Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 5

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 5
LRBS AKLREYRENSIS 8 gr. Formaður Hugins hefur yfirumsjón og eftirlit með starfi allra deilda og ráða Hugins. Akureyri. Þetta nafn hljóm aði fjarlægt í eyrum manns. Jú, þetta er þarna fyrir norð- an, þar sem tómur snjór og kuldi er á vetrum, og þar sem fólkið talar með stórum pé- um, káum, emmum og téum. Svo skiða þeir þarna líka. — Þangað var ferðinni heitið haustdag nokkurn fyrir þrem- ur árum. Svolítið upp með sér kvaddi maður vini og vanda- menn. þvi að nú átti maður að verða menntskælingur. Þetta orð hafði öðruvísi hljóm an en öll önnur orð, þar að auki komu alltaf myndir af þeim í Mogganum á sauii- ánda júní með hvítu rósina i hnappagatinu og með húfu. Það hlaut að vera gamar. að eiga svona húfu og mynd í Mogganum. Síðan hef ég uppliíað það að sjá Akureyri birtast úr skýj unum. Setið við bækur og annan verknað; gengið um Hafnarstræti, þar sem stöðu- mælarnir eru. Snjór hefur fall ið til jarðar, og ég hef troðið hann í strigaskóm í næstum þrjá vetur með skólatöskuna undir handleggnum; farið upp og niður kirkjutröppurnar og séð menn kasta vatni utan í guðshúsið. Og klukkurnar klingdu á korters fresti. Utan í brekkunni hanga húsin og virðast geta dottið fram yfir sig þá og þegar, en niðrá eyrinni hlyldcjast göt- urnar á milli húsa, sem dreift hefur verið af handahófi. í öllum þessum húsum er fólk, venjulegt fólk, en þó öðruvísi en venjulega fólkið heima. Það virðist lifa í sínum sér- staka kassa og þekkir ekki fóikið eða vill ekki þekkja það, sem býr í næsta kassa. Það er eitt á parti. Það er eins og Palli sé ennþá einn í heiminum. Fólkið virkar kann ski hrokafullt út á við; er á- nægt með sig og sína og þolir illa, að bænum sínum sé hall- mælt. „HelvíTis hálfviTi erTu,í‘ hrekkur þá kannski uppúr því, en sumir telja þaö versta blótsyrði Norðlendinga. Þó held ég, að þetta sé nú sossum bezta fólk. Það fer til vinnu sinnar í verksmiðjuna eða á aðra staði með hitabrúsa og nokkrar brauðsneiðar í makkintósdoll- um. Flýtir sér með stýrurnar í augunum, og kirkjuldukkurn ar klingja átta. Dagurinn líður við vanabundin störf. Sama handahreyfingin er endurtek- in æ ofan í æ; sama hugsun- in hugsuð. Kaffið er drukk- ið með brauðinu, sem hefur sama bragð og í gær. Svo er klukkan orðin fimm. Fólkið lokar dyrunum á eftir sér og heldur heim á leið með tóm- ar makkintósdollur. Átta tím- arnir eru liðnir. Nú er hægt að dunda eitthvað fram að kvöldmat, opnað svo fyrir kassann og setið við bjarma skermsins með bláma í and- litinu þangað til rúmið kallar og nóttin kemur. Ófæddur er næsti dagur, sem verður tví- fari allra hinna. Á eldhúss- borginu stendur full bitadolla. Fólkið sofnar ánægt, því að framtíðin er trygg; bara að mæta á morgun og vinna átta tímana. Það verður örugglega vinna, þótt það rigni, blási eða lygni. Og það er eins og fólkið verði vanabundið sem vinnan. Kannski verður það eilítið þröngt í hugsun. Vill ekki láta breyta neinu, því að þá gæti það ekki gengið sömu götuna, eða þá, að áttatím- arnir breyttust. Geðsveiflurn- ar verða minni. Götuslóðinn þrengri, þar sem fátt er um beygjur eða brekkur og alls engir afleggjarar. Allt kom þetta undarlega fyrir sjónir, er ég kom hér fyrst. Ættaður úr sjávarplássi, þar sem veðrir ræður næstum öllu um hagi og atvinnu fólks ins. Um miðja nótt guðar for- maðurinn á gluggann og ræsir í róður. Eiginmaðurinn rís úr rekkju og