Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1964, Síða 21

Muninn - 01.01.1964, Síða 21
atvinnumál á íslandi, og var þetta annar fundurinn á vetrinum. Daginn eftir var jazzkynning, og virðast nemendur hafa einna mestan áhuga á þessari grein tónlist- ar. Á þriðjudag kom langþráður Muninn út, fyrsta tbl. á þessum vetri. Upp úr helg- inni var hafinn undirbúningur að fullveld- isfagnaðinum. Á þriðjudaginn var söngsal- ur, voru þar brýndar og fágaðar raddir. Á föstudag var önnur raddþjálfun fyrir 1. des. Næsta dag, 30. nóv., voru aðeins kenndir tveir fyrstu tímarnir, síðan var hringt á Sal, en þar minntist Steindór Steindórsson ald- arafmælis Stefáns Stefánssonar skólameist- ara í ágætri og skörulegri ræðu um líf hans og störf. Voru þarna mættir nokkrir gamlir nemendur Stefáns, og var athöfnin öll hin hátíðlegasta. Kl. 8 e. h. sama dag hófst full- veldishátíð M. A. með samdrykkju í borð- stofunni. Það duldist engum, að mjög var til hennar vandað af hálfu 6. bekkjar. Var þetta hóf í alla staði fjörugt, en bar þó há- tíðlegan blæ. Gunnar Eydal flutti fullveld- isræðuna. Jón Benediktsson, fyrrv. yfirlög- reglujrjónn, sagði okkur lrá kynnurn sínum af Stefáni Stefánssyni skólameistara og skólalífinu í hans tíð, en Jón var einn af nemendum hans og til fyrirmyndar í flestu. Mjög voru áhrifamikil orð Brynjólfs Sveinssonar, okkar gamla kennara, en hann lýsti viðhorfum sínum til fullveldisdagsins 1. des. 1918, og til sjálfstæðis þjóðarinnar. Þarna söng skólakórinn undir stjórn Her- manns Stefánssonar, einnig var almenn þátttaka í söng. Á eftir var farið niður á gamla Sal. Hafði skólinn verið frumlega og skemmtilega skrýddur. Sjöttubekkingar virðast hafa mjög ríkt hugmyndaflug, mið- að við allt, sem þar gaf að líta. Menn áttu Jress kost að dvelja í dimmum kompum helvítis eða í björtum sölum himnaríkis, en Jjótt undarlegt megi virðast kusu fleiri fyrri staðinn, hvað svo sem það kann að tákna. Síðasti mánuður var mjög umhleyp- ingasamur, og voru tíðum vond veður. En allt er gott þá endirinn er góður. J. Á. Bridge í bridgeheimi M. A. hefur ekki gerzt mikið, það sem af er vetri. Þó er tvímenn- ingskeppni lokið. Tólf pör mættu til keppni, og voru spilaðar þrjár umferðir. Eftir fyrstu umferðina var engu hægt að spá um úrslit. Að annarri umferð lokinni fóru línurnar að skýrast. T. d. datt parið úr öðru sæti niður í Jrað neðsta. Fyrir sein- ustu umferð munaði 30 stisjum á 1. o°' 3. pari. Úrslit urðu þau, að efstir urðu Har- aldur Jóhannesson og Páll Þórðarson með 425 stig, en Jæir voru sigurvegarar frá fyrra ári. Aðrir urðu Sigurður Hafliðason og Ei- ríkur Ragnarsson með 379 stig. Þeir eru jafnir spilamenn og ekki mikið fyrir fljót- færnislegar sagnir. Þriðju urðu Jónar tveir, annar Arason, hinn Jónsson. Þeir voru nokkuð mistækir, og voru sérlega miður sín í fyrstu umferð. Þeir hlutu alls 378 stig. Fjórða sætið hrepptu Guðmundur Oddsson og Steinar Þorsteinsson með 343 stig. Þeir eru óhikandi í sögnum en full- djarfir. Sveitarkeppnin mun hefjast að loknu jólaleyfi. Komið hefur til tals að hefja ein- menningskeppni, en óvíst mun, hvort hægt muni verða að koma Jrví við. Að lokum er hér eitt spil, sem spilað var laugardagskvöld eitt. Spilin lágu, sem hér segir: Norður: Spaði: 9, 6, 5, 2. Hjarta: k, 4, 3. Tígull: 5, 4. Lauf: á, 8, 5, 2. Yestur: Spaði: á, 10, 3. Hjarta: 8, 2. Tígull: á, 6, 2. Lauf: d, 10, 9, 7, 3. (Framhald á bls. 51.) MUNINN 49

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.