Muninn - 01.01.1964, Qupperneq 6
Stefán Stefánsson og
Steinunn Frímannsdótt-
ir í Kaupmannahöfn
1887.
En þótt starfa Stefáns sem skólamanns
sjái lengi stað, verður þó vísindaafreka hans
lengur minnzt. Hann hóf rannsóknir á
gróðri landsins, jafnskjótt og hann kom að
Möðruvöllum, hélt hann jicim áfram til
aldamóta og liafði þá farið um mestan
Iiluta af byggðum landsins. Meginárangur
rannsókna hans birtist í Flóru Islands, sem
hann gaf út 1901. Þar eru lýsingar allra ís-
lenzkra villiplantna, sem þá voru kunnar,
auk fjölmargra slæðinga og yrkiplantna.
Getið er vaxtarstaða og meginútbreiðslu.
Var þetta að mestu brautryðjendastarf, og
Flóra í senn strangvísindalegt rit og hand-
hægur leiðarvísir hverjum leikmanni, sem
vill kynnast plöntum landsins. Framsetn-
ingin er skýr og á vönduðu máli, en Stefán
hlaut að semja nýtt fræðiorðakerfi og auk
jiess nöfn á fjöldamörgum tegundum, og
tókst hvorttveggja með ágætum, enda var
hann smekkvís á mál og unni íslenzkri
tungu og fegurð hennar. Er í engu ofsagt
að kalla hann föður og höfund íslenzkrar
grasafræði. Auk Flóru samdi Stefán nokkr-
ar stuttar grasafræðiritgerðir og fékkst við
rannsóknir á fóðurjurtum og skrifaði þar
um. Þá samdi hann og kennslubókina
Plönturnar.
Störf og líf Stefáns Stefánssonar einkenn-
ist af fegurð, bjartsýni og vandvirkni. Þeir
Jrættir voru allir sterkir í skaphöfn hans á-
samt mildi og samúð með mönnum og
skepnum. Bera skólaræður hans þessa ljós-
ast vitni.
Með fjölþættum störfum sínum varð
hann einn brautryðjendanna í þjóðlífi voru
í byrjun þessarar aldar, og spor hans eru
hvarvetna mörkuð af fegurð os: gróandi.
Því hyllum vér nú minningu hans með
jriikk og virðingu.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
34 MUNINN