Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 2

Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 2
142 verður manni á að spyrja. Þetta gerir byrðina margfalt þungbærari. Og af öllu því böli, sem særir hjörtun svo djúpum sárum, ef til vill banvænum sárum, á þessari fagnaðarhátið, er ekkert eins alment og drykkjuskaparbölið. Þegar granhkonurnar taka að búa sig undir jólin, þegar þær fagna jólunum með ótal Ijósum, skrauti og viðhöfn, þá, einmitt þá finnur konan drykkju- mannsins svo sárt til þess, hvers hún verður að fara á mis sakir ofdrykkju mannsins hennar. Þegar nágrannabörnin heilsa jólaljósunum með fagnaðarsöngvum, þá finna börnin drykkju- mannsins til þess, finna til þess svo sárt, að það fær engum fullorðnum í hug komið, hve dapurt og gleðisnautt þeirra líf er. Því hjá þeim eru engin jól, engin jólaljós, engin tilbreyt- ing. Og þegar drykkjumaðurinn sjálfur sér alt þetta, er þá að undra, þótt hann finni sáran sting inst inni i hjarta sínu? Er þá að undra, þótt hann noti það eina ráð, sem hann þekk- ir, eða sem hann hefir notað um langan tíma, til að losast við þennan sting, ráðið: að drekka aftur? Slík er jólagleðin á fjölda mörgum heimilum víðsvegar um hinn kristna heim. Slík er jólagleðin á fjölmörgum heimilum einnig hér á voru landi, og þó án efa miklu dauf- ari en hér er lýs.t. Því er það, að vér nú, urn leið og vér óskum öllum les- endurn vorum af hjarta gleðilegra jóla, viljum leyfa oss að beina til yðar allra — allra þein-a, sem starfað hafa eða starfa vilja fyrir málefni vort, eða vilja því vel, — þessum orðum: Flytjið jólagleðina inn á heimili drykkjumannanna! f’ér getið gert það. Svo framarlega sem hin sanna jóla- gleði býr í hjörtum sjálfra yðar, getið þér gert það. Þér getið ef til vill ekki gert manninn að bindindismanni þegar í stað, en flestir yðar geta glatt konuna hans eða börn- in hans með einhverju; þér þurfið ekki að færa þeim stór- gjafir, að eins sýna það, að þér munið eftir þeim. Þau eru ekki miklu vön, og verða því glöð yfir litlu. Og eitt getið þéi' allir gert, enda þótt þér hafið ekkert að gefa. Þér getið verið vingjarnlegir við þau, og þór getið talað við þau um það er þéi' hyggið, að helzt muni veita þeim sanna og saklausa gleði. Þér getið með orðum og eftirdæmi reynt að leiða

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.