Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 9

Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 9
149 kunni eg sjáltur nokkuð, þyí eg hefi lengi álitið að það væri íegursta ástarkvæðið á málinu. Eg fann að vegurinn sem við höfðum farið um daginn, lá yfir sjálft leiksviðið þar sem at- burðurinn, sem kvæðið er ort líf af, fór fram á fyrri hluta síðustu aldar. Til vinst.ri handar í dalnum réttir fjallið fyrir ofan Hraun átján steinfingur til himins; það eru Hraundrangar, sem eru nógu háir til að hylja sói og ástarstjörnur fyrir svein- um í djúpum dal. Öxnadalurinn og heiðin eru myndirnar, steini studdar, sem koma í kvæðið „Ferðalok", þegar það verður gefið út skrautprentað, með mynd við hverja eða aðra hverja vísu. Næstu eift þúsund ár mnnu margir elskendur fara veginn vestan yfir heiði og norður Öxnadal. Engan mun furða þótt piltur og stúlka sem fara um heiðina undir þeim kringum- stæðum renni augunum upp í hliðina, þar sem gamli vegurinn lá, eins og til þess að vita, hvort þau sjái ekki ungan mann og unga stúlku tina blóm yfir höfði sér. Þegar jódynurinn bergmálar frá hlíðunum aftur, mætti vera að þau svipuðust um: „Hló enginn á heiðinni?" Öld eftir öld munu elskend- ur fara veginn, og meðan það mál er skilið á íslandi, sem við tölum nú, mun allmikill þorri þeirra þekkja „Ferðalok" Jónasar, og sjá með andans augum Jónas ungan og ungfrú Reykjahlíð sitja á einhverjum árbakkanum og hann greiða henni lokka. — Skyldi eitthvað af þessu ófædda ferðafólki setjast á árbakkann, þar sem sjónin hvarf út í loftið, til þess að kasta blómum og blágrösum út á strauminn, og vilja ráða örlög sín af því, hve lengi blómin þeirra beggja yrðu samferða, þá viljum við óska þess, að þau fljóti samsíða svo langt sem augað eygir. Akureyri. Akureyri séð frá pollinum lít-ur svipað út og mynd af Algier. Aðal-húsaröðin er með sjónum, og bærinn er að byggjast upp brekkuna, þar sem útsýnið er fegurra. Yið sam- ferðamenn settumst að á Hótel Akureyri, sem er fyrirtaks gistihús. Akureyri hefir um langan aldur tekið öðrum kaup- stöðum fram í þeirri grein. Undir eins og eg var kominn á Akureyri, hafði eg nóg að starfa, að heimsækja Templara og heldri menn bæjarins, og sjá stúkurnar, sem eru þar. Eg kom klukkan 7, Klukkan 9

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.