Muninn - 01.01.1964, Side 20
Þaé var o
Knýjandi aflvél skólans tók að ganga
reglulega í byrjun nóvembermánaðar, og
skólalífið fékk sinn vénjulega lit. Engar
verulegar benzínstíflur né íspýtingar færðu
jafnvægið úr skorðum, þótt reyndar hafi
einn góður maður slegið hraðakstursmet í
gegnum hliðið heim að skólanum, en því
má eflaust hnekkja. Föstudaginn 1. nóv. var
tónlistarkynning, og var hún skammarlega
illa sótt. Um kvöldið var svo bókmennta-
kynning, lesið var úr verkum Þórbergs
Þórðarsonar, og var aðsókn prýðisgóð. Um
þessar mundir dró upp óveðursbliku á sviði
stjórnmála, en frumvarp Iiafði verið lagt
fram á Alþingi um verkfallsbönn. Af-
leiðingin varð mikið missætti milli nem-
enda. Smáhópar mynduðust á gönguín, í
stigum og stofum, þar sem menn lýstu yfir
áliti sínu á yfirvofandi verkfallsbanni, og
lyktaði því ætíð með eldheitum deilum. Af
jtessu leiddi, að nemendur mættu of seint
í tíma og voru allir í uppnámi. Var þá grip-
ið til þess ráðs að ákveða allsherjar orrustu
föstudaginn 8. nóv. Var henni haslaður
völlur í setustofunni og ræða bæri „íslenzk
stjórnmál". Fundurinn var á tilsettum tíma
og frummælendur voru þeir Haraldur
Blöndal og Sverrir Kristinsson. Haraldi
tókst að sýna mönnum í gegnum blekking-
ar sínar og sinna flokksbræðra. Heldur var
þessi fundur líflítill enda flestir of sam-
mála. Það kom lram á fundinum, að einn
hlédrægur drengur hefur unr alllangt skeið
lesið Rauðu stjörnuna (þ. e. málgagn
kommúnista í U.S.S.R.) sér til dundurs, og
er heiður af slíkunr málamanni. Daginn
eltir þennan fund hélt Muninn dansleik á
Sal. Til skemmtunar var brugðið upp mjög
raunsæjum svipmyndum úr fyrirmyndar-
fjölskyldulífi ásamt viðeigandi kattarsöng,
en kötturinn var músíkant. Bergþóra Gísla-
dóttir samdi þetta „drama“. Rósberg Snæ-
dal las upp úr sínum ágætu „túristaþátt-
um“. Friðrik Þórleifsson las þar á ofan
lausavísur, mönnum og nrúsum til ganrans.
A eftir var stiginn dans af kröftum. A dans-
leiknunr voru veitt verðlaun í botnakeppn-
inni, en fyrripartar voru gerðir kunnir dag-
inn áður. Hjáhnar Freysteinsson hlaut verð-
launin að öðru sinni. Á mánudaginn II.
nóv. var mánaðarfrí, senr herjað var út fyr-
ir helgina. Daginn eftir var stofnfundur
hagyrðingafélagsins. Var hann á Hótel
Varðborg. Borðuðu þar 8 snillingar 18
manna tertuskammt, en fátt segir af öðrunr
dáðunr. A fimmtudag var fjandinn laus og
farinn að busla í sjónum við Vestmannaeyj-
ar, og var þar mikið eldgos. Fýsti nrarga
þangað farar og gerðust sjöttubekkingar
forgöngumenn, leigðu flugvél og héldu
upp á föstudagsmorgun, en 5. bekkur varð
að sitja heima vegna flugvélaskorts. Ferð
þessi var frentur hrakleg. Veður var Irvasst
og flugveiki gerði illa vart við sig meðal
náttúrudýrkenda. — A miðvikudagskvöld
léku Ingimar Eydal, Andrés Ingólfsson og
lelagar jazz í setustofunni, og var það nrjög
ánægjulegt.
Sunnudaginn 17. nóv. var tónlistarkynn-
ing í setustofunni. Um þessar nrundir fengu
nrenntskælingar að bergja af gömlum jrjóð-
ardrykk, senr Gambri heitir, og fel ég þeinr
að dænra um áhrifin. Föstudaginn 22. var
bókmenntakynning. Kynntir voru Norður-
landahöfundar (þ. e. a. s. frá Færeyjum,
Noregi, Svíþjóð og Danmörk), og var hún
í alla staði nrjög góð. Sunnudaginn 24. nóv.
hélt Óðinn málfund, og var þar rætt um
•18 MUNI.NX