Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 11

Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 11
151 borðs. Þótt sá maður væri talinn flestum öðrum heimskari fyrir 30 árum, sem vildi banna aðflutning áfengra drykkja, þá væri nú svo langt komið, að embættismenn úr Reykjavík, og það ekki þeir heimskustu, tækju sér langar ferðir á hendur til þess að stuðla að því að áfengisflutningur tii landsins verði bannaður, og til að fá menn á þá skoðun, að vór íslendingar ættum að kasta út. kútnum, svo fólk hætti að drukna af hans völdum. Daginn eftir var eg mest með Matthíasi Jochumssyni, fyrst heima hjá honum, og síðan gengum við þai' milli húsa og heim- sóttum marga. Lárviðarskáldið gengur eins og padda, og fer hægt yfir, nema þegar hann gengur á bragar-fótum, en þess lengur fékk eg að njóta þess að heyra hann tala um alt sem honum kom í hug. Nœsta Stórstúkuþing á Akureyri. Á hverjum klukkutíma, sem eg var á Akureyri, styrktist eg meira og meira í þeirri skoðun, að næsta stórstúkuþing ætti að haldast á Akureyri. Þessar ástæður eru þær helztu fyrir því: Síðasta stórstúkuþing samþykti þessar tillögur: „Næsta stórstúkuþing só lialdið vorið 1903,“ og: „Næsta þing só háð á Akureyri, ef framkvæmdanefndin sór það fært“. — Öll þau ár, sem eg hefi verið formaður Reglunnar, hefi eg gert mór far um að framkvæma hverja stórstúkusamþykt sem gerð hefir verið, með því trúlyndi við þingið, sem mér var framast unt. Stór-ritari og framkvæmdanefnd hafa ávalt verið mér samhent í þessu atriði, og eg get varla efast um að eins verði nú. í öilum löndum, þar sem Reglan hefir fest rætur, er það venja að halda stórstúkuþing á ýmsum stöðum; það er álit- ið, að umdæmið, þar sem þingið er haldið, hafi hag af þing- haldinu. Hér á landi ætti þingið að vera annað hvort skiftið í Reykjavík, en annað hvort skiftið á Akureyri, ísafirði eða Seyðisfirði. Það er svo fjölment, að því verður ekki komið niður í litlum kaupstað. — Reglan kom fyrst til Akureyrar. 188G koma þeir hingað til að stofna stórstúkuna, og skila öllu í hendur Reykvíkingurc, eða Sunnlendingunr, og þar hefir það verið síðan. Við Reykvíkingar höfurn liaft einkaróttindi tii

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.