Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 8

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 8
8 MUNINN D ropí losnaði Ég ætla að segja ykkur sögu. Hún er ekki spennandi og heldur ekki rómantísk. Hún fjallar ekki um vígaferli, né heldur um blóðheita æskumenn og ungar stúlkur með tvíræðan svip. Ekki er hún heldur nein ádeila á þjóðfélagsstefnur þær, sem berjast um \()ldin i heiminum. Ennþá síður hefði mér dottið í hug að segja ykkur sögu af ungu skáldi, sem elskar heitt, en auðvitað vonlausri ást; skáldi, sem grátandi gengur frá kirkjunni, hvar brúðkaup draumgyðju þess og einhvers kaupmanns úti í bæ er að fara fram. Sú saga endaði án efa á því, að skáldið færi út í búð með tuttuguogfimm- eyring, keypti sér snæri og hengdi sig í dyr- unum áiheimili nýgiftu hjónanna. Nei, þess háttar sögu ætla ég'ekki að segja ykkur. Annars er þetta ákaflega stutt saga. Hún er svo stutt, að ég er viss um, að þið hafið aldrei heyrt jafnstutta sögu. Á hinn bóginn er þetta sérlega viðburðarík saga að tiltölu við lengd, þar eð atburðarásin er nær óslitin frá byrjun til enda. Ég býst Iieldur ekki við, að nokkur geti sagt með fullum rétti, að sagan sé ekki efn- ismikil. Aldrei :hef ég Iieyrt sögu, sem er jafnfull af ótæmandi, skáldlegu íhugunar- efni, anðvitað að tiltölu við lengd, en eins og ég gat um áðan, er sagan ákaflega stutt. En við nánari íhugun sé ég, að það, sem ég ætla að segja ykkur, er í raun og veru alls ekki saga, það á ekki skilið að heita því nafni, ekki einu sinni brot af sögu. Hins vegar er þetta frásögn. frásögn af atburði, jafnvel mjög merkilegum atburði, ef hann er skoðaður niður í kjölinn. Hver, sem er, hefði getað sagt ykkur frá þessurn merkiega atburði, ef hann hefði séð liann. En þar eð ég var eini maðurinn í allri ver- öldinni, sem var vitni að honnm, er ég sann- færður um, að ég er eini maðurinn, sem get sagt ykkur frá honum. (Þar af leiðandi finnst mér það köllun mín, að ég blátt éfram vera kjörinn til þess af guðunum að birta vkkur frásögnina af þessum atburði. Eins og alilir aðrir atburðir, átti þessi sér bæði margar og miklar orsakir. Ég vil taka það fram, að Jtær teljast ekki til sjálfrar frá- sagnarinnar, heldur má skoða þær sem nökkurs konar formála . Höfuðorsakarinnar er fvrst og fremst að leita í því, að langt norður í höfum liggur land. Þetta land kemur frásögninni raunveru- lega ekki við, og væri því óþarfi að minnast Jress hér í Jressum formála, ef ekki skærist inn í J:»að, úr norðurátt, f jörður einn langur og mjór. Innst við þennan fjörð stendur bær. Ekki hirði ég um að nefna nafn bæjar- ins, þar eð ég býsl við, að við þekkjum það öll. Við eigum sem sé öl 1 heima í |)essum bæ. Nú, og ef ]úð þekkið nafn bæjar- ins, ])á get ég glatt ntig við, að ég sé eini maðurinn í veröldinni, sem J)ekkinafn})essa bæjar, og sit þá eðlilega yfir þeirri þekk- ingu minni einn. En Jretta var nú útúrdúr. í bænum er hús. í þessu húsi gerðist at- burður sá, sem ég hef í hyggju að greina frá. Satt að segja er Jretta ósköp venjulegt hús, og ég er alveg hissa á guði almáttugum, að hann skuli hafa valið þetta hversdagslega liús að vettvangi fyrir jafnmerkan atburð og hér um ræðir. Ein af meiri háttar orsökunum til þessa atburðar er sú, að í Jressum bæ, sem við J)ekkjum öll svo vel, rignir oft. Þegar regnið fellur úr loftinu, setzt það meðal annars á J)ak hússins, þar sem atburðurinn gerðist, og rennur niður eftir þakinu. En orsökin til J)ess, að ég varð vitni að

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.