Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1972, Síða 6

Muninn - 01.02.1972, Síða 6
NEMENDAÞING Fátt snertir okkur nemend- ur hér meira en kennsluhætt- ir og námsefni skólans. Til skamms tíma hefur það þó ekki verið talið í verkahring nemenda að skipta sér af stjórn og skipan þeirra mála, og raunar mun þorri nem- enda hér ekki velta mjög vöngum yfir því, hvort það andlega fóður, sem skólinn ber á borð fyrir okkur, gæti verið í hentugra formi í einu eða öðru. Við höfum með öðr um orðum látið þeim, sem fara með völdin, það algjör- lega eftir að annast þessi mál. Auðvitað var þetta næsta vel skiljanlegt, meðan nemendur höfðu lítinn áhuga á skóla- stjórnarmálum. Þeir, sem t. d. kenna hér, eiga að vera marg- fróðir, a. m. k. á sínu sviði, og ástæðulaust er að ætla, að þeir séu eklci yfirleitt starfi sínu vaxnir í sjálfu sér. Ekki er þó þar með sagt, að við nemendur berum yfirleitt ekkert skynbragð á skipulag og starfshætti skólans. Þvert á móti verður að ætla, að fólk, sem komið er undir tví- tugt og hefur fengið töluverða nasasjón af skólum og kennslu yfirleitt, hafi nokkuð til málanna að leggja, þegar skipulag skólanna er til um- ræðu. Á síðustu árum hefur líka fengizt nokkur opinber viðurkenning á því, að okkar tillögur og ráð séu til einhvers nýt, sbr. reglugerð þá um menntaskóla, er tók gildi 22. jan. 1971. Þar segir m. a., að fulltrúar okkar nemenda skuli sitja í skólastjórn, og er þetta formleg viðurkenning þess, að rétt sé, að nemendur og starfs lið menntaskólanna hafi sam- vinnu um mikilvægustu mál, er snerta báða aðila. Mín skoðun er, að það sem ég nefndi hér í upphafi grein- arinnar, sé tvímælalaust með al þess, sem mikið veltur á, að kennarar og / nemendur hafi samvinnu um á hverjum tíma. Þar á ég ekki eingöngu við val námsbóka og kennsluefn- is, heldur einnig fjölma.'gt annað, sem snertir kennsluna og tilhögun námsins í skólan- um. Svipaðar skoðanir hef ég heyrt hjá mörgum nemendum hér, og m. a. kom fram sú til- laga nú fyrir síðustu jól, að nemendur hér efndu til þings til að ræða kennslumálin og fleira þeim skylt. Nú fyrir skemmstu, þegar mesta prófafarganið í janúar var afstaðið, var svo farið að athuga nánar möguleikana á að halda þing sem þetta. Auð sætt þótti, að verulegur ávinn ingur yrði að því, ef kennarar fengjust til að taka þátt í þing inu að einhverju léyti. Eins konar nemendaþing var hald- ið hér innan skólans fyrir tveimur árum, en það var einn af göllum þess þings, að öll- um ályktunum var slett beint framan í kennarana að þingi loknu, án þess að gefa þeim tækifæri á að skýra sín sjón- armið fyrir þingfulltrúumr— Auk þess voru einstakir kenn arar gagnrýndir harðlega í á- lyktunum þingsins. Voru það í sjálfu sér hrein mistök, sem ekki mega endurtaka sig, því að þá fyrst verður nokkurt mark teldð á ályktunum þings af þessu tagi, þegar við sýn- um samstarfsvilja, en látum óhóflega ofstæki og tilgangs- laust karp ekki setja svip sinn á þingið. Fyrir nokkrum dögum var kannað, hvort a. m. k. deild- arstjórar einstakra faga mundu fáanlegir til að mæta á þessu fyrirhugaða nemenda þingi, eftir því sem fulltrúar þingsins kynnu að hafa á- huga fyrir. Jafnframt var lát- ið í veðri vaka, að öðrum kennurum væri ekkert síður velkomið að láta til sín taka varðandi mál þingsins, ef þá fýsti þess. Nú hefur frétzt, að kennarar hafi yfirleitt sýnt málinu nokkurn áhuga og skilning, og má telja það góðs vita, því að einsýnt virðist, að aukin samvinna nemenda og kennara í málum sem þess um sé það, sem koma skal. Nú er ráðgert, að fyrri hluti þingsins verði haldinn um næstu helgi, þ. e. 5.