Muninn - 01.02.1972, Qupperneq 2
HUGLEIÐIIMGAR Ul\l
HEIMAVISTARSKRIF
í síðasta tölublaði Litla-
Munins var mikið og misjafnt
skrifað um heimavistina og all
víða hallað réttu máli. Grein
þessari er ætlað að leiðrétta
þar nokkur atriði.
í blaðinu birtist löng og „ít-
arleg“ grein um vistarráð, en
höfundur virðist alls ekki vera
málunum nógu kunnugur.
Hann segir svo: „í fyrra
gerðist það, að tveir eða þrír
menn gengu á fund skólameist
ara og vistarvarðar og greindu
frá óánægju vistarbúa og
lögðu fram tillögur, sem verða
kynnu til úrbóta.“ Síðan seg-
ir, að nokkrar úrbætur hafi
fengizt, þar sem útivistarleyf-
in eru, en þar næst stendur:
„Gegn þessu urðu menn að
draga niður í öllum hljóm-
flutningstækjum á tímabilinu
16.30 — 19.00 dag hvern, einn
ig samþykkti nefndin, sem
sennilega var valin af skóla-
meistara (leturbreyting höf.),
fyrir hönd vistarbúa, að elcki
yrði um fleiri leyfisveitingar
að ræða.“
Menn þeir, sem hér er átt
við, voru ekki tveir eða þrír
og elcki valdir af skólameist-
ara, eins og greinarhöfundur
virðist halda, heldur var hér
um að ræða þáv. form. Hug-
ins, Benedikt Sveinsson, þrjá
hagsmunaráðsmenn, Bjarna
Torfason, Sigurð Ólafsson og
Pétur Guðmundarson, og Sig-
urgreir Þorgeirsson, sem
gengu á fund skólameistara
vorið 1970 til að leita hóf-
ana um úrbætur á vistinni.
Á þessum tíma voru engar
skráðar reglur til fyrir heima-
vistina, og höfðu margir vist-
arbúar kvartað vegna þess, m.
a. við hagsmunaráð, en á þess
um fyrsta fundi með skóla-
meistara voru lögð drög að
þessum reglum. Um haustið
var síðan endanlega gengið
frá þeim reglum, sem gilt
höfðu. Má þar nefna útivistar
leyfi hálfs mánaðarlega, en
meira fékkst ekki framgengt,
setustofan skyldi opin frá há-
degi, en svo var ekki áður,
að lestrartími var ákveðinn kl.
16 — 18.30 og heimsóknir all-
ar og truflanir bannaðar á
þeim tíma. Þetta hlaut að
vera vistarbúum hagsmuna-
mál, enda þótt Eilci líti á það
sem fórn af þeirra hálfu. Að
síðustu var svo ákveðin stofn-
un vistarráðs, er skyldi vera
húsbónda heimavistar til að-
stoðar við eftirlit og fjalla um
agabrot ásamt honum og skóla
meistara.
Að baki vistarráðs var sú
hugmynd, að agabrot myndu
skoðast frá fleiri sjónarmið-
um, þar sem vistarráðsmenn
væru e. t. v. kunnugri mála-
vöxtum í mörgum tilfellum.
Sú hugmynd er alröng, sem
sumir virðast hafa, að vistar-
ráð eigi í einu og öllu að bera
blak af öllum brotlegum
mönnum, heldur er því ætlað
að tryggja, að öll máli fái sem
réttlátlegasta afgreiðslu.
Síðan núverandi húsbóndi
heimavistar tók við, hefur ver
ið tekið mjög vægt á agabrot-
um vistarbúa, sem e. t. v. má
reiknast mörgum í hag, og eft
ir að vistarráð var stofnað,
hefur aðeins einum manni ver
ið vísað af vist. Þetta er í eina
skiptið, sem vistarráð hefur
verið kallað saman til að fjalla
um agabrot, og var engum
blöðum um brottvísun að
fletta.
Það hlýtur öllum að vera
ljóst, að þar sem svo margir
búa í heimavistinni, verða á-
kveðnar reglur að rílcja, til að
viðunandi friður megi haldast.
En frumskilyrðið, til að þær
regiur beri árangur, er auð-
vitað það, að vistarbúar geri
sér ljóst, að þær séu settar
þeirra vegna, og því verði þeir
sjálfir að framfylgja þeim. —
Það er engum einum manni
ætlandi að sjá til þess, að allt-
af sé næði á allri vistinni, ef
ekki kemur til stuðningur vist
arbúa sjálfra.
En hverfum nú aftur að
grein Eika. Síðar í henni seg-
ir svo: „Þessi stofnun vistar-
ráðs var til þess ætluð að sefa
óánægju vistarbúa, gefa þeim
smjörþefinn af svokölluðu lýð
ræði, en herða ólina að hálsi
þeirra um leið.“
Hér væri gaman að vita,
hvaða ól hefur verið hert að
hálsi vistarbúa, síðan vistar-
ráð var stofnað. Eilci skal
eklci geta nefnt nokkra ein-
ustu ráðstöfun, sem gerð hef-
ur verið í tíð ráðsins og ekki
hefur verið til aukins frjáls-
ræðis eða bóta á annan hátt,
enda er það augljóst á grein-
inni, að hann er málunum
harla ókunnugur, og þess
munu líka fáir minnast, að
hann hafi sýnt þeim mikinn
áhuga fyrr.
í greininni „Heimavistar-
mál“ ber að líta eftirfarandi
klausu: „Persónulegt cryggi
fyrirfinnst tæplega á vist Hús
bóndi hefur lykla að öllum
hurðum og hirzlum og getur
vaðið í þær eftir eigin geð-
þótta.“ Við sama tón kveður
og í svörum margra, sem
spurðir voru um ástandið á
vistinni.
