Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 1

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 1
M. A., febrúar MCMLV Þankar um myndlist yfirleitt Það er svo erfitt að skilgreina á nokkurn hátt, í hverju listir eru raunverulega fólgn- ar. Jafnerfitt og það væri að setja einhver alger mönk milli vitsmuna og tilfinninga- lífs. Það er eitthvað, sem jaðrar við hinar megnustu andstæður, eitthvað, sem streym- ir fram innan úr innstu fylgsnum sálarinn- ar, án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir því, eitthvað þrengir að brjóstinu. Ég held, að listtilfinning og einmanaleikatilfinning séu á einhvern hátt skyldar. Lítum til myndlistarinnar. Höndin líður yfir blaðið, hvað hefur gerzt? — Þú lagðist niður, úti var sterk sól, hún skein við and- liti þínu, það er eins og eitthvað losni, hugmyndir spretta fram, fleiri og fleiri, ótal litir birtast þér, sumir daprir, beiskir, aðrir bjartir, leikandi, eitthvað í líkingu við tónverk. Þú sprettur upp, eitthvað er að gerast. Þú veizt varla hvað, hönd þín er á hreyfingu, en hugur þinn er fjarlægur. List er ekki sprottin upp af löngum spekúlasjónum, frummynd hennar er fólg- in í lausn hugans frá viðjum vanans. Mynd, tónverk eða skáldverk verður til, ekki vegna þess að þú setjist niður og segir við sjálfan þig, nú skapa ég. Nei, heldur miklu frem- ur vegna þess, að þú hefur þroskaðan hæfi- leika til að skynja fegurð, hárfína næm- leikatilfinningu, sem enginn getur rænt þig. — Þú gengur eftir götunni, allt í einu sérðu sólina glampa á húsaþaki, útlínur þess eru ógreinilegar. Þetta er ósköp venju- legt, þetta sjáum við svo fjarska oft. Hvers vegna orkar þetta svo á þig einmitt nú, að þú starir, þar til þú sérð ekkert lengur. Jú, þarna er aðalatriðið. þú getur ekki sezt niður, hvenær sem er, það þarf eitthvað að hafa orkað á þig áður og ennfremur, þú þarft að vera móttækilegur fyrir fegurð. í stuttu máli, list skapast af hughrifum, — en verða þá ekki allir fyrir einhvers kon- ar hughrifum? Jú, að vísu, en mismunandi sterkum og varanlegum, og ekki hafa allir sama liæfileikann til að túlka bugmyndir sínar. Það þarf miskunnarlausa harðneskju til að rífa þær fram, móta þær, gera þær að veruleika. Nú eru kannske einhverjir, sem halda, að listir séu eintóm tilfinningasemi, órar veikgeðjaðra manna. Að vísu geta listaverk skapazt fyrir tilverknað hreins fantasís, að því er virðist, en eru ekki tilfinning og vits- munir í órjúfanlegu samhandi hvort við annað. Segjum sem svo, þú ert mikill hæfi- leikamaður, þú gerir frumdrög að mál- verki, þú ert undir sterkum áhrifum frá þeim hlutum, sem hafa birzt þér í hugar- heimi þínum. Þú horfir út um gluggann, en þú finnur, aðhönd þín er á hreyfingu. sjón- in, þetta skilningarvit, sem annais er svo nauðsynlegt myndlistinni, er ekki þátttak- andi í leiknum. Þú áttar þig og sérð, að þú hefur gert listaverk. Er þetta ekki sönnun þess, hversu órjúfanlegt samband getur oft verið milJi hugar o°' handar, vitsmuna 02:

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.