Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 7

Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 7
147 syni Péturs prófasts á Víðivöllum þrjáj og Konráð Gíslason. Pað sem íslendingar eiga af Albert Thorvaldsen, það eiga Skag- firðingar; ættmenn hans búa enn í Skágáfírði. Hundruðum saman hafa þeir farið til Vesturh ims. Pe'gar hafísþokan kem- ur yfir vorþrána í fólkinu þar á vorin, þá una þeir ekki leng- ur í hreiðrinu. Þeir spyrja þá iíklega: „Hvar fáum við að sjá sól?“ og yfirgefa heimilið, hestana sína og graslendið til að láta sóiina skína á sig vestur á preríunni í Kanada, eða hjá Winnipeg-vatninu. En að þeir skuli ekki taka hest.ana sína með sér, og ala upp stóð á preríunni! — Góð stóðmeri í Skagafirði er á við 10 hundr. kót. Leiðin sóttist smátt og smátt fram Skagafjörðinn. Eg sá aila bæina, þar sem eg var kunnugastur, þegar eg átti þar heima. Eg gat mælt Héraðsvötn meö áugúnum, þar sem við móðir mín höfðum sundhleypt, þau, þegar hún var sextug. Sólin var að koma í vestrið og skein i heiði og sólargeislarn- ir steyptust eins og ómælandi foss niður í hreiðrið. Eg sá reykinn í Reykjarhólnum og fyrir austan hann Krossanes, þar sem eg er alinn upp, enn norðar Húsabakka, þar sem eg er fæddur. Um nónbilið kom eg að Frostastöðum til Gísla Porláks- sonar og Sigríðar Magnúsdóttur. Húsfrúin og eg erum bræðra börn. Eg sá þar Maríu Hannesdóttur móðir hennar, sem er ekkja eftir föðurbróður minn. María er 84 ára, og næstum alveg eins og hún var fyrir 32 árum. Hún kvartaði yfir því að mér hefði farið affcur síðan. Mér kom það hálf-illa, og sagði henni svo frá því að þá um daginn hefði eg komið á bæ, og þegar eg fór til hestanna út úr bænum, þá tautaði roskin kona í bæjardyrunum við sjáifa sig: „Mikið andsk . . . er maðurinn laglegur" en hún sá víst ilia, því henni var ilt i augunum. María benti mér á það að sú kona hefði víst verið blind, og eg varð að sitja með hennardóm í málinu — Fiskisagan um að eg væri kominn í Skagafjörð var flogin á undan mér upp eftir héraðinu. Sigríður Magnúsdóttir hafði sett hest undir Solveigu bróðurdóttur mína og sent hana til Halidórá bróður íníns með þau boð að. mín væri von um dag- inn. Eg var á Frostastöðum nokki.a stund i miklu yfirlæti og Gísli Forkeisson reið með mér frarn að Syð^tu-Grund til Halldórs bróður míns, Á leiðinni komum við í Héttarholt til

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.