skilur konu og börn eftir. Svo líður nóttin. Þegar grá skíma morgunsins er á, halda hvítklæddar konur í stíg vélum til vinnu sinnar. Hvítar skuplur eru á höfðum og svuntan og hanzkarnir í hend inni. Fisklyktin berst á móti þeim, þegar þær ganga inn í stöðina, þar sem gulum þorski er breytt í Bandaríkjadali eða bláum ufsa í þýzlc mörk. Ef það er hrota, er unnið fram í rauðan dauðann, því að ekki má aflinn skemmast. Eitt eftir miðnætti halda vinnulúnar konur og menn heim í hátt- inn. Kattarþvottur er látinn duga. Draumarnir bíða og næsti dagur. — En svo koma tímar, er veðurguðirnir ham- ast og ekkert er róið. — Land lega. — Bátarnir liggja hlið við hlið í höfninni. Þeir kippa í festarnar til að losa sig, en vagga svo létt þess á milli. Nú synda fiskar óáreittir, og enginn vinna niðrí stöð. Sjó- menn ganga með höndur í vös um, en sjórinn er bólginn og vindurinn gnauðar. Vindarnir stjórna lífinu. Hér blóta menn veðrinu með órödduðum hljóðum og litlum stöfum og sumir gera greinarmun á kvöl um og hvölum. Þetta fólk er í meiri tengslum við náttúru- öflin. Skapgerðin verður eins og vindarnir. Logn og blíða, allhvasst eða hávaða rok með éljum. Með þessu er ég ekki að mæla með þrældómi myrkr- anna á milli. Mér finnst bara, að þegar sami hluturinn er gerður á sama stað á sama tíma með sömu aðferð, hljóti þeir. sem svo gera, að verða eins og þankalausar vélar. Krói. Það hefur enginn gengið þess dulinn, að félagslíf inn- an Emmu í vetur hefur nán- ast sagt verið lítilfjörlegt. Þó að það standi í lögum skólafélagsins, að málfunda- deild eigi að halda minnst einn málfund á vetri, þá er það ögn ,,Iousy“ að fylgja lág markinu, eða hvað finn'st þér, Rögnvaldur? Hvar eru svo þeir sérfróðu menn, er oss skyldu fræða um þjóðmál? Hættu nú hinum árangurs- lausu og illsjáanlegu ræktun- arstörfum þínum og stattu fyr ir málfundi áður en kjörtíma- bili þínu lýkur hinn 1. marz, að óbreyttu ertu ekki starfi þínu vaxinn. Af öðrum deildum er svip- aða sögu að segja, og er það leitt. Hverju er að kenna þessi deyfð, sem í vetur virðist hafa lagzt yfir félagslífið? Áhuga- leysi nemenda eða getuleysi þeirra, sem við höfum kosið til að stýra félagsmálum. Ég vil vísa til framanritaðr- ar 8. gr. skólalaganna, því að ég skil hana á þann veg, að formaður skuli verka sem hvati á stjórnarmeðlimi und- irdeilda og hotta á þá, er lítið gerizt. I þessum efnum hefur forystan brugðizt algjörlega, því að sá, er skyldi hotta, hef- ur reynzt svo til dauður punkt ur allan þann tíma, sem hann hefur ríkt. Sem dæmi um það, sem virðist vera áhugaleysi, má nefna, að í vor datt út einn af meðlimum tónlistardeildar. í haust var þetta lausa sæti auglýst, og fram komu tveir menn með framboð, en enn- þá hefur ekki verið kosið. Þú áttir, Sigurgeir, samkvæmt þeim lögum, sem þú hefur oft hampað, að standa fyrir þess- um kosningum, en nú eru liðnir 3 mánuðir síðan þær kosningar áttu að fara fram, en ekkert hefur bólað á þeim. Hverju er til að svara? Antabus. ARÐLR — hvað er það? Tekjuafgangi kaupfélags er skilað aftur sem arði til félagsmanna — eigendanna. Því meir sem félagsmað- ur verzlar við kaupfélag sitt, því fleiri krónur fær hann í arð. í árslok 1970 áttu félagsmenn KEA — 5813 að tölu — inneignir, sem myndast höfðu á þennan hátt hjá kaup- félaginu, að upphæð Kaupfélögin eru frjáls samtök til bættra lífskjara og aukinna framfara. Nemendur! Kynnið ykkur starfsemi kaupfélaganna! KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.