Muninn - 01.02.1972, Qupperneq 7
Fimmtudaginn 3. febrúar
Fyrir tveim árum var hald-
ið hér í skólanum allsögulegt
nemendaþing. Síðan hefur oft
verið talað um það að halda
bæri annað þing eða a. m. k.
koma af stað e.k. hringborðs-
umræðum eins og t. d. ég
minntist á í hælisbréfi í síð-
asta tbl. Litla-Munins. Er nú
í bígerð að halda annað þing.
Margan lærdóm má af hinu
fyrsta nemendaþingi draga og
margt rná betur fara, enda var
það meingallað, einkum hvað
snertir form og samsetningu,
þ. e. val þingfulltrúanna.
Vil ég gera hér að umtals-
efni mikilvægustu atriðin að
mínum dómi. Þau eru: í fyrsta
lagi, að umræðumar verði
sem opnastar, í öðru lagi
þurfa sem flestir kennarar að
taka þátt í þessum umræðum,
og í þriðja lagi að þær verði
á háu sviði, ef svo má segja.
Fyrsta atriðið
Aðalmarkmið svona um-
ræðna (eða þingS) er það að fá
fram frjó skoðanaskipti um
skólann og samfélagið, og
gagnrýni á það. í von um
breytingar til úrbóta — þótt
síðar verði. Þess vegna verða
umræðurnar að vera opnar
öllum þeim, sem eitthvað hafa
til málanna að leggja. Sömu-
leiðis er óæskilegt, að þarna
verði fólk, sem hafi verið val-
ið eða skipað til starfans og
tekur því e. t. v. ekki þátt í
umræðum vegna eigin áhuga
heldur frekar vegna annar-
legra sjónarmiða, svo sem per
sónulegs metnaðar o. s. frv.
Enda hlýtur þar alltaf að vera
markmið í sjálfu sér, að allt
sem við gerum sé gert af á-
huga en ekki sem kvöð, og á
það sérstaklega við um slík
mál sem þetta.
Annað atriðið
Fyrir utan þær breytingar
til úrbóta, sem umræðurnar
hefðu í för með sér, ætti að
nást betri skilningur milli
kennara og nemenda og nátt-
úrulegri tengsl. Kennarar og
nemendur hafa sameiginlegra
hagsmuna að gæta í sambandi
við skólakerfið, því má hvor-
ugan aðilan vanta, ef umræð-
ur eiga að verða einhvers
virð. Er það því eitt af megin-
atriðum þessa máls, að sem
flestir kennarar taki þátt í um
ræðunum.
Þriðja atriðið
Einn stærsti galli fyrrnefnds
nemendaþings var sá, að mik-
ill hluti þingsins fór í smá-
smugulega gagnrýni á einstök
kennslufög og þá um leið
kennara. Slíkt er algjörlega út
í hött og má ekki henda aftur.
Persónuleg gagnrýni á skil-
yrðislaust að fara beint til við
komandi aðila án viðkomu á
opinberu þingi.
Þess verður að gæta vendi-
lega, að slíkar umræður verði
á breiðum grundvelli. Þá á ég
við, að skólakerfið sjálft verði
tekið fyrir (lögin um mennta-
skóla, reglugerðin, sérlög MA
og þ. h.). Auk þess yrði skil-
greind staða skólans í þjóðfé-
laginu og ýmis hugtök og fyr-
irbrigði telcin fyrir, s. s. nám,
menntun o. s. frv. eftir því
sem þurfa þykir. Allar um-
ræðurnar verða vitanlega að
vera í víðu þjóðfélagslegu
samhengi.
Innan þessa grófa ramma
myndu svo þátttakendur í um
ræðunum ákveða nánar hvað
tekið yrði fyrir. Einnig myndu
þeir sjálfir ákveða fyrirkomu-.
lag umræðnanna, en það hlýt
ur að fara m. a. eftir fjölda
þátttakenda. Æskilegast væri,
að þátttakendur myndu skipta
sér niður í starfshópa eftir á-
hugasviði sínu.
Ég læt svo að lokum þá
von í ljós, að væntanlegar
hringborðs- og starfshópaum-
ræður standi undir því heiti
að vera opnar umræður nem-
enda og kennara um skólamál
á breiðum grundvelli og þátt-
taka kennara og nemenda
verði mikil.
Lagabreytingar
Skv. lögum Hugins á að
halda aðalfund I fyrir 10.
febrúar nk. Eina efni þessa
fundar er lagabreytingar. Fyr-
ir tveim árum var gerð algjör
bylting á skipulagi félagslífs-
ins. í heild voru þær breyting-
ar, sem þá voru gerðar, ákaf-
lega mikið til bóta. Nú eftir
tveggja ára reynslu hefur ým-
islegt komið í ljós, sem betur
má fara. Eru það einkum lög-
in um hagsmunaráð, sem
þurfa lagfæringar við, og
sömuleiðis lögin um formann
Hugins.
Annars er það svo með lög
skólafélagsins, eins og svo
mörg önnur lög, að það vant-
ar eina lagagrein aftast, sem
sé þá, að ,,lög þessi má brjóta
að vild, ef vera kynni, að öfl-
ugra félagslíf næðist með því
móti.í1 Því að aðaltilgangur
laganna er að ná fram sem
mestu félagslífi. Það er því
illt, þegar einhver embættis-
maðurinn reynir (vegna ann-
arlegra sjónarmiða) að koma
í veg fyrir félagslíf í krafti
síns embættis. Þetta hefur
hent oftar en einu sinni og
er skemmst að minnast að-
gerðanna gegn fjórum með-
limum þjóðmáladeildar sl. vet
ur og síðar morðsins á þjóð-
máladeild. Þegar þannig
bregður við er lögunum beitt
gegn tilgangi sínum.
