Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 8

Good-Templar - 01.12.1901, Blaðsíða 8
148 leikhróðui míns Rögnvaldar Björnssonar, sem reið með okkur að Grund. Halldór bróðir minn reið með mer fram að Silfra- stöðum. í myrkrinu þegar eg fór fram hjá Miklabæ, varð eg snöggvast gripinn af myrkfælni; svo hefir þjóðsagan um ólán Solveigar á Miklabæ gripið mig þegar eg var barn; eg sagði Halldóri bróður minum ekki frá því, því hann hlær að öllu. Á Silfrastöðum lágu samferðamenn mínir í svefni þegar eg kom. „Par stm háir lwlar.“ — Snemma morguns héldum við tU' heiða, og fórum yflr brúaðar ár og ruddan og lagðan veg, sem Island hefir látið gera greiðfæran til þess að menn og hestar, stjórnarbréf, blöð og kunningjabréf komist áfram yflr Öxnadalsheiði. — Á alfaraveginum frá Reykjavík og til Akureyrar kemur ferðamaðurinn naumast á nokkurn stað, sem ekki heflr verið ort um. Staðirnir, sveitirnar og heiðarnar anga af rómantík frá síðustu áratugum. Helztu skáld iandsins, eins og Jónas Hallgrímsson, Matthías Jochumsson og Hannes Hafstein hafa ort um staðina, sem þeir hafa farið um á þessari leið. Skagafjörð ur heflr ekki orðið útundan, það er mér óhæt.t að segja; um hann heflr verið ort, mest, en fegursta og fínasta kvæðið á öxnadalurinn, langur dalur, með háum’ fjöllum, sem hljóta að skyggja fyrir sól í skammdeginu, með lítilli silfurtærri á sem rennur eftir dalbotninum. 1872 fór eg einn og í fyrsta sinni um Öxnadal, en fór það eins og maður sem ferðast blindur. Nú kom það sér vel að vera samferða Ögmundi Sigurðssyni, sem þekti hvert ör- nefni og gat bent mér á Hraun, þar sem Jónas Hallgrimsson er fæddur, sýnt mér hvar í fjallinu mótar fyrir vatninn, sem faðir Jónasar druknaði í, sýnt mér Hraundranga og hvar það var: „Þar sem háir hólar hálfan daliifh fylla“ — og Einar Hjörleifsson hafði upp fyrir mér kvæðið, sem Hannes Hafstein heflr gert út af þessum vísuerindum, og sem er gimsteinn i íslenzkri ljóðagjörð. — Úr kvæði Jónasar Hall- grímssonar: „Ástarstjörnu yfir Hraundranga"

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.