Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1964, Síða 4

Muninn - 01.01.1964, Síða 4
frægir staðir að endemum fyrir náttúru- dýrkun og svall unglinga. En nú hljótum við að reka okkur á dá- iítið nöpurlega staðreynd. Unglingum inn- an 21 árs aldurs má ekki selja áfengi! Hvað- an kemur þá unglingunum allt þetta vín? Það leikur enginn vafi á, að eitt af því, sem þarfnast gagngjörrar endurskoðunar í voru ágæta þjóðfélagi, er vor ágæta áfengislög- gjöf. A. m. k. virðist sem svo, að næsturn allir geti útvegað sér áfengi. Þeir fáu, sem áfengisútsölurnar vísa frá, leita til leigubíl- stjóra, sem margir hverjir drýgja tekjur sínar drjúgum með ólöglegri áfengissölu, og eru kaupendur þá aldrei spurðir um alclur. Áfengis þessa geta svo unglingarnir neytt því sem næst á almannafæri. Það er ekki nema þegar úr hófi keyrir, að ábyrgir aðilar hrökkva við eins og bitnir af lús og klóra sér í blettinn, en drepa ekki lúsina. Annars horfa ráðamenn þjóðarinnar sljó- um augum á Hrunadansinn í kringum sig og virðast bíða þess eins, að kirkjan sökkvi. Séu þeir spurðir hverju þetta ástand sæti, og hvers vegna ekkert sé gert til úrbóta, yppa þeir aðeins öxlum og svara: „Þjóðin vill þetta.“ „Hann vildi það“, sagði stúlkan, sem átti barnið með aumingjanum. Meðan auminginn er látinn ráða, er ekki von á góðu. Skrílræði hefur aldrei þótt heppilegt stjórnarfyrirkomulag. En sem betur fer virðast þeir ábyrgu aðilar, sem lúsin bítur livað ákafast, vera að rumska við framferði hinnar „glæstu", ungu kynslóðar. Nefndir eru settar, ráð eru skipuð, og það er allt saman gott og blessað. En hvar er svo ár- angurinn af starfi allra þessara nefnda og ráða? Nei, það er ekki nóg að hestum sé beitt fyrir hlass, ef þeir draga hvor í sína áttina. Það þarf sameiginlegt átak til að bylta bjargi, en ekki neitt hálfkák. Þegar allir á- byrgir aðilar sameinast í því átaki, sem þarf til að hreinsa sorann burt úr þjóðfélagi voru, getum við vænzt árangurs, fyrr ekki. Friðrik Guðni. M U N I N N Útgefandi: Málfundafélagið Huginn Ritstjóri: Friðrik Guðni Þórleifsson Ritnefnd: Bergþóra Gísladóttir Páll Skúlason Gunnar Stefánsson Bjöm Þórleifsson Auglýsingar: Jóhannes Pálmason Ábyrgðamaður: Friðrik Þorvaldsson Prentverk Odds Bjömssonar hf. Náttúrufræði í (5. ma. Steindór: Meðalhæð karlmanna var mæld nýlega, og reyndist vera 1.78 m. Hlín: Hver er þá meðalhæð kven- manna? Steindór: Það veit ég ekki, þú ert langt fyrir ofan meðallag. Latína í 4 s. Eiríkur Ragnarsson hefur hátt. Eyjólfur: Eiríkur, Jregiðu og hlustaðu! Sami, skömmu seinna: Eiríkur, vilt þú gjöra svo vel að taka íslenzku greinina, og lesa hana fyrst á íslenzku. Eiríkur (les): Þegiðu og hlustaðu! Eðlisfræði í 6. s. Jón Hafsteinn: Sko, skynjunin er eigin- lega logarithminn af Jrví, sem við sjáum. Bekkurinn skellihlær. Jón Hafst.: Þetta átti ekki að vera neinn brandari. 32 MUXINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.