Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Síða 14

Muninn - 01.04.1952, Síða 14
38 MUNINN Kveðjuorð Með þessn blaði er 24. árg. Mun- ins lokið, og í þessu síðasta blaði er okkur bæði ljúft og skylt að flytja þakkir öllum, sem stuðlað hafa að út- komu blaðsins í vetur. Fyrst og fremst ber okkur að þakka Sigurði O. Björnssyni prentsmiðju- stjóra og Gcir S. Björnssyni fyrir unclraverða lipurð og einstakan vel r ilja í okkar garð og skólans. Nemendur, við fullvissum ykkur um, að ef þeirra nyti ekki við, væri útgáfa blaðsins alveg óhugsandi. 1 hvert sinn, senr við höfum leitað til þeirra, hafa þeir verið boðnir og bún- ir að greiða götu okkar í hvívettna. Stundum hefir meira að segja legið við, að við höfum óskað þess, að und- irtektirnar yrðu ekki eins góðar og raun hefir borið vitni, því að það er erlitt að biðja bónar á stað, þar sem öllu er tekið vel, hvernig sem á stend- ur. Þessum tveimur stuðningsmönn- um Munins þökkum við sérstaklega samstarfið og alla hjálpina. Við viljum einnig þakka starfsfólki Prentverks Odds Björnssonar góða samvinnu. Skólameistara, Stefáni K.arlssvni kennara, nemendum, er í blaðið hafa ritað í vctur, og auglýsendum þökkum við þeirra skerf til blaðsins, og einnig ykkur, sem liafið keypt það og lesið. Við viljum aðeins láta eins getið um útgáfu Munins í vetur. Við höfurn orðið að ganga mann frá manni og biðja um næstum hvert orð, sem birt hefir verið. Kaupendur hafa auk þess verið of fáir, og fjárhagur blaðsins af þeim sökum alls ekki góður. Þessu verðið þið að ráða bót á strax á næsta vetri, ef Muninn á að geta komið út ,enda ætti slíkt ekki að verða n e i n u m sérstökum vandkvæðum bundið í eins fjölmennum sktila og Menntaskólinn á Akureyri er. Hefjizt sjálf handa, ætlið það ekki öðrum! Við dyljumst þess ekki, að margt rná finna að jæssu starfi okkar og margt hefði betur mátt l'ara, en við ætlum okkur ekki að gagnrýna verk sjálfra okkar hér. Að lokum flytjum við blaðinu beztu framtíðaróskir okkar allra. r, ■. "" .......? MUNINN Útgefandi: Málfundafélagið „Huginn". Ritstjórn: Gísli Jónsson, Baldur Ragnarsson. Gunnar Baldvinsson. Prentstjórn: Ólafur Asgeirsson, Hreggviður Hermannsson, Jón Hallsson. Prentverk Odds Björnssonar It.f. £-■ J ÞANKABROT Fyrir nokkrum árunt barst skóla- meistara spurning í spurningakassan- um, er hljóðaði eitthvað á Jressa leið: „Væri ekki æskilegt að koma á stofn bókaverzlun í skólanum, er seldi nem- endum og keypti af jreim gamlar bæk- ur?‘“ Skólameistari svaraði því til, að liann væri andvígur hvers kyns „rnang- araskap“ innan veggja skólans. Eins og nú standa sakir, er Jrað geysi- há upphæð árlega, er nemendur verja til bókakaupa. Er ekki hægt að lækka Jressa upphæð til muna með Jrví að koma á fót áðurnefndri verzlun? Auk þess kæmi hún í veg fyrir. að mikið rnagn bóka færi í súginn. Það er ekki svo lítið, Jrað vita Jreir bezt, sem eitt- hvað eru kunnugir bókagTafreiti skól- ans, háaloftum heimavistanna. Það er vitað, að árlega gengur mikið af bók- um kaupum og sölum innan skólans, einnig gengur rnikið að erfðum milli systkina, frænda og kunningja. Þrátt fyrir þetta glatast mikið af bókum, og aðrar eru keyptar hæsta verði í stað- inn. Bókaverzlun í þessu skyni, er rnyndi draga úr bókakostnaði nemenda og stuðla að betri nýtingu bóka, ætti því ekki á nokkurn hátt að verða skólan- um til álitshnekkis. Anægjulegt væri, ef skólameistari vildi virða Jaessi skrif Jress að láta í Ijós álit sitt á því, er nú hefir verið sagt. Dimittendus. Gleðilegt sumar, pökk fyrir vetur- inn. f. h. blaðstjórnar Gunnar Baldvinsson. Skákþáttur Um [jessar mundir er öllu skáklífi innan skólans lokið, enda komið ískyggilega nálægt pról'um. Menn eru orðnir alvörugefnir og þungt hugsandi um sinn hag. „Skyldi ég nú fá. . . .“, má lesa út úr andlitunum. I janúar tefldu Ottó Jónsson kennari og Vil- hjálmur Þórhallsson fjöltefli þannig, að Jreir léku sinn leikinn hvor. Þetta var nýjung í skólanum, en ekki töp- uðu Jjeir félagar neinni skák að heldur, [jrátt fyrir jjaó að örðugra hlýtur að vera að tefla þannig. Nokkru síðar fór frarn bændaskák. Ólafur Gíslason og Helgi Jónsson skiptu liði. Leikar fóru þannig, að liðin skildu jöfn með 25 vinninga hvort eftir afar spennandi keppni. í nokkurs konar keppni um hraðskákmeistaratitil skólans bar Ól- afur Gíslason bæstan hlut, og hlaut hann að launum kennslubók í skák, sent Ottó Jónsson gaf. Fleira kann ég ekki að segja um skáklíf hjá okkur að sinni. Auðvitað kernur það fyrir nærri daglega, að við mátum og erunr mát- aðir í öllum mögulegum skilningi, en Jrað tilheyrir aðeins liversdagsleikan- um. Eg vona, að þeir, sem í vetur hafa lagt heilann i bleyti við tafl, haldi því áfram 02; komi hálfu verri viðureionar o o til leiks næsta vetur. Hrókur. Amfígórí Svo segja fróðir menn, að til sé sá háttur Ijóðagerðar, er amfigóri nefn- ist. Hefir oss skilizt, að hér sé um heldur léttvægan skáldskap að ræða, og nrunu helztu einkenni lrans þau, að fjóðlínur hljónri vel, en séu ger- sneyddir viti. Væri næst að ætla, að lrér væri unr nýtt afbrigði atómskáld- skapar að ræða, ef Swinburne lrefði' ekki nokkuð ort nreð þessum hætti. Kynnunr vér lesendunr „Munins" hátt Jrennan nreð einni vísu (ortri með hjálp orðabókar): Dræsa af drós, skylt drasinn, sjá drasla, Jrar dordingull djarfur, senr dafnar af drafla. A dreyra, sem drýpur úr dryllu við drykkju, skal dreypa í draunri af drykkfelldunr draug.

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.