Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 11

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 11
Frá kvikmyndadeild Þessar bækur og tímarit um kvikmyndir eru í bókasafni nemenda: Georges Sadoul: Filmens verdenshistorie 1-3. (Rhod- saga kvikmyndarinnar frá upp hafi til 1968. (os 1968). Merk asta ritverk á þessu sviði. Se det er film — i klip. (Fremad 1970). Úrval greina um einstaka leikstjóra og myndir, stefnur og kenningar eftir færust ukvikmyndagagn- rýnendur heims og aðra, t. d. Eisenstein. Carl Th. Dreyer: Om Film- en (Gyldendal 1964). Greinar og viðtöl. Nina Hibbin: Eastern Eu- rope. (Screne series 1969). — Yfirlit yfir leikstjóra, leikara og tæknimenn austantjaldsríkj anna 1945 — 68. Niels Jensen: Filmkunst (Gyld endal 1970). Kvikmyndasaga, spannar frá upphafi til 1968. Björn Rasmussen: Verdens bedste film. (Politkien 1970). Rakinn söguþráður 150 mynda og þær metnar. Jens Pedersen: Om at se film. (Gjellerup 1971). — Kennslubók, sem fjallar um uppbyggingu kvikmynda og gerð, stefnur og gagnrýni. — Meðal kafla: 1. Kvikmyndin og áhorfandinn. 4. Tónhlið kvikmyndarinnar. 5. Heild kvikmyndarinnar. 7. Tegund- ir kvikmynda, einstaklingur- inn og samfélagið. Chris Brögger: Film (Borg- en 1966). Kennslubók ætluð gagnfræðaskólum. Mjög svip uð Om at se film, en yfir- borðskenndari og óýtarlegri. Kosmorama: Gefið út af „Det Danske Filmmuseum.“ tölublöð árlega. Chapli: Gefið út af „Svensk Filminstitutet". ö sinnum ár- lega. Sight and sound: Gefið út af „The British Film Insti- tute.“ 4 tölublöð árlega. Athugið annars vegar, að í ofannefndum bókum og rit- um er unnt að finna fróðleik og upplýsingar um allar þær myndir, sem kvikmyndadeild- in sýnir, og hins vegar, að ó- heimilt er að fara með bæk- urnar jafnt sem tímarit út fyr- ir safnið. (Þið, sem tókuð Filmárbogen 1971 og Chaplin 100, vinsamlegast skilið þeim aftur). Litli- MUNINN (sem óx) Helztu ættingar og aðstand- endur: Kristinn R. Ólafsson (KRÖI). Einar Sigurjónsson. Sigurður Guðjónsson (ábm.). Óskar Einarsson (ábm.). Hallgrímur Viktorsson. Rúnar Sigþórsson. Pálmar Arnarsson. Ásamt nokkrum öðrum Salta- torum og fáeinum fjarskyld- um ættingjum. Hvað er drengskapur? Sá furðulegi atburður átti sér stað fyrir skömmu, að við undirritaðir vorum kall- aðir fyrir skólameistara, Steindór Steindórsson. Til- efnið var það, að við höfð- um stuttu áður birt í Litla- Muninn greinina „Hvar var húsbóndi heimavistar?“ — Steindór sagði þetta ódrengi legar aðfarir og að við gæt- um ekki drengskaparmenn heitið, nema við bæðum hús bónda heimavistar afsökun- ar á þessu. Þessi atburður er að vísu ekki ýkja furðulegur út af fyrir sig. En þegar Steindór lýsir því yfir í viðtali við Vísi 27. jan., að við séum rógberar og lygarar og að ekker't hafi gérzt, þá dettur manni ósjálfrátt í hug: Eru þetta drengilegar aðfarir og ummæli? Getur skólameist- ari heitið drengskaparmað- ur, nema hann biðji afsök- unar á þessu? Einar Steingrímsson, Björn Garðarsson. FEITI- IUUIMIIMN — — Handhafar Ijósmynda í feita Muninn verða birt- ar allmargar