Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1952, Side 6

Muninn - 01.04.1952, Side 6
30 MUNINN uppi á heiðinni um þetta leyti og var ennþá meira undrandi, er hann sá, að þetta var barn. „Hver ert þú?“ kallaði hann. Barnið hrökk við, en þegar það áttaði sig á, hver þetta var, kallaði það á móti: „Þetta er lnin Sigga á Grund.“ Dagur gekk til Iiennar og spurði hana, hvað í ósköpunum hún væri að gera alein hér upp frá. Hún kvaðst vera búin að leita að kúnum síðan klukkan hálf sex. Þær væru rásgjarnar og hefðu verið komn- ar hátt. upp í hlíðina um kafI ileytið. Annars væri það óvanalegt, að þær færu svona langt, að vísu væri ein kýrin nýkeypt af Guðmundi, sem býr að Hvalsvík skammt frá Lækjareyri, og það gæti vel verið henni að kenna, sagði hún. Nú ber vel í veiði, að inna af liendi fyrirlagða stílæfingu og segja í fáum dráttum frá atvikum, sem urðu til þess að lengja ævi hana nokkurs og gera liana frábrugðna ævi annarra haná. Á heldri bæjum vita stórir gluggar viðhafnarstofunnar mót suðri og sól. En í Lækjarkoti voru það gluggar hænsnakofans, sem var áfastur bæjar- húsum, er sólargeislarnir féllu beint á um hádegisbil. í þessum kofa var líka vel bjart og hlýtt um miðsumarskeið og undravert, hve næðingar og nístingsfrost vetrar- ins héldust þar utan veggja. Og þótt kofinn væri hvorki reisulegur né út- litsfagur utan. að sjá, var það íurðu- legt, hve öllu var þar Iiaganlega fyrir kornið inni og litlum óþrifum fyrir að fara, samanborið við margar aðrar hænsnastíur, jafnvel þótt á stærri stöð- um væru. Hænsnin, sem hér áttu heima, báru það líka með sér, að for- sjónin myndi þeim holl og hugulsöm í hvívettna. Það var líka óhætt að segja, að nátt- úran var hér, samkvæmt sínu innsta eðli, furðu-örlát á eggjaframleiðslu. F.n hér sem annars staðar réð forsjón- in því, hve mörg þessara eggja skyldu ungast út. Og forsjónin, það var auð- vitað Helga gamla sjálf, sem átti þetta „Hvað voru þ;er komnar langt?“ spurði Dagur. „Þær voru komnar að Stórasteini hinum megin við brúnina. En heyrðu Dagur, á ég að segja þér nokkuð?“ „Já, gerðu það,“ sagði pilturinn. „F.g fann stóran peningaseðil í göt- unni við Stórastein." Og hún tók velktan hundrað krónu seðil upp úr svuntuvasa sínum. Dagur kipptist við. Gat þetta átt sér stað? V'ar þetta ekki seðillinn hans? Jú, það var áreiðanlegt. Hann var að því kominn að taka seðilinn, en hætti við það og sagði: „Heyrðu, Sigga! Þú skalt ekkert vera að leita að eiganda seðilsins. Eigðu hann bara sjálf.“ Dagur tók í hönd Siggu litlu, og þau leiddust á eftir kúnum. B. Þ. G. hænsnabú og rak af allri alúð og um- o o hyggjusemi. Nú hafði luin að þessu sinni valið átta egg til útungunar, og um leið mælti lnin svo um og lagði á, að úr þeim skyldu á sínum tíma fæðast átta ungar. Það brást þá heldur ekki, enda hafði hún valið Toppu sína til að annast útungunina og ungagæzluna, þegar þar að kæmi. Það var í fjórða skipti, sem Toppa gegndi þessu virðu- lega hænuhlutverki, og hafði henni alltaf vel farnazt. En auðvitað átti for- sjónin mikinn þátt í þeim velfarnaði, sem og öllu öðru, er hænsnabú þetta snerti. En eins og meybörn voru óvel- komnir gestir til viðbótar í fjölmenn- um, fátækum fjölskyldum Kínverj- anna austur í Asíu og gjarna borin út á kaldan klaka þegar eftir fæðingu, svo voru og hanaungar óvelkomnir úr útungunareggjum forsjónarinnar í I.ækjarkoti. Fyrsta mánuðinn, eftir að ungarnir skriðu úr eggi, beindi forsjónin því sínum arnhvössu athyglissjónum að ungahópnum seint og snemma dag hvern, til þess að skyggnast eftir hana- einkennum á hverjum þeirra fyrir sig. Ef slík einkenni fóru að koma í Ijós, svo sem kambsvottur á kolli eða óþarf- lega skrautleg fjöður, mátti með sanni segja, að forsjónin væri ekki lengur hliðholl slíkum unga, og yrðu slik einkenni ótvíræð, skyldi hann engu fyrir týna öðru en lífinu. Þess verður nú að geta, að forsjónin átti sér gulbriindóttan veiðikött til varnar rottunum með löngn skottun- um, svo að þær legðust ekki að bænum í skjóli luimskugga hausts og vetrar og beittu sínum hvassbrýndu, sívax- andi nagdýrstönnum gegn veggjum bæjarhúsanna og hænsnakofans. Það mátti með sanni segja, að Brandur stóð sig vel á verðinum og banaði margri rottunni og fældi aðrar á brott, sem urðu he.yrnarvottar að feigðartísti félagans, er Brandur hafði klófest. — En forsjónin vissi vel, að Brandi var veiðináttúran runnin svo í merg og bein, að honum gat verið laus klóin, t. d. gagnvart smáfuglum. Vegna þessa og annarrar hugsanlegrar hættu var hún því jafnan með lífið í lúkunum fyrstu vikurnar, eftir að kjúklingarnir skriðu úr eggi. Og svo mátti segja, að hún hefði þá auga á hverjum fingri. Að jafnaði var því öllum slysum afstýrt. F.n einu sinni verður allt fyrst. Svo var það einn góðan veðurdag í miðjum júnímánuði, að Toppa var með ungunum sínum átta að tína arfa- blöð í hlaðbrekkunni, en forsjónin sat á dyraþrepinu og prjónaði háleist, en Brandur kúrði á poka inni í göngum. Ekkert nema jafnt og taktfast tif prjónanna rauf djúpa þagnarkyrrðina. En það var einmitt þetta háttbundna tifhljóð, sem olli því, að blundur seig ;í brá forsjónarinnar og öll hennar skynjun veik um stund yfir á land svefns og. ljúlra drauma. Af þessum værðarblundi hrökk hún upp með andfælum við garg mikið og gríðarlegt fjaðralok. í einu vetfangi hentist hún fram á hlaðvarpann — og sjá! Þarna stóð sá herjans Brandur með einn kjúklinginn í kjaftinum og reigði hausinn á herðar aftur. Forsjónin þreif af sér svuntuna og barði og öskraði. Brandi varð bilt við og sleppti bráð sinni, en var þá kom- inn í svo mikinn vígahug, að hann stökk aftur að kjúklingnum og náði í annan vængstubb lians og draslaðist með hann út og suður um varpann. Varð hann þó um síðir að láta herfang Ævisaga hanans

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.