Þjóðmáladeild
Nú á næsta aðalfundi má
fastlega gera ráð fyrir því, að
lagagreininni um þjóðmála-
deild í gömlu lögunum verði
skotið inn í lögin aftur, lítið
breyttri. Hefði betur verið, að
það óheillaverk að myrða þjóð
máladeildina, hefði aldrei ver
ið unnið. En nú er sem sé
tækifærið aftur komið til að
endurreisa hana. Ef svo verð-
ur, má aftur vænta mikillar
grósku í umræðum um þjóð-
mál og heimsmálin yfirleitt.
Máli mínu til stuðnings get
ég nefnt, að þjóðmáladeildin
gamla hélt a. m. k. sjö þjóð-
málakynningar, þar sem ýms-
ir þekktir menn mættu (s. s.
Gunnar Thor., Einar Olgeirs-
son, Ólafur Ragnar Grímsson
o. fl.). Hún gaf út eitt tbl. af
„Blaðinu“ auk einblöðunga.
Einnig stóð hún fyrir kvik-
myndasýningu o. fl. Hins veg-
ar hefur arftaki þjóðmála-
deildar, þ. e. málfundadeild,
haldið eina þjóðmálakynn-
ingu, staðið fyrir kvikmynda-
sýningu (og haldið einn mál-
fund), og er þar með allt upp
talið. Auðvitað fer starfsemin
mikið eftir þeim mönnum,
sem til embættanna veljast, en
þó ræður hér skipulagið mjög
miklu um. Er það því aug-
Ijóst, að þjóðmáladeild verður
að endurreisa eins og allir,
sem eitthvað starfa að þess-
um málum, eru sammála um.
Ég vil leggja áherzlu á, að
alltaf þegar lagabreytingar eru
gerðar, sé það með því hugar-
fari að opna félagslífið meir,
þ. e. að gefa sem flestum tæki
færi á virkri þátttöku í fé-
lagslífinu án þess að þeir endi
lega gegni einhverjum sérstök
um embættum. Að menn séu
ekki aðeins óvirkir neytendur
framleiðslu annarra, heldur
virkir skapendur í framleiðslu
félagslífsins.
Þetta verður einna helzt
gert með því að draga úr mið-
stjórn (skerða völd formanns
Hugins) og opna undirdeild-
irnar (t. d. með starfshópum).
Fangelsismálin
öflug umræða hefur hafizt
um heimavistarmál. Er það að
vonum, svo rnjög sem þau mál
þarfnast úrbóta.
Hitt hefur svo reynzt stað-
reynd í þessu máli sem öðr-
um, að einstaka menn geta
elcki (vilja ekki) rætt mál-
efnalega um hlutina, heldur
hefja persónulegan skæting.
Einna lengst í þessum mál-
um gengur skólameistari, St.
St., þegar hann verður sér
hreinlega til skammar í einu
af víðlesnari blöðum lands-
ins, „Vísi“, þar sem hann seg-
ir grein þeirra Björns og Ein-
ars, „Hvar var húsbóndi
heimavistar?“ vera „hreinn
rógur og lygimál.“ Það hefur
komið á daginn, að ekkert var
ofsagt í grein þeirra félaga
nema síður sé (bendi ég í því
sambandi á athugasemd Þor-
valdar H. Þórðarsonar, sem
birtist í þessu blaði).
Þeir Björn Garðarsson og
Einar Steingrímsson mega vel
við una sínum hag, þótt skóla
meistari kalli þá „ódrengi-
lega“ í viðurvist votta úr
skólaráði. Því að hann er einn
um það. Hann hefur áður kall
að nemendur sína slíkum
meiðandi nöfnum og þótt þeir
séu að vonum sárir nú yfir
ónefninu, þá munu þeir fljótt
sjá, að einu gildir hvaða nöfn
núverandi skólameistari hreyt
ir i þá, því almannlegt er það
ekki kallað ódrengilegt að
rísa upp gegn rangindum, rísa
upp gegn ofbeldi, rísa upp og
hafa djörfung til að segja sína
skoðun á opinberum vett-
vangi, vitandi að það hafi í
för með sér allskyns óþægindi
frá hendi yfirvaldsins í skól-
anum og þeim sem slefa hans
mál. Drengskaparorð Björns
og Einars er í engu slcert,
hvað svo sem Steindór Stein-
dórsson segir, því allt sögðu
þeir satt og rétt og í engu var
ofsagt.
Mergurinn málsins
í viðræðum, sem ég hef átt
við menn um skrifin um vist-
armál í síðasta tbl. L-M hef-
ur það vakið undrun mína,
hversu mjög sumum mönn-
um yfirsést meginádeilan í
þessum skrifum. Ber þá einna
hæst smásmugulegan sparða-
tíning í þeim vörnum, sem
þessir menn halda uppi fyrir
húsbónda heimavistar. Má
ljóst vera, að sáralitlu máli
skiptir t. d. í hverslags ástandi
húsbóndinn var það kvöld,
sem þeir atburðir gerðust, sem
urðu tilefni greinarinnar
„Hvar var húsbóndi heimavist
ar?“. Slíkt og þvíumlíkt er
aukaatriði, og umræður um
það eru einungis til að leiða
hugann frá meginatriði þessa
máls, þ. e. hinni megnu og al-
mennu óánægju vistarbúa
með ástand vistarmála. Er nú
svo komið í þessum málum,
að ekki verður lengur því un-
Framhald á bls. 8.
7