Good-Templar - 01.05.1900, Page 13

Good-Templar - 01.05.1900, Page 13
65 10 nýir meðlimir, og þar að auk lofuðu nokkrir aðrir að gerast meðlimir hennar á næsta fundi, sem og líka varð, því á þeim fundi voru teknir upp í stúkuna 4 nýir meðlimir. Það má því segja, að stúkunni hafi heldur farið fram en aftur nú um tíma, og vér vonum, að framför hennar heldur eflist fram- vegis, eftir því útliti, sem nú er. Yér þykjumst vissir um, að þetta hefir verið að þakka fyrirlestrinum, og erum því i mesta máta þakklátir þessari háttvirtu systur vorri fyrir komuna og starfið hér. Vér óskum, að þessi ianga ferð hennar blessist sem bezt, og henni gangi alt að óskum, því þá erum vér vissir um mik- inn sigur í bindindismálinu." Hlíð f Álftaf. 3. Maí 1000. Af félagi voru er heldur gott að frótta, það hefir nú um eða nær 80 meðlimi. Yitanlega er margt af þeim ungir menn, enda leggjum við mikla stund á að ná þeirn í félagið. Því bæði gengur seint að ná gömlu berserkjunum og svo reynast þeir lausir á svellinu. Þó eru yfir höfuð að tala fátið brot í félaginu, þótt ekki sé sektarfé, heldur áminningar. Ileldur virð- ist oss reynslan, svo lítil sem hún er, vera farin að sanna, að in nýju vínfangalög nái varla tilgangi sínum, nema ef vera skyldi, að þau hjálpuðu til að hefta ólöglega vínsölu til sveita, sem því miður mun hafa bóiað á helzt til víða. Lögin eru í einu falli ranglát; þau flytja atvinnu af þeim, sem siður máttu missa hana, á þá ina ríkari, svo þeir selja nú í miklu stærri stíl, smá-bændurnir farnir að taka, nokkrir saman, heilar tunnur, svo di'ykkjuskapurinn verður miklu svæsn- ari, en meðan það var keypt í smáskömtum. Aidrei held ég að ég geti prísað lagasmiði þjóðar vorrar fyrir þriggjapela-skamtinn af brennivíni í einu. Áður fengu þessir blessaðir brennivíns-heimskingjar keypt á pelaglas, og margur lét sér nægja það; af einum pela gat enginn orðið fullur. En af þriggjapelaflösku geta rnenn orðið svínfullir, eink- um sóu menn svangir eða illa til reika. Ég hefi oft heyrt suma segja, þegar menn hafa sagt við þá, að þeir væru drukknir núna: „Það gerðu lögin, ég varð að kaupa þriggja-pelaflösku, og úr henni drakk óg, því lystin var nóg! “

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.