Hér verður ekki annað séð,
en húsbóndi heimavistar sé
vændur um misnotkun lykla-
valda sinna.
Nú liggur það ljóst fyrir, að
húsbóndinn verður að hafa
lykla að öllum herbergjum og
skápum, enda verður að
treysta því, að maður í hans
stöðu sé þess verðugur. Það
Hver sefur svo vært?
lcæmi sér illa fyrir mann að
týna lyklum sínum, ef engir
varalyklar væru til, og hver
skyldi hafa þá annar en hús-
bóndi heimavistar? Auk þess
geta þær aðstæður skapazt,
að vistarvörður þurfi inn í
herbergi manna að þeim fjar-
verandi, og til þess hefur hann
óskoraðan rétt, þótt ýmsir
haldi öðru fram.
Þessi sama grein endar á
kaflanum „Leiðir til úrbóta“.
Þar er bent á, að húsbóndi
ætti að halda reglulega fundi
eða hafa einhvers konar við-
ræður við vistarbúa.
í því sambandi má nefna,
að húsbóndi heimavistar er
oftast nær við, og tii hans
geta menn leitað, einn eða
fleiri sarnan, með umkvartan-
ir og úrbótatillögur, en það
hefur sjaldan verið reynt.
Það er trúa okkar, að til
frekari tilslakana á heimavist
inni verði íbúar iænnar að
sýna, að þeir geti haldið þær
reglur, sem nú gilda, og þá
yrði eftirleikurinn léttari.
T. d. er va'rt við því að bú-
ast, að vistin verði opin um
nætur, meðan ekki tekst að
halda friði þar á daginn.
Að síðustu viljum við víkja
að greininni „Hvar var hús-
bóndi heimavistar", eftir Ein-
ar Steingrímsson og Björn
Garðarsson.
I henni eru ýmsar ærumeið
andi aðdróttanir, og því alvar
legri, er greinin hefur birzt í
dagblaðinu Vísi og borizt víða
um land.
Er það og greinilegt, að
greinin er skrifuð af einhverri
þrá til að vekja úlfúð og sár-
indi, og þurfa greinarhöfund-
ar sízt að halda, að þeir vinni
málefnum vistarinnar vel með
slíkum ritstörfum, enda munu
aðrar hvatir búa þar undir.
Það er athyglisvert, að ó-
læti þau, sem voru á vistinni
það kvöld, sem greinin fjallar
um, teija höfundar hafa staf-
að af fjarveru húsbónda
heimavistar, og virðist fjar-
vera hans eiga að vera afsök-
un fyrir ókyrrðinni.
Ekki virðast þessir höfund-
ar hafa mikla trú á þroska
vistarbúa, ef þeir ætlast ekki
til sömu kyrrðar á heimavist,
þótt aðrir gegni störfum hús-
bónda heimavistar einstöku
sinnum, og því skyldu þessir
menn gera sér grein fyrir, að
friður er ákveðinn á vistinni
þéirra vegna og annarra, sem
þar búa, og sízt skyldu þeir
kvarta yfir ónæði, sem ekki
geta þagað án þess að hafa
svipuna yfir sér. Er þetta og
því einkennilegra, þegar ýms-
ir menn, og e. t. v. þeir sömu,
eru kvartandi yfir því, að
Gunnar Steindórsson sé með
nefið niðri í hvers manns
koppi.
Hvatarskrif þeirra Einars
og Björns enda á nokkrum
spurningum og þeirri fyrst,
hvar húsbóndi heimavistar
hafi verið, þetta umrætt
kvöld, og einnig eru aðdrótt-
anir um, að hann hafi ekki
verið þar til að gegna sínu
starfi.
Báðir þessir menn hafa
sagt, að þeir vissu hvar hann
var, og því hefðu þeir sízt
þurft að spyrja, en illkynjaðar
hvatir ráku þá til þess.
Hvar svo húsbóndi heima-
vistar var þetta kvöld, kemur
hvorki þeim né öðrum mönn-
um við.
Hann hafði ráðið tvo lög-
ráða menn til að gæta vistar-
innar fyrir sig umrætt kvöld,
og var ekkert við það að at-
huga. Það getur enginn ætl-
azt til þess, að einn maður
ráði sig í átta mánaða sam-
fellt starf, án þess að eiga frí
eina einustu kvöldstund, enda
eru þau ekki mörg kvöldin,
sem Gunnar Steindórsson er
fjarverandi af heimavist. Það
lýsir því einstakri rætni og
iliu hugarfari að hengja hatt
sinn á þessar fáu undantekn-
ingar, og ættu greinarhöfund-
ar að reyna einhverjar heið-
arlegri leiðir til að afla sér
mannvirðinga.
Það er alls ekkert nýmæli,
að sá, sem gætir heimavistar
við MA ráði fyrir sig nemend-
ur úr skólanum einstöku sinn
um, og tíðkaðist slíkt iðulega,
meðan skólameistarar gættu
vista. Þeirri spurningu, hvort
sonur húsbónda hafi haft rétt
til að fara með vald hans,
þarf því sízt að svara.
Skal það svo verða endirinn
á grein þessari, að ráðleggja
þeim Einari Steingírmssyni og
Birni Garðarssyni að láta af
þessum ofsa sínum og leita
siðaðra manna leiða til að ota
sínum tota.
Sigurgeir Þorgeirsson,
Pétur Guðmundarson.
ÚTVEGSBAIMKI
ÍSLANDS
útibúið Akureyri
Annast öll venjuleg bankaviðsldpti
innlend sem erlend.
Opið alla virka daga nema laugardaga frá 9.30 — 12.30,
1-4 og 5.30-6.30.
2