að undirstúk- urnar færu að eins og drengurinn, keyptu fyrirlesturinn, og seldu hann svo aftur, og er viss um, að þegar ein- hver stúka er búin að græða 1 kr. 25 aura á sölunni, að þá heflr málefnið okkar grætt á henni 2 lcr. 50 aura. Vér þurfurn að útbreiða fyrirlesturinn eins mikið og unt er fyrir næsta þing, og fyrir næstu kosningar. Nokkurum strykum hærra upp í vindinn stýrir Reglan nú en bún heflr gjört áður. Vér höfum áður beðið um héraðasamþyktir. I daglega lífinu hefir verið barist fyrir því, að fá kaupmenn til að hætta við að flytja vínföng til sölu, og það hefir tekist vonum framar. Nú eru til nokkurir kaupstaðir sem ekki flytja vínföng. I Dalasýslu gjörir sýslumaðurinn alt sem hann getur til þesss að fá þessháttar áskoranir upp gegn vín- flutningnum á Hvammsfjörð og í Arnessýslu gjöra prest- ar það sama, gagnvarf verzlununum þar að sagt er, með miklum árangri. Það þykir næstum víst, að Skaftfell- ingar mundu geta lokað kaupstöðum sínum fyrir áfengis- verzlaninni, ef áskoranir einar nægðu til þess. En því skyldi það ekki nægja, ef verzlunarmenn segja við kaup- mennina: »Ef þú verzlar ekki með áf'engi, þá verzla eg við þig, annars gjöri ég það ekki«. Reglan, sem hefir nú fest f'ót svo víða, stýrir betur upp í vindinn; vér vilj- um fá vínsölubann, þannig, að áfengissala og pantanir fyrir aðra, sé bönnuð, en verzlunin með það sé aðeins leyfð i lyfjabúðum og eftir læknisráði, en einstökum mönnum ekki bannað að panta vínföng handa sjálfum sér. Fyrir þessu ættum vér að berjast þa ígað til það er fengið. Því máli verðum vér að koma inn á alla þing- málafundi, og á kjörþingin næst. í því skyni verða sendar út áskoranir um alt land, og þeim sem berjast f'yrir málinu verða lagðar helztu ástæðurnar í munn í grein, sem stendur hér i blaðinu. Hvernig mundir þú berjast? í tölu, sem Sverrir konungur hélt fyrir bardagann á Iluvöllum, sagði hann liðinu sögu af gömlum manni, sem

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.