Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 7

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 7
MUNINN 7 Hrærivélin Það er ósk margra, að með hækkandi sól hefjist í skólablaðinu nýr þáttur, sem verði ætlað það hlutverk að gagnrýna félagslíf skólans og annað, sem þar fer fram. Vissu- lega er ekki vanþörf á því. Það er kominn tími til að lirista menn upp úr þessum gömilu liáttum, láta þá vakna og líta í kring- um sig. Láta þá sjá, að heimurinn sé stærri en hugur þeirra. Undirstaða allrar starfsemi er gagnrýni. Án allrar gagnrýni hlýtur allt að staðna. Án allrar gagnrýni er allt tekið gott og gilt, hversu úrelt sem það kann að vera. Állir hljóta að viðurkenna, að inn í fólags- lif skólans þarf að veita nýjum straumum. Það þarf að opna alla glugga og láta hress- andi ,nýja vinda streyma um staðnaða hugi. þykir nærri því vænt urn þær, þær flytja fögnuði blandinn frið í hjarta mitt. En nú :er friðurinn úti. Inn kemur hópur glað- værra yngissveina og með þeim stúlkur. En vegna þess, að ég j^oli tæpast hinn ídiotiska ungmeyjahlátur, sem þeim hlýtur að fylgja, hypja ég mig út. Ég tek til fótanna og hleyp allt hvað af tekur upp í Vist. En þar finn ég enga ró. Þar er allt á tjá og tundri, hinir og aðrir að búast til brottferðar, hver lieldur til sinna (lieimahaga. Ég hugsa með mér: „Nú, það er naumast, að ég er orðinn rólégur, þoli enga ókyrrð!“ Ég stramma mig upp og geng um neðsta ganginn, lít inn til margra, en hvarvetna eru strákarnir úðrandi og önn- um kafnir að ferðbúast. Ég kveð flesta með kurt og pí og óska öllum gleðilegra jóla. Úti er mugga. „Ég fer samt,“ hugsa ég með mér. Og ég geng einn rníns liðs út í myrkrið og mugguna. Ágúst Sigurðsson frá Möðruvallakl. Þessi þáttur kemur að vísu nokkuð seint, þar sem öllu félagslífi innan skólans má heita lokið þennan vetur, en vonandi verð- ur hann fræ að þeim vísi, sem vaxi í skóla- blaðinu næsta vetur. Blaðið er og hefur verið lélegt og til há- borinnar skammar fyrir nær 300 manna menntaskóla. Menn hafa ekki gert sér ljóst, að blaðið er þeirra málgagn og þeir eiga að skrifa í það, en ekki eingöngu ritnefndin. (Þessar sífelldu sögur, kvæði, frásagnir og tímabrandarar eru ágætt efni út af fyrir sig, en það er ekki nóg. Blaðið er fyrst og frernst fyrir skólann og starfsemi hans, og þess vegna hlýtur það að fjalla eitthvað um hann. I málfundafélaginu á sania úrkynjunin sér stað. Alltaf þessir sömu, pólitísku jaxlar, sem stíga í stólinn og rífast æ ofan í æ um sama pólitíska kjaftæðið. Málfundafélagið er fyrir alla nemendur, en ekki einstakar stjórnmálapípur eins og verandi varaform. félagsins benti á fyrir skemmstu. Núverandi formaður félagsins og verðandi fomiaður þess ættu að reyna að hafa umræðuefnin al- þýðlegri og skemmtilegri, svo að sem flestir geti tekið til rnáls. Umræðugrundvöllurinn hlýtur að liggja víðar en á stjórnmálasvið- inu. Hinir mörgu, auðu stólar á fundum félagsins ættu að benda þeinr á það. Hvers vegna starfar ekkert leikfélag hér? Það er alkunna, að allmargir í skóla þess- urrí hafa ágæta hæfileika til að gretta sig til skemmtunar í fámennum klíkuhóp. Hvern- ig væri, að þeir reyndu að gretta sig í félagi framan í alla nemendur til skemmtunar? Hér hefur aðeins verið stiklað á stærstu liðunúm, enda ekki gert ráð fvrir, að allt fæðist með frumburðinum. Skólafélagar! Gott félagslíf kemur ekki af sjálfu sér. Það eru þið, senr eigið að skapa það. Hafið þið hug á því? Ef þið hafið hug- myndir, þá mun þessi þáttur koma þeim á framfæri. K. R.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.