-6. febr. Þá verður væntanlega gengið endanlega frá skipulagi og dagskrá, en síðan er gert ráð fyrir, að nefndir starfi að mál um þingsins þá næstu viku. Þinginu verður svo slitið og gengið frá ályktunum um um helgina 12.-13. febr. Ætlunin er, að verkefnum þingsins verði skipt í tvo meg- inhluta. Annars vegar starfi nefndir, er skiptist eftir bekkj um, og taki þær fyrir einstak- ar kennslugreinar og það sem þeim kemur við, s. s. kennslu- bækur o. fl. í þessar nefndir verður valið þannig, að hver bekkjardeild tilnefnir fulltrúa úr sínum hópi, a. m. k. einn eða tvo. Þeir mega vel vera fleiri, t. d. þrír eða fjórir, allt eftir því, hve mikill áhugi er fyrir þinginu. Það má teljast mikilvægt, að á þingið veljist fremur öðru fulltrúar, sem lrafa lifandi áhuga á málinu og eru líklegir til að hafa gnótt hugmynda á takteinun- um. Á það skal bent, að þar sem nefndirnar eiga að starfa í viku, þá á fulltrúum bekkj- ardeildanna að gefast nokkurt tóm til að ræða málin við sína félaga, sem ekki sitja þingið. Þannig ættu allir nemendur að hafa nokkra aðstöðu til að láta málefni þingsins til sín taka. Ráðgert er, að fulltrúar hvers bekkjar starfi í nefnd saman, og gætu þá orðið ca. 8 —20 í hverri, því að deildir hvers bekkjar eru víst sex. Er mikils vert, að þeir, sem á annað borð veljast fulltrú- ar, mæti vel í sínar nefndir, því að ella er hætt við, að nefndarstörfin gætu orðið upplausnarkennd með köfl- um. Þessar nefndir mundu svo ræða einstakar kennslu- greinar, eftir því sem ástæða þætti til, og hafa samráð við viðkomandi deildarstjóra og kennara eftir efnum og að- stæðum. Þannig mætti t. d. hugsa sér, að nefnd 6. bekkj- ar ræði sameiginlega ýmis fög, s. s. sögu, íslenzku o. fl., en svo ræði 6. m. sér í lagi um t. d. latínu og frönsku, með- an 6. s. ræðir stærðfræði og eðlisfræði. Einnig er æskilegt, að aðalnefndirnar fjórar hafi töluverða samvinnu innbyrðis, eftir því sem aðstæður leyfa. Hitt meginverkefnið, sem ég minntist á að taka ætti fyrir, er endurskoðun mennta skólareglugerðarinnar, m. a. með tilliti til framkvæmdar hennar hér í skóla. Til þess er nauðsynlegt að skipa sér- staka nefnd, er einnig gæti gegn fleiri hlutverkum, svo sem að athuga um möguleika á, að hér verði komið á anna- kerfi eða punkta- og stiga- kerfi, líkt og er t. d. í MH í Reykjavík. Verkefni þessarar nefndar eru svo almenns eðlis, að rétt má telja, að í henni sitji full- trúar allra bekkja. Ef miðað er við, að þetta sé 12 manna nefnd, þá mundi fyrst verða leitað eftir framboðum til hennar í bekkjunum. Síðan lcysi hver bekkur þrjá full- trúa úr sínum hópi af þeim. sem boðið hefðu sig fram. Eðlilegt má telja, að nefnd þessi hafi samvinnu við kenn- ara eins og hinar nefndirnar. Ekki væri þá t. d. óeðlilegt, að einhverjir þeirra