Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 9

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 9
TITI töfrafippi Framhald af bls. 4. rynni undan og gelck því í móti óvættunum. Framhald af bls. 1. ars. Þessu játti ég, þar eð mér fannst sjálfum svo vera. Þótti honum einnig orðum aukið að ég hefði verið beittur hinum ferlegustu fantabrögðum. Ég hef samt alltaf verið á þeirri skoðun, að það séu hin fer- legustu fantabrögð að keyra hönd rnanns á bak aftur og ýta henni síðan upp á við. Jafnframt veit ég til þess, að þetta er mikið notað af lög- regluþjónum, sem eru áfjáðir í að sýna krafta sína. Skóla- meistari fór - fram á það við mig, að ég léti birta yfirlýs- ingu frá mér, þess eðlis að margt af því, sem í grein Bjarn ar og Einars stæði,. væri ó- satt. Þessari beiðni sá ég mér ekki fært að verða við, þar eð ég hef ekkert út á grein þeirra að setja. Utan það, að ég var ekki undir stanzlausri yfir- heyrslu um nóttina, því að hluti af þessum tíma fór í það að ræða um það, hvernig hægt Svá var óþverranum lýst í fornum bókum, at allir væru þeir ólánlegir mjök, heldr ó- væri að ráða bót á ólátum þriðjubekkinga á heimavist- inni. En samt sem áður dundu á mér spurningar eins og: ,,Hvaða andskotans læti voru þetta í þér?“ „Hvað á svona lagar eiginlega að þýða?“ „Hverjir eru það, sem eru með þessi læti?“ Svo bættist nú grátt ofan á svart, er grein um mál þetta birtist í „Vísi“ 27. janúar. Þar á meðal er viðtal við skóla- meistara, og þar er haft eftir honum, að þetta sé „hreinn rógur — lygimál, sem ekkert mark er takandi á.“ Þetta er alls elcki satt, því að það sem Björn og Einar skrifuðu var það, sem í raun og veru gerð- ist. Hvernig getur svo háttvirt- ur maður sem skólameistari vor, Steindór Steindórsson, lát ið annað eins og þetta frá sér fara? Þorvaldur H. Þórðarson (sign.). feitir, en bláir sem Hel, hár- ugir mjök, álútir og rövlandi í barm sér, óspakir, svo ok illa Iimaðir svá af bar. Var um flokkinn kveðin staka í Þingeyjarsýslum austur og telst hún til þeirra mestu lista verka rímaðra, er þarlendir hafa kveðið. Er hún svá: Þar ferr lýðr lítt gefinn er að skríða í kassann inn eigi er fríðs flokkurinn þykir prýða kennarinn. ok þótti þá allmikið sagt. En þó slíkum gjörningalýð væri að mæta gæddi Titi rás- ina ok handlék reglustiku sína, er Sigrhvini nefndist. Var hún honum forláta vápn og hafði dugað ágæta vel í bardögum hans ok sennum margvíslegum. Hikuðu þurs- arnir við er þeir sáu slíka hetju fara svá geyst að sér með vápnum og hræktu í eggj ar sínar og skerptu síðan á brókum sér. Voru og vápn þeirra lúin, enda gamnaði lýð ur þessi sér við að meiða busa andlega og hafði illgjarna skemmtan af. Váru þeir illir ok ljótir ok augu þeirra, sem eldr brennanda og löfðu kjálkaskóflur þeirra við jörð niður. Hugðu þeir gott til sennunnar í fciheimskan sinni. Var Titi töfratippi hverci smeykr og tókst orrust- an á völlunum fyrir framan steinkassann. Varð þar grimmarlegr atgangr og vægði hvcrugr. Barst bardaginn mjög um vellina. Var og Sigr- hvini mjök á lopti og eygðist vart. Tóku óvættirnar að mæð ast mjök er á tók að líða bar- dagann. Féll þá margur þurs- inn og óðu hinir stríðandi vald reyrann í kálfa. Gekk svá unz óvígir urðu þeir flestir, nema einn, er Einarrus Marxowitch von Brunnenfluss nefndist og fór svá að þeir börðust einir. Var þá um Tita sagt, að hann hefði verið lítt sár ren ákaf- liga móðr. Tóku þeir sér. samt hvíld í orrustunni og girtu sig upp. Runnu þeir síðan saman aftur ok varð þar atgangr nú svá harðr, að þeir óðu orrustu- völlinn í mitti og sáusk hvurgi fyrir. Fór þó svá, að Einarrus kom því lagi á Tita að honum varð lauss Sigrhvini ok hent- ist hann ítævar 3 dagleiðir í loptinu ok kom að lokum niðr á 6. T. En sá