Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.01.1964, Qupperneq 15

Muninn - 01.01.1964, Qupperneq 15
þegar í menntaskóla, verður háskólanámið þeim mun léttara. Kennslan £er að mestu fram í fyrirlestrum, og engir eru skyldugir að sækja þá. Próf eru sjaldan. í verkfræði var t. d. ekki próf nema tvisvar, auk loka- verkefnisins. Svo maður veit lítið, hvernig maður stendur í náminu, fyrr en að skulda- dögunum kemur. Vakna þá þeir við vond- an draum, sem ekki kunna að nota frelsið. — Hvernig lieldurðu að gæfist að inn- leiða akademiskt frelsi strax í menntaskóla? — Það tel ég varla heppilegt. Mennta- skólar eru fyrst og fremst undirbúnings- skólar, og fátítt, að nemendur finni hjá sér áhuga á öllum greinum, sem þó eru þeim nauðsynlegar. Oðru máli gegnir, jægar komið er út í sérnámið. — Væri þá ekki ráð að byrja sérhæfing- una fyrr? — Jú, ég er ekki frá }dví, að hún mætti hefjast einu ári fyrr. Sennilega væri jró heppilegra að vinna þetta eina ár, áður en komið er í menntaskóla. — Persónulegt samband kennara og nem- enda í þýzkum skólum hefur löngum verið rómað. Hvað getur þú sagt okkur um Jrað? — f skólanum þar sem ég var, var það nánast ekkert. Og þannig mun það yfirleitt vera í tækniskólum í Þýzkalandi, því nem- endafjöldinn er svo mikill. — Hvað segir ]dú sem kennari um slíkt persónidegt samband? — Eg segi fyrir mig, að Jrað er einkum tvennt, sem mér finnst leiðinlegt. En það er að ferðast og kynnast fólki. An gamans er ég J)ó ekki frá því, að persónulegt sam- band kennara og nemenda gæti verið æski- legt, svo framarlega sem Jiað er frjálslegt og óþvingað. Þ. e. a s. ég er á móti Jrví, að settar verði einhverjar reglur til að auka það. Þegar maður kennir þetta mikið, vill maður eiga sínar frístundir út af fyrir sig. Og jrið eruð líklega einnig búin að fá nóg af okkur, þegar tímum lýkur. — Telur Jrú, að þýzkir háskólar séu búnir að ná sér eftir áföll stríðsins? — Nei, tæplega. Þeir misstu mikið af fræðimönnum í stríðinu sjálfu, og aðrir fluttust úr landi. Einnig eyðilagðist mikið af byggingum, en mikið kapp er nú lagt á að bæta Jrar um. Og hvað um þýzku þjóðina? — Það er mikill vandi að tala um heila Jíjóð. Eg kynntist mörgum ágætis mönnum í Þýzkalandi og á mestan part góðra minn- inga Jjaðan. — Hvað finnst Jrér svo um fræðslufyrir- komulag menntaskólanna? — í aðalatriðum tel ég það gott. En að sjálfsögðu má ýmislegt betur fara. MUNINN 43

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.