Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 6

Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 6
146 augað þoldi ekki að horfa á þau, og hvildi sig á gvænbleikum engjabreiðum og slegnum túnum. Mörg þúsund hendur voru að verki um daginn bæði á láglendinu ogí hliðunum, reykirnir stigu upp frá meira en hundrað heimiium, en eg sinti því ekki, eg hélt áfram, og sá, og horfði, og sá. j?arna var það alt, Drangey, Héraðsvötn, Hlíðarnar, Mælifellshnjúkminn, og fjöilin tær, heið og íjólublá. Alt þetta hafðí einu sinni verið öll veröldin í mínum augum. Eg hefi oft í huga mínum líkt Sk’agaflrði við hreiður. Ungun- um er klakið þar upp þúsundum saman, og í tugum og hundruð- um fljúga þeir úr hreiðrinu, þegar þeir eru vaxnir upp. -— Frá 1200 — 50 var hóraðið arnarhreiður, það barðist með Húnvetn- ingum um yfirráðin á íslandi. Þegar höfðingjar þeirra voru komnir á þing eða til bardaga með 700 velvopnaða og velhest- aða menn, þá var sigurinn vís. Svo mikið stórerfiði var hér- aðsstjórnin þá, að af fjórum Ásbirningum, sem höfðu hana á hendi hver fram af öðrum, varð enginn eldri en þrjátíu og fimm ára, tveir þeirra féllu í bardaga, hinir dóu heilsu- lausir og útslitnir á sál og líkama 35 ára. Til frægðar skal höfðingja hafa, en ekki langlífis, mun hafa verið orðtakið þá. Þessi héruð voru þau einu á landinu, sem skildu það í þá daga, að nauðsyn var að borga héraðsstjórn. Skagfirðingar skilja það enn í dag, og eru þeir einu sem hafa lagt á sig fríviljuglegan skatt til að brúa allar árnar í héraðinu; það er herkostnaðurinn þeirra. nú á dögum, þau gjöid þarf aldrei að taka lögtaki. Ailir borga með. fúsu geði peningana, sem ganga til baráttunnar við hin rennandi vötn. — Sveitungar mínir og Norðanmenn yfirgáfu hreiðrið með Jóni sínum Ara- syni hvað eftir annað. Vinnumenn að norðan hefndu hans suður á Miðnesi; það voru síðustu Lilraunirnar tii að gera einn heiian úr fjórða hluta landsins. Þeir voru í þá daga ekki ánægð- ir með að gera úr fjórða lúuia liálft, eins og lárviðarskáldið segir. — Það voru Skagfirðingar sem fóru „Norðurreið". — Ef 1200 aljárnaðir gæðingar þaðan með 600 manns á baki sér skyldu einhvern tíma eiga eitthvert eiindi til Reykjavíkur til þess að leiðrétta þar eitthvað í löggjöf eða landsstjórn, þá vona eg að það verði ekki fyr en eftir minn dag. Á 19. öld fóru ungarnir að fljúga aftur úr lueiðrinu hver á fætur öðrum. Eg skal að eins minna á Baldvin Einarsson,

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.