Muninn - 01.01.1964, Síða 5
Aldarafmœli Stefáns Stefánssonar
skólameistara
Það er fagur siður og menningarlegur
að heiðra minningu látinna afreksmanna,
og þeim sjálfum bezt, er það gera, því að
það elur upp í þeim ræktarsemi og virð-
ingarkennd, jafnvel þótt þetta sé ekki gert,
nema á einhverjum merkisafmælum. Því
er það, að vér nú minnumst aldarafmælis
Stefáns Stefánssonar, skólameistara, eins
þeirra manna, sem Menntaskólinn á Akur-
eyri stendur í mestri þakkarskuld við.
Stefán skólameistari fæddist að Heiði í
Gönguskörðum 1. ágúst 1863, sonur Guð-
rúnar Sigurðardóttur og Stefáns Stefáns-
sonar, er þar bjuggu. Hann lauk stúdents-
prófi í latínuskólanum í Reykjavík 1884,
stundaði síðan nám í náttúrufræði í Hafn-
arháskóla til 1887, en hvarf þá frá námi að
loknu einkaprófi hjá prófessorum háskól-
ans í náttúrufræði. Gerðist hann þá kenn-
ari við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum,
og var hann síðan kennari við þann skóla,
unz hann tók við skólameistaraembættinu
1908, en þá var skólinn fyrir 6 árum fluttur
til Akureyrar. Gegndi hann því embætti til
dauðadags 21. janúar 1921.
Hér er ekki unnt að rekja hin fjölþættu
störf Stefáns Stefánssonar. En hann bjó stór-
búi á Möðruvöllum í Hörgárdal um tvo
áratugi. \rar hann þá löngum í fararbroddi
íslenzkrar bændastéttar um félags og fram-
faramál, bæði sem einn af aðalstofnendum
Ræktunarfélags Norðurlands og formaður
þess um langt skeið, og á öðrum vettvangi.
Alþingismaður var hann á annan tug ára
og auk þess hlaðinn störfum við hvers kon-
ar félagsmál, bæði meðan hann bjó á
Möðruvöllum og eftir að hann fluttist bú-
ferlum til Akureyrar.
En geta vil ég hér stuttlega tveggja þátta
starfa hans, skólamannsins og grasafræð-
ingsins.
Þegar Stefán kom að Möðruvöllum mátti
kalla, að líf skólans blakti á skari. Stefán
hóf þegar harða sókn skólanum til viðreisn-
ar, og átti frumkvæði að mörgum nýjung-
um í skólalífinu, sem allt orkaði á vöxt skól-
ans og viðgang, sem kalla mátti óslitinn frá
komu Stefáns að Möðruvöllum. Eftir að
skólahúsið á Möðruvöllum brann, átti Stef-
án manna drýgstan þátt í að skúlinn flutt-
ist til Akureyrar, og honum var komið í
samband við Menntaskólann í Reykjavík.
En umfram alltréð hann mestu um, að reist
var hið veglega hús Menntaskólans, sem
enn stendur, af þeim stórhug og framsýni,
sem fágætur var um þær mundir. Þá fékk
Stefán því ráðið gegn mikilli andstöðu, að
heimavistir yrðu í Akureyrarskóla. Verður
það seint til fulls metið, hversu mörgum
manni þetta tvennt, heimavistirnar og sam-
handið við Menntaskólann, helir hjálpað
áleiðis til framhaldsnáms.
Otalið er þó, að Stefán var frá öndverðu
sá snilldarkennari, að lengi verður til hans
jafnað. Fór þar saman allt, senr kennara má
prýða. Glæsilegur persónuleiki, fáguð fram-
konra svo af bar, haldgóð og víðtæk þekk-
ing, lifandi álrugi á fræðununr og þroska
nemenda, og fljúgandi mælska. Hann sá
flestum betur kjarna hvers atriðis og kunni
að gera hann ljósan áheyrendum sínunr og
lrreif þá um leið með andríki og eldmóði.
Skólastjórn hans var nreð sönru kostunr
og kennslan. Hún einkenndist af festn og
frjálslyndi. En skólastjórnarárin urðu ein-
ungis 12, og síðari árin átti lrann við nrikla
vanlreilsu að stríða. Þess vegna þokaði skól-
anum skemmra áleiðis, til þess að verða
menntaskóli, en mátt hefði vænta. En Stef-
án treysti svo hornsteina hans nreð þeinr
orðstír, er hann skapaði skólanum, að yfir-
byggingin hlaut að koma fyrr eða síðar.
MUNINN 33