ljósmyndir, þá einkum þær, er frumlegar eða listrænar geta talist. Eru allir þeir, sem hafa slíkar ljósmyndir undir hönd um, hvattir til að koma þeim til ritstjórnar í síðasta lagi fyrir 15. feb. — — Handhafar ljóða og smásagna Ekki verður efnt til sam- keppni um beztu ljóð og smásögur, því það er skoð- un okkar, að gróðahyggja og samkeppni sé óæskilegur grundvöllur listsköpunar. í stað þess hvetjum við alla, sem hafa ljóð og smá- sögur undir höndum (eða í höfði) að koma þeim til rit- stjórnar fyrir 10. feb. (í síð- asta lagi). — — Auk þess Auk þess verður birt í feita Muninn annað það efni sem alltaf hefur birzt í slík- um blöðum, þ. e. greinar og hugleiðingar um pólitík og hvaðeina. Verður það að berast fyrir 10. feb. Allt það efni, sem tilheyr- ir dægurmálum og allir lé- legir brandarar birtast ekki í feita Muninn. Litli Muninn telcur við því, en hann kem- ur út eftir ca. hálfan mánuð. Ritnefnd (H) Enn einu sinni um EINIÍ/IIVIAL Vantar ferða- og bíðfélaga. Tilboð sendist blaðinu, merk Tryggvi. kaffisölumál I fyrra, er ég var á ferð í höfuðborginni, kynntist ég nokkuð kaffisölu og franskbrauðsáti þeirra Emmerringa í Kassanóva. Þótti mér ilmurinn yndæll og bragðið eftir því. Gekk ég í salinn og þreytti mjaðardrykkju mikla. Efnasamsetning efnis- ins þótti mér efnileg, enda af miklum efnum gerð og efnileika- fólki í eftirlætisnámsefni mínu, efnafræði. Er þar næst til að taka, er drykkjan magnaðist, að ég fékk þá góðu hugmynd að innleiða þvílíkan kaffikúltúr hjá okkur. Furðulegur fannst mér sá furðulegi mótþrói, sem frumhug- mynd mín fékk hjá fimmtubekkjarfélögunum, sem virðast vera hinir verstu nirflar og fjárglæpamenn, jafnvel verri en verstu framatotamenn innan frumsóknarflokksins. En vegna mikils frumsóknarvilja hjá mér, tókst mér að kippa plógnum úr plógfari sínu á þeim peningaakri, sem við erum, og fá þessu bráðnauðsynlega hagsmunamáli framgengt. Er nú svo komið, að kaffið er nú drukkið ótæpilega, þrátt fyrir táfnyk mikinn í kaffihöllinni. Og er nú engum raun að komast að raun um raunverulegt gildi kaffis í Rauninni. Að lokum vil ég bera þá tillögu fram, að byrjað verði að selja kaffi og útíþa og meira útíða og að lokum alveg glás útíða og mætti þá sleppa kaffinu og spara með því kaffilögunar- konuna. Eng-var-Teitur-af-öli-sérhagsmunaóráðsmaður. Hverjir vilja næsta blað? 8. tölublað. Föstud. 4. feb. ‘71 Áhugamenn hafi samband við ritstjórn. Uppáfararorð - Framhald af bls. 1. Við viljum taka það fram, að strax í upphafi, þegar við tókum að okkur útgáfu þessa blaðs, ákváð- um við að birta allar grein- ar,,er bærust okkur í hend ur. Aðstandendur. GÓÐAN DAGIIMN Kennarinn: „Ef þið sjáið einhverntíma hveitipoka á ensku, þá stendur á honum flour.“ Jósep Blöndal talar um þör- ungasveppi: „Þræðirnir eru svo smáir, að þegar við sjáum einn þráð sér, þá sjáum við hann alls ekki.“ Tileinkað Þórhalli Pálssyni húmorista. Myndatökuna FÁIÐ ÞÉR HJÁ OKKUR. -------— Fljót og góð afgreiðsla. FILMAIM Hafnarstræti 101 — Akureyri — Sími 12807 11

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.