Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 1

Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 1
tíl V. ÁRGr. REYKJAYÍK, DES. 1901. 12. BLAÐ. Gleðileg jól. Jólin, hátið gleðinnar og fiiðarins, fara í hönd. Innan skamms hljómar enn á ný frá vörum miljóna manna víðsvegar um allan heim óskin um gleðiíeg jól. Innan skamms hringja kirkjuklukkurnar i öllum kristnum iöndum inn þessa friðarins hátið, flytjandi fagna.ðarhoðskap og frið á jörðu,—, fögnuð og frið fyrir háa og iága,, ríka og fátæka, unga og gamia, fögnuð og frið fyrir sérhverja. kristna mannssál í viðri veröld. Engin mannleg tunga fær lýst aliri þeiri i gioði, allri þeirri sæiu, öllum þeim friði, sem þessi hátið flytur i skauti sínu. Enginn maður fær talið öil þau hjörtu, sem hrifin oggagntek- in verða af hátíðleik þessarar stundar, er hinn guðlegi kærleik- ur sjálfur íldæddist mannlegu holdi og tók sér bústað meðal vesalla manna. Enginn maður fær skynjað öll þau lofgjörðar- og þalddætis-andvörp, sem stíga upp frá hjörtum kristinna manna við íhugun þessa gleðiboðskapar. En enginn fær heidur lýst aih i þeirri sorg, allri þeii ii van- sælu, allri þeirri órósemi, sem hreyfir sér í hjörtum ótölu- legra þúsunda kristinna manna, einmitt á þessari blessuðu fagnaðar- og friðar-hátíð. Enginn fær talið öll þau angistar- kvein og neyðarandvörp, sem stíga upp frá hjörtum fjölmargra manna, einmitt þá, þegar þeir heyra boðskapinn um fögnuð og frið, sem viðkemur öllu fólki. Því er sem sé svo varið, nð búi harmur og angist í hjartanu, þá verður sársaukinn því meiri, þess hátíðlegri sem stundin er, þess inniiegri sem gleðin er alt í kring um mann. „Hví geta aliir aðrir verið glaðir og ánægðir, þegar eg vorð að bera svo þungan harm?“

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.