lýðr hafði hlaup ið brott í hræðslu sinni, er orrustan tókst og stungið höfð um oní töskur sínar. Lézt þar sá lýðr allr og varð hann U- inu mikill harmdauði. Hafði Titi nú engin önnur ráð, en hann hleypr undir Ein arrus og tekur hann fang- brögðum. Þrífur hann þar nreð í brælcur honum. Váru þær lítt fastar fyrir, enda Ein- arrus illa girtur að venju, þó nýgirtur væri. Er ei að orð- lengja þat, að þar missir hann brækur sínar ok stóð hann þá uppi allsberr, því áður voru -f honum flegin hin klæðin í hita orrustunnar. Háði nekt hans honum ekki að ráði, en hamlaði Tita hins vegar mjök, því Einarrus var ekki þveginn og hafði ekki í vatn komið síðan í móðurlífi. Notaði Einarrus sér þat fát, sem kom á Tita við fnykinn ok hugðist hann fella hann, en sá var fastr fyrir ok hreyfðisk eigi. Hefur Einarrus þá að þylja galdur, er hann sér at óvænliga horfir. Beitti hann reikningsgaldri ok hugðist diffra Tita. Sá Titi nú hér, að nú nrundu engin vettlingatök duga gegn þessum atförum þursins ok brynjaðist mann- kynssögu sinni. Hugðist hann nú húmaníséra óvættina. Fæld ist Einarrus skræðuna olc kom svá, at Titi kom klofbragði á hann ok rak síðan öfugan nið ur í völlinn upp að knésbót- um, svá enn sér í iljar hon- um. Er það að segja af leifum illþýðisins, að það flýði allt, sem flúið gat, en floldcurinn var þá mjök fallinn. Komst það í afhýsið og integreraði björg fyrir dyr allar og hefir eigi sést síðan. Var Tita mjök þakkað verk ið ok hlaut hann frægð mikla af. En er hann hafði þessa dáð drýgða þá labbaði hann sér heim og spísti brauðsúpu og fars, því hann var matmaðr góðr. ATHUGASEMD a Down tripper á ferð með hlföðnemann í popheimi MA hafa gerzt undur og stórmerki. Þrjár hljómsveitir hafa verið soðn- ar saman, en fátt til tveggja þeirra ppurzt. Arinbjörn tjáði mér, að þeir hefðu reyndar leystst upp áður en þær hófu göngu sína. Sagði hann, að það væri aðallega fyrir feimni meðlima sveitanna (af sveitó) en eklci af hljóðfæraskorti, eins og ég hafði búist við. Tjáði hann mér, að fyrirhug- að hefði verið að sameina þessar grúppur, og fá í liðið nokkra blásturshljóðfæraleik- ara úr Lúðrasveit Akureyrar. Einnig kom til greina, að MA- kórinn starfaði með, þar sem ekki hefur heyrzt í þeim góðu röddum um árabil, enda hef- ur kórinn æft æðisgengið pró gramm, og eru þar gullkorn eins og „Sofðu unga, ástin mín“, „Hani, krummi hundur, svín“. Þegar ég innti hann eft ir nafni hljómsveitarinnar, sagði hann, að það væri eklci endanlega ákveðið en líklega yrði það MAO (þ. e. MA Orcstran). Þá er eftir að geta þriðju grúppunnar, en það er ? — það er (þetta fer að verða spennandi) auðvitað Lúlli Lúll og bílskúrinn. Ég hef fengið mörg bréf með beiðnum um upplýsingar og myndir af Lúlla. Einnig hafa ungpíur skólans krafizt vitneskju um fæðingardag meðlima Lúlla. Lúlli Lúll og bílskúrinn hafa fengið feikna móttökur hjá bíleigendum hér í bæ um að- stöðu til æfinga, og skila þeir félagar kveðjum til velvildar- manna sinna. Elcki verður langt að bíða unz Lúlli Lúll tekur til starfa opinberlega, því að „Sjallinn“ hefur beðið Lúlla að skemmta þar ásamt magadönsurum, sem munu skemmta þar innan skamms. Þá tókum við lítið viðtal við Lúlla í lok þáttarins. 1. spurn.: Hvað er á döf- inni hjá þér og bílskúrnum, Lúlli? Sv.: Tja, mar hefur nú allt- af hugmyndir, hugmyndir. 2. spurn.: Lúlli virðist hafa margt á prjónunum og í fram- haldi af því spyr ég hann um Sjallann og hvað hann vildi segja um tilboðið. Sv.: Sko ekkert. S. spurn.: Hvar og hvenær ertu fæddur, Lúlli? Sv.: Of persónuleg spurn ing. Þá birtum við mynd af Lúlla Lúll og bílskúrnum og vonum að við höfum full- nægt öllum ungpíum, sem okk ur hafa skrifað. Skrifað í hassi. 9

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.