Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1952, Side 5

Muninn - 01.04.1952, Side 5
MUNINN 29 Kaupstaðarferðin Síðasti áfariginn var eftir upp á brúnina, og þá mundi hann sjá fyrir- heitna landið. Sólin, sem var í hádeg- isstað, hellti geislum sínum yfir dal- inn. Dagur tók af sér slitnu ensku húf- una og tróð lienni undir beltið, því að nóg var að halda á pokahorngrýt- inu, sem kerlingin þurfti endilega að senda hann með. Já, það var dæma- laust, þetta fólk, sem hann var hjá, samansaumaðir búrar, sem ekki tímdu neinu. Þeim hefði ekki munað mikið um að borga mjólkurbílstjóranum fyr- ir að koma pokanum í þorpið. Nei. þessir nirflar tímdu naumast að kaupa matinn ofan í sig. — Dagur Eiríksson var kominn upp á brún, og við hon- um blasti fjörðurinn spegilsléttur, en við fjallsræturnar stóðu nokkur hús í þyrpingu, þetta var Lækjareyri. Pilt- urinn greikkaði sporið, og honum fundust vatnsstígvélin léttast. — Nú mundi draumurinn rætast. — Hann stakk lausu hendinni ofan í v'asann til að vera viss um, að seðillinn væri á sínum stað, tók hann upp, og þótt þessi hundrað krónu seðill væri velkt- ur og skítugur, v'ar hann gildur þrátt fyrir það. Það væri heldur en ekki gaman að koma heim á brúnum, þykk- sóluðum skóm með spennum, alveg eins og Reykjavíkurstrákurinn á Gili átti, einnig væri ekki amalegt að koma með eitt „glanna-stælbindi“, eins og strákarnir kölluðu það, þessir, sem komu á ballið í skólanunt í sumar. Ætli karlinn og kerlingin bæru ekki meiri virðingu fyrir honurn, er hann kæmi heim eins og nýtízku herra? Kannske karlinn hætti þá að lemja hann og léti hann fá herbergi út af fyrir sig, og ekkert væri að vita, nema karl léti búið í hans hendur næsta vor. Já, hann skyldi sýna þeim, að hann væri enginn ónytjungur. Dagur Eiríks- son yrði óðalsbóndi í Tungu, og liann myndi kaupa Skjóna af Jóni gantla í Koti, því að elliær karlinn þyrfti ekki á reiðhesti að halda. Já, Dagur bóndi í Tungu skyldi taka hnakk og leggja á Skjóna sinn og ríða norður í Hvamm til að biðja hennar Jósefínu. Ætli Jóse- fína myndi ekki líta á hann |)á? Nú rak Dagur tána í stein, sem v'ar í götunni, og datt kylliflatur, en hann reis undir eins á fætur og greip pokann og kast- aði honurn á bak sér og hraðaði för sinni. Eftir um það bil tvo tíma var Dagur kominn niður í þorpið. Hann gekk el’tir götunni, sem lá niður að bryggj- unni, en við hana stóð vöruskemma Alráðs kaupmanns, sem var einn af aðalráðamönnunum í þorpinu, en í norðurenda hennar var sölubúðin. Dagur gekk beina leið að búðardyr- unum, opnaði þær og gekk inn. Hann lagði frá sér ullarpokann og leit í kringum sig. Búðin var ekki stór og heldur dimm, en í hillunum úði og grúði af allra lianda varningi. A af- greiðsluborðinu var hengi með herra- hálsbindum, alla vega að lit og gerð. Augu Dags beindust upp í hillu, þar sem gaf að líta margs konar skó, og meðal Jreirra voru brúnir með Jrykk- um botnum og spennum. „Hvað var það fyrir þig?“ spurði afgreiðslustúlkan og tuggði tyggi- gúmmíið í ákafa. „Ha, hv'a — mig, jú, ég ætlaði að fá skó,“ svaraði pilturinn. „Nú, hvernig eiga þeir að vera?“ spurði stúlkan. „Eins og strák-----, nei, ég meinti eins og Jjessa þarna,“ og liann benti á brúna skó með spennum. „Einmitt Jiað, getur þú borgað?“ sagði stúlkan. „Þú athugar það, að við skrifum ekki lijá neinum.“ „Já, hvað kosta ]:>eir?“ spurði dreng- urinn. „F.g skal atlmga það. Verðið er svo mikið sem eitt hundrað sextíu og tvær krónur sjötíu og fimm aurar.“ „F.g held annars, að ég ætli, nei, að ég taki Jrá ekki.“ „Jæja, góði, var það þá nokkuð annað?“ spurði stúlkan. „Jú, ég ætlaði að fá bindi.“ „Þú getur valið þér af |)eim, sem eru þarna á statívinu,“ sagði hún og benti um leið á bindahengið á borð- inu. Dagur Eiríksson var í v'andræðum með, hvað hann ætti eiginlega að velja sér, þar eð úrvalið var svo mikið. Að síðustu fann hann eitt af þessum „glannastælbindum". „Hvað er værðið á Jressu?“ spurði pilturinn. „Það er níutíu og þrjár krónur sex- tíu og tveir aurar,“ svaraði stúlkan. „Ég held, að ég taki það þá.“ Og Dagur stakk hendinni ofan í vasann eftir seðlinum. Hann kipptist við. Gat J^etta átt sér stað? Nei, það var ómögulegt, seðillinn hlaut að vera í hinum vasanum, en honum til mik- illar skelfingar var Jtar ekkert nema lítil snærishönk. Afgreiðslustúlkan var orðin óróleg yfir þessu seinlæti, því að menn voru farnir að bíða eftir afgreiðslu. Dagur roðnaði og stamaði út úr sér, að hann yrði líklega að hætta við kaupin, þar eð peningarnir hefðu gleymzt heima, en bætti því við, að hann væri með ullarpoka til kaup- mannsins frá Ásláki Bessasyni í T ungu. „Þú verður að fara með hann út í pakkhúsið," sagði stúlkan önuglega og sneri sér að Jreim næsta og fór að afgreiða hann. Dagur gekk út úr búðinni og fór með pokann í vörugeymsluna og lagði ullina þar inn, en tók út lítilræði af mjöli, en það var afgreitt í vörugeymsl- unni. Ekki gekk Dagur Eiríksson eins hratt heim og þegar liann var á leið til þorpsins. Hann var gersamlega nið- urbrotinn maður. .Hin stóra skýja- borg, sem hann hafði reist sér, var hrunin til grunna og horfin. Það yrði enginn óðalsbóndi eða nýtízku herra, sem kæmi heim í Tungu í kvöld. Nei, aðeins stráklingur í bættum vaðstíg- vélum með óhreinan trefil unt háls- inn. Hann var að því kominn að kasta sér niður og gráta, en hvað stoðaði það? F.kki bætti Jrað úr neinu. Klukkan var farin að ganga níu, er Dagur var kominn upp á brúnina. Það hafði skipt um veður, himinninn var hulinn blýgráum skýjum, og hvesst hafði að norðan. Pilturinn reyndi að toga húfuna niður fyrir eyrun, setti upp vettlingana og hraðaði göngu sinni. Allt í einu kom hann auga á mann- veru skammt fyrir sunnan sig, er rak kýr á undan sér. Hann furðaði sig á að hitta manneskju með kýr þarna

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.