fjögurra kennara, sem sitja í skóla- stjórn, kæmu þar nærri. Ég hef nú gert grein fyrir því í meginatriðum, hvernig þetta nemendaþing er fyrir- hugað. Þar sem nú er að verða skammt til þingsins, væri rétt, að bekkjardeildir fari nú þeg- ar að athuga um val fulltrúa sinna, en það þyrfti að vera sem mest frágengið næstkom- andi föstudag í4. febr.). Ann- ars munu formenn bekkjar- ráða og undirritaður hvort sem er hafa samband við bekkjardeildirnar á næstunni vegna þessa og framboða í reglugerðarnefndina. Að lokum: Árangur þings- ins er mest undir því kominn, að allir hlutaðeigandi aðilar, bæði nemendur og kennarar, sýni málefnum þingsins áhuga og skilning. Ef þið hafið til- lögur fram að færa um skipu- lag eða verkefni þingsins, þá er allt slíkt mjög vel þegið. Snúið ykkur sem fyrst með það til formanna bekkjarráða eða undirritaðs. Ingvar Teitsson. IVIutter, kriege ich Fluglein, wenn ich sterb? Síðasta tölublað Munins fjallaði um heimavistina og vandamál vistarbúa. Ég bjó í heimavistinni síðastliðinn vet- ur, er þar kunnugur, og vil því leggja orð í belg. Allt það, sem fram kom í blaðinu um þetta mál, kom mér spánskt fyrir sjónir, og þó undraðist ég ekki síður það, hvað látið var óskrifað. Fyrst er þá það fram að telja, sem farið hafði fram hjá hinum gagnrýnu höfund- um. Heimavistarhúsið er mjög hljóðbært og gangar þar lang ir. Þetta torveldar að halda uppi næði á nóttu sem degi. Þrátt fyrir þetta var mjög sæmilegt næði, enda þótt vist- arbúar hefðu engin samtök um þetta efni. Má í því sam- bandi benda á, að ýmsir vist- arbúar skiluðu einna beztum námsárangri allra nemenda skólans. Annar áberandi galli á heimavistinni er sá, að að- staða til matarafgreiðslu er mjög umhent, og verða menn því að bíða lengi eftir mat sínum. Þá vil ég minnast á það, sem skrifað var. Nokkrir höfundar virtust telja það hina verstu ósvinnu og allt að því mannréttinda- skerðingu, að húsbóndi hefði- lykla að herbergjum og skáp- um vistarbúa. Þetta er þó ekki annað en það, sem menn verða að hlíta í hvaða leigu- húsnæði sem er, jafnt á heim ilum sem hótelum. Ekki verð- ur það flúið með því að búa í bænum. Aðdróttun að húsbónda heimavistar um slælega vörzlu o. fl. fannst mér allkynleg og bera nokkurn keim af skyn- helgi. Húsbóndi heimavistar víkur sér naumast út af heim- ili, er mér vel kunnugt. Hann er á öllum tímum sólarhrings ins til viðtals fyrir vistarbúa og ólatur að sinna kvabbi. — Auk þess var hann sá eini maður, sem ég vissi fyrir víst að virti áfengisbann heima- vistarinnar af fullkominni ná- kvæmni. Við heimavistarbúar kunnum flestir þá list að brjóta reglur heimilisins inn- an þeirra marka, sem þolan- leg eru. í þessu sambandi vil ég minna á 11. gr. heimavistar- regla, sem hljóðar svo: 11. gr. Á hverjum gangi er umsjónarmaður, sem gætir þess að reglum heimavistar sé hlýtt, tekur hann manntal á hverju kveldi og tilkynnir hús bónda um fjarvistir eða ann- að. sem brýtur í bága við sett- ar reglur, og fylgist með að hreingerningar séu ræktar og almenns hreinlætis gætt. Stefán Þ. Þorláksson. ÍTSALA fimmtudaginn 3. febrúar MIKIL VERÐLÆKKUN MARKAÐURINN Simi 11261 6

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.